Rifust um Borgarlínu: „Það er algjörlega galið að tala svona Sigmundur!“ Þórdís Valsdóttir skrifar 12. maí 2018 13:46 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson voru gestir Heimis Más Péturssonar í Víglínunni í dag. Vísir/Skjáskot Tekist var á um borgarmálin í Víglínunni á Stöð 2 í dag og þar á meðal um Borgarlínuna. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir að með henni yrði óhemju miklum peningum eytt í að reyna að leysa vandamál með aðferð sem gerir vandamálið verra. „Menn eru ekki á móti Borgarlínu bara til að vera á móti henni. Þeir eru á móti henni því hún er galin í framkvæmd. Við þurfum að skoða staðreyndirnar, þetta gengur ekki upp. Það gengur ekki upp að leysa umferðarteppu í Reykjavík með því að þrengja að umferðinni,“ segir Sigmundur og í miðri setningu greip Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar fram í fyrir Sigmundi og sagði að það væri „algjörlega galið að tala svona Sigmundur, það er ekki rétt!“. Sigmundur segir að hann hafi kynnt sér öll gögn er varða Borgarlínuna og að það muni ekki leysa rekstrarvanda almenningssamgangna í Reykjavík að reka tvöfalt kerfi. „Það gengur reyndar ekki heldur fyrir borgarstjórann í Reykjavík að vera sífellt að koma með reyksprengjur inn í kosningabaráttuna, lofa einhverju stóru sem hann ætlar annað hvort ekki að framkvæma eða einhverju sem hann ætlar ríkinu að framkvæma. Gleymum því ekki að Borgarlínan er ríkisframkvæmd“. Sigmundur er þeirrar skoðunar að stjórnmálin í sveitarstjórnum hafi þróast á ólýðræðislegan hátt og að þau séu „einhvers konar ímyndarvinna“. „Hér í Reykjavík höfum við haft borgarstjóra núna all lengi sem hafa verið einhvers konar viðburðarstjórar sem hafa haldið einhverjar uppákomur til að fá tækifæri til að láta taka mynd af sér með fólki, en látið bara kerfið um að stjórna,“ segir Sigmundur og bætir við að borgin hafi vanrækt ýmis grundvallarhlutverk sín líkt og að halda borginni hreinni.Hrædd við myndun meirihluta í borginniSigmundur Davíð segir að ef niðurstöður borgarstjórnarkosninganna verði á þann veg að Miðflokkurinn eigi möguleika á að mynda meirihluta með öðrum flokki muni hans flokkur fyrst og fremst líta til þess hvar hann muni ná fram sínum stefnumálum. Þá segir hann að hann voni „að fulltrúar Viðreisnar muni ekki bara renna inn í núverandi meirihluta án þess að það verði nein breyting þar á“ og beindi svo sjónum sínum að Þorgerði og spurði hana hvort ekki væri hægt að treysta því. „Ég hef miklu meiri áhyggjur af þér og Sjálfstæðisflokknum, þessum últra-hægri flokkum sem hafa verið að mótast hérna,“ svaraði Þorgerður og bætti við að hún teldi víst að bæði Miðflokkurinn og Viðreisn muni fara í borgarstjórn með það að markmiði að breyta hlutunum en ekki einungis til að mynda borgarstjórn. Kosningar 2018 Víglínan Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent Fleiri fréttir Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Sjá meira
Tekist var á um borgarmálin í Víglínunni á Stöð 2 í dag og þar á meðal um Borgarlínuna. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir að með henni yrði óhemju miklum peningum eytt í að reyna að leysa vandamál með aðferð sem gerir vandamálið verra. „Menn eru ekki á móti Borgarlínu bara til að vera á móti henni. Þeir eru á móti henni því hún er galin í framkvæmd. Við þurfum að skoða staðreyndirnar, þetta gengur ekki upp. Það gengur ekki upp að leysa umferðarteppu í Reykjavík með því að þrengja að umferðinni,“ segir Sigmundur og í miðri setningu greip Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar fram í fyrir Sigmundi og sagði að það væri „algjörlega galið að tala svona Sigmundur, það er ekki rétt!“. Sigmundur segir að hann hafi kynnt sér öll gögn er varða Borgarlínuna og að það muni ekki leysa rekstrarvanda almenningssamgangna í Reykjavík að reka tvöfalt kerfi. „Það gengur reyndar ekki heldur fyrir borgarstjórann í Reykjavík að vera sífellt að koma með reyksprengjur inn í kosningabaráttuna, lofa einhverju stóru sem hann ætlar annað hvort ekki að framkvæma eða einhverju sem hann ætlar ríkinu að framkvæma. Gleymum því ekki að Borgarlínan er ríkisframkvæmd“. Sigmundur er þeirrar skoðunar að stjórnmálin í sveitarstjórnum hafi þróast á ólýðræðislegan hátt og að þau séu „einhvers konar ímyndarvinna“. „Hér í Reykjavík höfum við haft borgarstjóra núna all lengi sem hafa verið einhvers konar viðburðarstjórar sem hafa haldið einhverjar uppákomur til að fá tækifæri til að láta taka mynd af sér með fólki, en látið bara kerfið um að stjórna,“ segir Sigmundur og bætir við að borgin hafi vanrækt ýmis grundvallarhlutverk sín líkt og að halda borginni hreinni.Hrædd við myndun meirihluta í borginniSigmundur Davíð segir að ef niðurstöður borgarstjórnarkosninganna verði á þann veg að Miðflokkurinn eigi möguleika á að mynda meirihluta með öðrum flokki muni hans flokkur fyrst og fremst líta til þess hvar hann muni ná fram sínum stefnumálum. Þá segir hann að hann voni „að fulltrúar Viðreisnar muni ekki bara renna inn í núverandi meirihluta án þess að það verði nein breyting þar á“ og beindi svo sjónum sínum að Þorgerði og spurði hana hvort ekki væri hægt að treysta því. „Ég hef miklu meiri áhyggjur af þér og Sjálfstæðisflokknum, þessum últra-hægri flokkum sem hafa verið að mótast hérna,“ svaraði Þorgerður og bætti við að hún teldi víst að bæði Miðflokkurinn og Viðreisn muni fara í borgarstjórn með það að markmiði að breyta hlutunum en ekki einungis til að mynda borgarstjórn.
Kosningar 2018 Víglínan Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent Fleiri fréttir Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Sjá meira