Litlir staðir María Rún Bjarnadóttir skrifar 11. maí 2018 07:00 Mannréttindayfirlýsing Sameinuðu þjóðanna hefur fyrir löngu öðlast ríkari merkingu en orðin sem í henni standa. Þáttum hennar hefur verið lýst sem algildum réttindum og henni sem einni áhrifamestu yfirlýsingu 20. aldarinnar. Hún var skrifuð af nefnd níu einstaklinga. Í þeim hópi var ein kona, fyrrverandi forsetafrú Bandaríkjanna, Eleanor Roosevelt. Eleanor vann lengi að mannréttindamálum, bæði á formlegum og óformlegum vettvangi, en lýsir því í sjálfsævisögu sinni að hún hafi ekki fengið alla sína réttarvitund í vöggugjöf. Þannig hafi forréttindabakgrunnur hennar haft áhrif á viðhorf hennar og skoðanir sem hefðu breyst og þróast í átt að aukinni réttindavernd mörgum sinnum á lífsleiðinni. Hún sagði að algildi mannréttinda ætti upphaf sitt á litlum stöðum, nálægt heimilinu – svo nærri að þeir væru ekki sjáanlegir á korti. Þrátt fyrir það væru þau allur heimur einstaklinga; hverfisins þeirra, skólans, vinnustaðarins. Hún sagði að ef réttindi hefðu ekki merkingu í nærsamfélaginu hefðu þau litla merkingu annars staðar. Þessir litlu staðir eru víða. Á Íslandi, sem má vel telja stórveldi þó það taki kannski ekki mikið pláss á kortinu, leika sveitarfélög lykilhlutverk við að tryggja mannréttindi einstaklinga á ýmsum sviðum. Ein leið fyrir borgara til að rækta mannréttindi í nærumhverfi sínu er að bjóða sig fram í sveitarstjórnarkosningum. Frambjóðendurnir geta verið ósammála um aðgerðir eða aðferðir sem þarf að ráðast í. Það er samt margt sem bendir til þess að fjöldi þeirra taki boðskap Eleanor alvarlega. Vonandi telja þau hann sem flest algildan. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu María Bjarnadóttir Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Sjá meira
Mannréttindayfirlýsing Sameinuðu þjóðanna hefur fyrir löngu öðlast ríkari merkingu en orðin sem í henni standa. Þáttum hennar hefur verið lýst sem algildum réttindum og henni sem einni áhrifamestu yfirlýsingu 20. aldarinnar. Hún var skrifuð af nefnd níu einstaklinga. Í þeim hópi var ein kona, fyrrverandi forsetafrú Bandaríkjanna, Eleanor Roosevelt. Eleanor vann lengi að mannréttindamálum, bæði á formlegum og óformlegum vettvangi, en lýsir því í sjálfsævisögu sinni að hún hafi ekki fengið alla sína réttarvitund í vöggugjöf. Þannig hafi forréttindabakgrunnur hennar haft áhrif á viðhorf hennar og skoðanir sem hefðu breyst og þróast í átt að aukinni réttindavernd mörgum sinnum á lífsleiðinni. Hún sagði að algildi mannréttinda ætti upphaf sitt á litlum stöðum, nálægt heimilinu – svo nærri að þeir væru ekki sjáanlegir á korti. Þrátt fyrir það væru þau allur heimur einstaklinga; hverfisins þeirra, skólans, vinnustaðarins. Hún sagði að ef réttindi hefðu ekki merkingu í nærsamfélaginu hefðu þau litla merkingu annars staðar. Þessir litlu staðir eru víða. Á Íslandi, sem má vel telja stórveldi þó það taki kannski ekki mikið pláss á kortinu, leika sveitarfélög lykilhlutverk við að tryggja mannréttindi einstaklinga á ýmsum sviðum. Ein leið fyrir borgara til að rækta mannréttindi í nærumhverfi sínu er að bjóða sig fram í sveitarstjórnarkosningum. Frambjóðendurnir geta verið ósammála um aðgerðir eða aðferðir sem þarf að ráðast í. Það er samt margt sem bendir til þess að fjöldi þeirra taki boðskap Eleanor alvarlega. Vonandi telja þau hann sem flest algildan.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun