Litlir staðir María Rún Bjarnadóttir skrifar 11. maí 2018 07:00 Mannréttindayfirlýsing Sameinuðu þjóðanna hefur fyrir löngu öðlast ríkari merkingu en orðin sem í henni standa. Þáttum hennar hefur verið lýst sem algildum réttindum og henni sem einni áhrifamestu yfirlýsingu 20. aldarinnar. Hún var skrifuð af nefnd níu einstaklinga. Í þeim hópi var ein kona, fyrrverandi forsetafrú Bandaríkjanna, Eleanor Roosevelt. Eleanor vann lengi að mannréttindamálum, bæði á formlegum og óformlegum vettvangi, en lýsir því í sjálfsævisögu sinni að hún hafi ekki fengið alla sína réttarvitund í vöggugjöf. Þannig hafi forréttindabakgrunnur hennar haft áhrif á viðhorf hennar og skoðanir sem hefðu breyst og þróast í átt að aukinni réttindavernd mörgum sinnum á lífsleiðinni. Hún sagði að algildi mannréttinda ætti upphaf sitt á litlum stöðum, nálægt heimilinu – svo nærri að þeir væru ekki sjáanlegir á korti. Þrátt fyrir það væru þau allur heimur einstaklinga; hverfisins þeirra, skólans, vinnustaðarins. Hún sagði að ef réttindi hefðu ekki merkingu í nærsamfélaginu hefðu þau litla merkingu annars staðar. Þessir litlu staðir eru víða. Á Íslandi, sem má vel telja stórveldi þó það taki kannski ekki mikið pláss á kortinu, leika sveitarfélög lykilhlutverk við að tryggja mannréttindi einstaklinga á ýmsum sviðum. Ein leið fyrir borgara til að rækta mannréttindi í nærumhverfi sínu er að bjóða sig fram í sveitarstjórnarkosningum. Frambjóðendurnir geta verið ósammála um aðgerðir eða aðferðir sem þarf að ráðast í. Það er samt margt sem bendir til þess að fjöldi þeirra taki boðskap Eleanor alvarlega. Vonandi telja þau hann sem flest algildan. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu María Bjarnadóttir Mest lesið Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
Mannréttindayfirlýsing Sameinuðu þjóðanna hefur fyrir löngu öðlast ríkari merkingu en orðin sem í henni standa. Þáttum hennar hefur verið lýst sem algildum réttindum og henni sem einni áhrifamestu yfirlýsingu 20. aldarinnar. Hún var skrifuð af nefnd níu einstaklinga. Í þeim hópi var ein kona, fyrrverandi forsetafrú Bandaríkjanna, Eleanor Roosevelt. Eleanor vann lengi að mannréttindamálum, bæði á formlegum og óformlegum vettvangi, en lýsir því í sjálfsævisögu sinni að hún hafi ekki fengið alla sína réttarvitund í vöggugjöf. Þannig hafi forréttindabakgrunnur hennar haft áhrif á viðhorf hennar og skoðanir sem hefðu breyst og þróast í átt að aukinni réttindavernd mörgum sinnum á lífsleiðinni. Hún sagði að algildi mannréttinda ætti upphaf sitt á litlum stöðum, nálægt heimilinu – svo nærri að þeir væru ekki sjáanlegir á korti. Þrátt fyrir það væru þau allur heimur einstaklinga; hverfisins þeirra, skólans, vinnustaðarins. Hún sagði að ef réttindi hefðu ekki merkingu í nærsamfélaginu hefðu þau litla merkingu annars staðar. Þessir litlu staðir eru víða. Á Íslandi, sem má vel telja stórveldi þó það taki kannski ekki mikið pláss á kortinu, leika sveitarfélög lykilhlutverk við að tryggja mannréttindi einstaklinga á ýmsum sviðum. Ein leið fyrir borgara til að rækta mannréttindi í nærumhverfi sínu er að bjóða sig fram í sveitarstjórnarkosningum. Frambjóðendurnir geta verið ósammála um aðgerðir eða aðferðir sem þarf að ráðast í. Það er samt margt sem bendir til þess að fjöldi þeirra taki boðskap Eleanor alvarlega. Vonandi telja þau hann sem flest algildan.
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun