Pálmi Rafn um nýju regluna: „Helvíti pirrandi þegar hálf deildin verður í banni í júlí“ Þór Símon Hafþórsson skrifar 12. maí 2018 16:54 Pálmi Rafn Pálmason hefur skorað í öllum þremur leikjum KR til þessa Vísir/Bára „Frekar svekktur að taka ekki öll stigin en þetta er erfiður útivöllur. En ég hefði viljað fá þrjú,“ sagði maður leiksins Pálmi Rafn Pálmason eftir leik Grindavíkur og KR sem endaði með 1-1 jafntefli í Pepsi deild karla í dag. Pálmi Rafn var allt í öllu í dag í sóknarleik KR og átti meðal annars skalla í slánna á lokamínútunum. „Það var mjög svekkjandi að sjá boltann fara í slánna. Hefði verið fínt að fá sigurmark þar og þá hefðum við verið í helvíti fínum málum,“ sagði Pálmi en KR er með 4 stig eftir fyrstu þrjár umferðir deildarinnar. Sem fyrr segir var Pálmi allt í öllu í leik KR en hann vildi tvívegis fá vítaspyrnu í upphafi seinni hálfleiks. Í fyrra skiptið varð ekkert úr því þar sem hann var dæmdur rangstæður. „Hann er að fara að dæma vítaspyrnu áður en aðstoðar dómarinn flaggar. Þannig það verður mjög spennandi að sjá hvort það hafi verið rétt. Ég held að sjálfsögðu að ég hafi verið réttstæður,“ sagði Pálmi sem kveðst sérstaklega svekktur með seinna atvikið þar sem hann kom sér í færi sem Kristijan Jajalo varði. „Ef ég hefði hent mér niður er ég viss um að ég hefði fengið víti. Hann er að rífa í mig í slúttinu. Ég reyni að standa og klára. Fyrir mér átti hann að dæma víti þarna.“ Pálmi fékk gult spjald og að því virtist fyrir að láta dómarann heyra það en svo var það ekki en hann kveðst hafa fengið spjaldið fyrir að sveifla hönd sinni. Þetta kom þó af stað áhugaverðum samræðum um nýju áherslum dómara á Íslandi sem hefur verið mikið á milli tannana á fólki. Að dómarar spjaldi leikmenn fyrir kjaftbrúk. „Ég er hrifinn af þessari reglu. Þetta verður flott þegar þetta er orðið stimplað í hausinn á okkur. Þá losnum við við þetta tuð í okkur alltaf. Ég væri samt til í að fá smá tíma til að venjast henni,“ sagði Pálmi og hélt áfram. „Þetta verður helvíti pirrandi þegar hálf Pepsi deildin verður í banni í júli. Þetta er nýtt og hingað til hefur maður alltaf mátt pústa svolítið. Að henda þessu svona fram og vera svona grjótharðir líka er fullmikið. Ég styð þessa reglu en það væri gott að fá smá tíma til að venjast henni,“ sagði Pálmi sem skoraði mark KR í dag. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Handbolti Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Íslenski boltinn Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Fótbolti „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ Körfubolti „Mæti honum með bros á vör“ Körfubolti Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Körfubolti Fleiri fréttir Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Sjá meira
„Frekar svekktur að taka ekki öll stigin en þetta er erfiður útivöllur. En ég hefði viljað fá þrjú,“ sagði maður leiksins Pálmi Rafn Pálmason eftir leik Grindavíkur og KR sem endaði með 1-1 jafntefli í Pepsi deild karla í dag. Pálmi Rafn var allt í öllu í dag í sóknarleik KR og átti meðal annars skalla í slánna á lokamínútunum. „Það var mjög svekkjandi að sjá boltann fara í slánna. Hefði verið fínt að fá sigurmark þar og þá hefðum við verið í helvíti fínum málum,“ sagði Pálmi en KR er með 4 stig eftir fyrstu þrjár umferðir deildarinnar. Sem fyrr segir var Pálmi allt í öllu í leik KR en hann vildi tvívegis fá vítaspyrnu í upphafi seinni hálfleiks. Í fyrra skiptið varð ekkert úr því þar sem hann var dæmdur rangstæður. „Hann er að fara að dæma vítaspyrnu áður en aðstoðar dómarinn flaggar. Þannig það verður mjög spennandi að sjá hvort það hafi verið rétt. Ég held að sjálfsögðu að ég hafi verið réttstæður,“ sagði Pálmi sem kveðst sérstaklega svekktur með seinna atvikið þar sem hann kom sér í færi sem Kristijan Jajalo varði. „Ef ég hefði hent mér niður er ég viss um að ég hefði fengið víti. Hann er að rífa í mig í slúttinu. Ég reyni að standa og klára. Fyrir mér átti hann að dæma víti þarna.“ Pálmi fékk gult spjald og að því virtist fyrir að láta dómarann heyra það en svo var það ekki en hann kveðst hafa fengið spjaldið fyrir að sveifla hönd sinni. Þetta kom þó af stað áhugaverðum samræðum um nýju áherslum dómara á Íslandi sem hefur verið mikið á milli tannana á fólki. Að dómarar spjaldi leikmenn fyrir kjaftbrúk. „Ég er hrifinn af þessari reglu. Þetta verður flott þegar þetta er orðið stimplað í hausinn á okkur. Þá losnum við við þetta tuð í okkur alltaf. Ég væri samt til í að fá smá tíma til að venjast henni,“ sagði Pálmi og hélt áfram. „Þetta verður helvíti pirrandi þegar hálf Pepsi deildin verður í banni í júli. Þetta er nýtt og hingað til hefur maður alltaf mátt pústa svolítið. Að henda þessu svona fram og vera svona grjótharðir líka er fullmikið. Ég styð þessa reglu en það væri gott að fá smá tíma til að venjast henni,“ sagði Pálmi sem skoraði mark KR í dag.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Handbolti Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Íslenski boltinn Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Fótbolti „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ Körfubolti „Mæti honum með bros á vör“ Körfubolti Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Körfubolti Fleiri fréttir Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Sjá meira