Hvetja bændur til að hefja þörungabúskap Kristján Már Unnarsson skrifar 10. maí 2018 21:00 Þörungabóndinn Bren Smith sækir sjávarfangið. Skjáskot/60 mínútur. Þörungabúskapur gæti orðið framtíðarbúgrein íslenskra bænda, miðað við það nýjasta sem er að gerast í Ameríku. Þar eru bændur farnir að rækta þörunga í sjó til manneldis, en þeir þykja ofurfæða og gott vopn gegn súrnun sjávar. Um þetta var fjallað í fréttum Stöðvar 2. Hérlendis hafa menn raunar unnið þörunga úr Breiðafirði frá árinu 1975 en þar er þeim skipað á land á Reykhólum. Í þörungaverksmiðjunni eru þeir þurrkaðir, malaðir og sekkjaðir og seldir út í heim, meðal annars til nota í matvæla- og lyfjaiðnaði.Þörungaverksmiðjan á Reykhólum hefur unnið þang og þara úr Breiðafirði í 43 ár.Fréttaþátturinn 60 mínútur, sem sýndur var á Stöð 2 um síðustu helgi, lýsti því hvernig augu vísindaheimsins og matvælageirans eru farin að beinast að þörungum sem ofurfæðu. Fréttamaðurinn Lesley Stahl heimsótti fyrsta bandaríska þörungabúgarðinn. Þeir eru nú orðnir níu talsins og hálf tylft til viðbótar í undirbúningi. „Við vonum að eftir tíu, tuttugu ár verði þúsundir bænda farnir að gera þetta. Við teljum að þetta sé framtíðin, að færa okkur út á sjó,” segir þörungabóndinn Bren Smith. Við ræktunina er þörungafræjum komið fyrir á reipum og þau sett í sjó. Ólíkt ræktunarjurtum á landi þarf engan áburð og þörungarnir fá alla sína næringu í sjónum. Á fimm til sex mánuðum vaxa örsmá fræin upp í fjögurra til fimm metra langar plöntur. „Þessi planta er ein af þeim sem vaxa hraðast á jörðinni,” segir þörungabóndinn. Fimm mánuðum síðar er kominn þaraskógur. Uppskeran rokselst, að sögn bóndans. Meðal viðskiptavina hans eru Google fyrir starfsmannamötuneyti sín, Yale-háskóli og nokkrir veitingastaðir og heildsalar. Þörungar þykja ríkir af kalki, trefjum, járni og andoxunarefnum. Kokkur, sem gefið hefur út matreiðslubók með þörungaréttum, eldaði einn réttinn fyrir Lesley Stahl. „Þetta er mjög gott, sannarlega gott,” voru viðbrögðin þegar hún bragðaði á matnum.Bandarískur bóndi í þörungarækt. Er þetta eitthvað fyrir Íslendinga?Skjáskot/60 mínútur.Vísindamenn segja ræktun þörunga vinna gegn súrnun sjávar. „Hugsaðu þér tré á landi sem draga koldíoxíð úr andrúmsloftinu. Þang og þari eru mjög góð í að draga koldíoxíð úr sjónum,” segir Betsy Peabody, stofnandi og framkvæmdastjóri Puget Sound-umhverfissjóðsins, sem styður við rannsóknir á þessu sviði. -Svo það sem þið eruð að gera samsvarar því að planta trjám í sjónum? „Einmitt,” svarar Betsy. Bændurnir fá þann bónus að ræktun skeldýra eins og kræklinga fer vel saman með þörungaræktinni, eins og Bren Smith sýndi í fréttinni. -Ertu þá fiskimaður eða bóndi? „Ég er bóndi núna, hvort sem mér líkar það betur eða verr. Ég er sjávarbóndi,” svarar Bren Smith. Núna er það spurningin hvort þess verði langt að bíða að þörungabúgarðar sjáist á íslenskum fjörðum. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Landbúnaður Sjávarútvegur Tengdar fréttir Írar skoða vinnslu þörunga í Stykkishólmi Viðræður eru nú milli írskra eigenda Kalkþörungafélagsins í Bíldudal og bæjaryfirvalda í Stykkishólmi um aðstöðu í bænum fyrir þörungavinnslu. Sturla Böðvarsson bæjarstjóri segir verkefnið litið jákvæðum augum en að það sé á frumstigi. 2. janúar 2015 07:45 Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Innlent Fleiri fréttir Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Sjá meira
Þörungabúskapur gæti orðið framtíðarbúgrein íslenskra bænda, miðað við það nýjasta sem er að gerast í Ameríku. Þar eru bændur farnir að rækta þörunga í sjó til manneldis, en þeir þykja ofurfæða og gott vopn gegn súrnun sjávar. Um þetta var fjallað í fréttum Stöðvar 2. Hérlendis hafa menn raunar unnið þörunga úr Breiðafirði frá árinu 1975 en þar er þeim skipað á land á Reykhólum. Í þörungaverksmiðjunni eru þeir þurrkaðir, malaðir og sekkjaðir og seldir út í heim, meðal annars til nota í matvæla- og lyfjaiðnaði.Þörungaverksmiðjan á Reykhólum hefur unnið þang og þara úr Breiðafirði í 43 ár.Fréttaþátturinn 60 mínútur, sem sýndur var á Stöð 2 um síðustu helgi, lýsti því hvernig augu vísindaheimsins og matvælageirans eru farin að beinast að þörungum sem ofurfæðu. Fréttamaðurinn Lesley Stahl heimsótti fyrsta bandaríska þörungabúgarðinn. Þeir eru nú orðnir níu talsins og hálf tylft til viðbótar í undirbúningi. „Við vonum að eftir tíu, tuttugu ár verði þúsundir bænda farnir að gera þetta. Við teljum að þetta sé framtíðin, að færa okkur út á sjó,” segir þörungabóndinn Bren Smith. Við ræktunina er þörungafræjum komið fyrir á reipum og þau sett í sjó. Ólíkt ræktunarjurtum á landi þarf engan áburð og þörungarnir fá alla sína næringu í sjónum. Á fimm til sex mánuðum vaxa örsmá fræin upp í fjögurra til fimm metra langar plöntur. „Þessi planta er ein af þeim sem vaxa hraðast á jörðinni,” segir þörungabóndinn. Fimm mánuðum síðar er kominn þaraskógur. Uppskeran rokselst, að sögn bóndans. Meðal viðskiptavina hans eru Google fyrir starfsmannamötuneyti sín, Yale-háskóli og nokkrir veitingastaðir og heildsalar. Þörungar þykja ríkir af kalki, trefjum, járni og andoxunarefnum. Kokkur, sem gefið hefur út matreiðslubók með þörungaréttum, eldaði einn réttinn fyrir Lesley Stahl. „Þetta er mjög gott, sannarlega gott,” voru viðbrögðin þegar hún bragðaði á matnum.Bandarískur bóndi í þörungarækt. Er þetta eitthvað fyrir Íslendinga?Skjáskot/60 mínútur.Vísindamenn segja ræktun þörunga vinna gegn súrnun sjávar. „Hugsaðu þér tré á landi sem draga koldíoxíð úr andrúmsloftinu. Þang og þari eru mjög góð í að draga koldíoxíð úr sjónum,” segir Betsy Peabody, stofnandi og framkvæmdastjóri Puget Sound-umhverfissjóðsins, sem styður við rannsóknir á þessu sviði. -Svo það sem þið eruð að gera samsvarar því að planta trjám í sjónum? „Einmitt,” svarar Betsy. Bændurnir fá þann bónus að ræktun skeldýra eins og kræklinga fer vel saman með þörungaræktinni, eins og Bren Smith sýndi í fréttinni. -Ertu þá fiskimaður eða bóndi? „Ég er bóndi núna, hvort sem mér líkar það betur eða verr. Ég er sjávarbóndi,” svarar Bren Smith. Núna er það spurningin hvort þess verði langt að bíða að þörungabúgarðar sjáist á íslenskum fjörðum. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Landbúnaður Sjávarútvegur Tengdar fréttir Írar skoða vinnslu þörunga í Stykkishólmi Viðræður eru nú milli írskra eigenda Kalkþörungafélagsins í Bíldudal og bæjaryfirvalda í Stykkishólmi um aðstöðu í bænum fyrir þörungavinnslu. Sturla Böðvarsson bæjarstjóri segir verkefnið litið jákvæðum augum en að það sé á frumstigi. 2. janúar 2015 07:45 Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Innlent Fleiri fréttir Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Sjá meira
Írar skoða vinnslu þörunga í Stykkishólmi Viðræður eru nú milli írskra eigenda Kalkþörungafélagsins í Bíldudal og bæjaryfirvalda í Stykkishólmi um aðstöðu í bænum fyrir þörungavinnslu. Sturla Böðvarsson bæjarstjóri segir verkefnið litið jákvæðum augum en að það sé á frumstigi. 2. janúar 2015 07:45