Vilja að lagalistarnir endurspegli gildi Spotify Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 11. maí 2018 09:00 Á dögunum fór af stað herferðin #MuteRKelly á samfélagsmiðlum, eða þöggum niður í R Kelly. Vísir/Getty Streymisveitan Spotify hefur fjarlægt tónlist R Kelly af öllum lagalistum sínum. Notendur munu enn geta fundið tónlist R&B söngvarans með því að leita að nafni tónlistarmannsins eða lagaheitum. Spotify mun þó ekki lengur koma því á framfæri með neinum hætti og mun hans tónlist því ekki sjást á topplistum í framtíðinni, né birtast sem uppástungur að áhugaverðu efni fyrir notendur samkvæmt frétt BBC. Þessi ákvörðun er tekin sem hluti af nýrri stefnu fyrirtækisins um hatursefni og hatursfulla hegðun. Það sama mun gilda um tónlist rapparans XXXTentacion. R Kelly hefur margoft verið sakaður um kynferðisofbeldi í gegnum árin. „Við ritskoðum ekki efni vegna hegðun tónlistarmanna,“ sagði talsmaður Spotify í samtali við Newsbeat. „En við viljum að okkar ákvarðanir og lagalistarnir okkar endurspegli okkar gildi.“ Hegðun mun hafa áhrif Á dögunum fór af stað herferðin #MuteRKelly á samfélagsmiðlum, eða þöggum niður í R Kelly. Time's Up hreyfingin sem fór af stað í kjölfar #MeToo, studdi þessa herferð og einnig stjörnur eins og tónlistarmaðurinn John Legend og leikkonan Lupita Nyong'o. Herferðin hvatti til þess að útgáfufyrirtæki R Kelly, tónleikaskipuleggjendur, streymisveitur og útvarpsstöðvar hættu að styðja söngvarann. Þessi nýja stefna Spotify hefur verið í undirbúningi í nokkra mánuði og snýr að efni sem auglýsir, talar fyrir eða hvetur til haturs eða ofbeldis gegn hópum eða einstaklingum vegna til dæmis kynþáttar, trúar, kyns, þjóðernis, fötlunar eða kynhneigðar. Notendur Spotify munu samt áfram hafa valmöguleikann á því að setja tónlist R Kelly á sína persónulegu lagalista, þetta gildir bara um þá lagalista sem Spotify gerir eða kynnir. „Þegar listamaður eða höfundur gerir eitthvað sem er sérstaklega skaðlegt eða hatursfullt, gæti það haft áhrif á það hvernig við vinnum með eða styðjum viðkomandi,“ segir meðal annars í tilkynningu frá Spotify um málið. #MeToo herferðinni hefur því nú tekist það sem margir hafa áður reynt án árangurs, að þagga niður í R Kelly. Tónleikum í Chicago var frestað fyrir viku og sagði R Kelly að það hafi verið vegna sögusagna. Mótmælendur reyna nú að koma í veg fyrir að R Kelly fái að koma fram á tónleikum í North Carolina í kvöld. Mál R. Kelly Mest lesið Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Lífið Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Lífið „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Lífið Fjórir á lista Páls hættir við Lífið Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Lífið Slíta sambandinu en vinna áfram saman Lífið „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Lífið Cillian mærir Kiljan Lífið Andri Björns stendur vaktina allar helgar Lífið Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Lífið Fleiri fréttir Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Hneig niður í miðju lagi Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Sjá meira
Streymisveitan Spotify hefur fjarlægt tónlist R Kelly af öllum lagalistum sínum. Notendur munu enn geta fundið tónlist R&B söngvarans með því að leita að nafni tónlistarmannsins eða lagaheitum. Spotify mun þó ekki lengur koma því á framfæri með neinum hætti og mun hans tónlist því ekki sjást á topplistum í framtíðinni, né birtast sem uppástungur að áhugaverðu efni fyrir notendur samkvæmt frétt BBC. Þessi ákvörðun er tekin sem hluti af nýrri stefnu fyrirtækisins um hatursefni og hatursfulla hegðun. Það sama mun gilda um tónlist rapparans XXXTentacion. R Kelly hefur margoft verið sakaður um kynferðisofbeldi í gegnum árin. „Við ritskoðum ekki efni vegna hegðun tónlistarmanna,“ sagði talsmaður Spotify í samtali við Newsbeat. „En við viljum að okkar ákvarðanir og lagalistarnir okkar endurspegli okkar gildi.“ Hegðun mun hafa áhrif Á dögunum fór af stað herferðin #MuteRKelly á samfélagsmiðlum, eða þöggum niður í R Kelly. Time's Up hreyfingin sem fór af stað í kjölfar #MeToo, studdi þessa herferð og einnig stjörnur eins og tónlistarmaðurinn John Legend og leikkonan Lupita Nyong'o. Herferðin hvatti til þess að útgáfufyrirtæki R Kelly, tónleikaskipuleggjendur, streymisveitur og útvarpsstöðvar hættu að styðja söngvarann. Þessi nýja stefna Spotify hefur verið í undirbúningi í nokkra mánuði og snýr að efni sem auglýsir, talar fyrir eða hvetur til haturs eða ofbeldis gegn hópum eða einstaklingum vegna til dæmis kynþáttar, trúar, kyns, þjóðernis, fötlunar eða kynhneigðar. Notendur Spotify munu samt áfram hafa valmöguleikann á því að setja tónlist R Kelly á sína persónulegu lagalista, þetta gildir bara um þá lagalista sem Spotify gerir eða kynnir. „Þegar listamaður eða höfundur gerir eitthvað sem er sérstaklega skaðlegt eða hatursfullt, gæti það haft áhrif á það hvernig við vinnum með eða styðjum viðkomandi,“ segir meðal annars í tilkynningu frá Spotify um málið. #MeToo herferðinni hefur því nú tekist það sem margir hafa áður reynt án árangurs, að þagga niður í R Kelly. Tónleikum í Chicago var frestað fyrir viku og sagði R Kelly að það hafi verið vegna sögusagna. Mótmælendur reyna nú að koma í veg fyrir að R Kelly fái að koma fram á tónleikum í North Carolina í kvöld.
Mál R. Kelly Mest lesið Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Lífið Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Lífið „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Lífið Fjórir á lista Páls hættir við Lífið Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Lífið Slíta sambandinu en vinna áfram saman Lífið „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Lífið Cillian mærir Kiljan Lífið Andri Björns stendur vaktina allar helgar Lífið Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Lífið Fleiri fréttir Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Hneig niður í miðju lagi Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Sjá meira