Eyþór segir gagnrýni Dags lýsa hræðslu við lausnir Birgir Olgeirsson skrifar 12. maí 2018 21:18 Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins. visir/ernir „Ég er að benda á að þetta eru ekki bara okkar útfærslur,“ segir Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins, um þá gagnrýni sem Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og oddviti Samfylkingarinnar, setti fram á hugmyndir Sjálfstæðisflokksins um bíllausa byggð í Örfirisey. Eyþór segir marga vera að móta útfærslur á tillögum Sjálfstæðisflokksins um uppbyggingu í Örfirisey. „Og ég held að það komi einhverjar 20 tillögur í næstu viku, frá nemendum í skipulags- og hönnunarfræðum. Það er gaman að margir hafi áhuga á þessu svæði,“ segir Eyþór. Hann segir Sjálfstæðisflokkinn vera að benda tvo valkosti í vesturhluta borgarinnar. Annars vegar í Örfirisey og svo BSÍ-svæðið. „Sem er næstum því jafn stór og Landspítalalóðin og þar eru ekkert nema rútur og ein bensínstöð. Þetta yrði frábær staður fyrir ungt fólk í háskólanum og sem tenging við miðbæinn,“ segir Eyþór. Hann segir gaman að því að Dagur hefði átt hlut í því að koma þessari bensínstöð við BSÍ. „Þarna er bensínstöð í aðflugslínu flugvallarins og olíutankar í miðbæ. Við viljum minni olíu og fleiri íbúa niður í miðbæ,“ segir Eyþór. Hann segist annars vilja þakka Degi fyrir að auglýsa tillögur Sjálfstæðisflokksins. „Og það á líka við friðlýsingu í Elliðárdalnum. Hann var ekki sáttur við að við vildum friðlýsa dalinn. Hann er búinn að gefa vilyrði fyrir þrettán þúsund fermetra atvinnuhúsnæði í dalnum og sagðist hafa friðað dalinn. Það var reyndar tillaga um borgarvernd sem kom árið 2014 og lítið gerst síðan þá,“ segir Eyþór. Dagur sagði á Facebook í dag „lágmarks-innsýn“ í atvinnulíf borgarinnar hefði skotið hugmynd um brú út í Örfirisey á bólakaf. Eyþór segir brúna einfaldlega vera skemmtilega hugmynd og ekki lykilatriði í uppbyggingu íbúða. „Svona brýr eru til í Danmörku og víðar og þær eru einmitt opnanlegar til þess að höfnina fái að vera áfram. Ég þekki höfnina mjög vel og sat í hafnarstjórn og hef starfað í ferðaþjónustunni í mörg ár,“ segir Eyþór og bætir við að lokum: „Þetta lýsir hræðslu við lausnir og það sérstaka í þessu er að húsnæðisvandinn verður til á síðustu átta árum á meðan Dagur var á vakt.“ Kosningar 2018 Tengdar fréttir Borgarstjóri gagnrýnir hugmynd D-lista: „Lágmarks innsýn í atvinnulíf borgarinnar hefði skotið þessari hugmynd á bólakaf“ Dagur B. Eggertsson tjáði sig um hugmynd Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík um bíllausa byggð í Örfirisey á Facebook síðu sinni í dag. 12. maí 2018 14:41 Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
„Ég er að benda á að þetta eru ekki bara okkar útfærslur,“ segir Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins, um þá gagnrýni sem Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og oddviti Samfylkingarinnar, setti fram á hugmyndir Sjálfstæðisflokksins um bíllausa byggð í Örfirisey. Eyþór segir marga vera að móta útfærslur á tillögum Sjálfstæðisflokksins um uppbyggingu í Örfirisey. „Og ég held að það komi einhverjar 20 tillögur í næstu viku, frá nemendum í skipulags- og hönnunarfræðum. Það er gaman að margir hafi áhuga á þessu svæði,“ segir Eyþór. Hann segir Sjálfstæðisflokkinn vera að benda tvo valkosti í vesturhluta borgarinnar. Annars vegar í Örfirisey og svo BSÍ-svæðið. „Sem er næstum því jafn stór og Landspítalalóðin og þar eru ekkert nema rútur og ein bensínstöð. Þetta yrði frábær staður fyrir ungt fólk í háskólanum og sem tenging við miðbæinn,“ segir Eyþór. Hann segir gaman að því að Dagur hefði átt hlut í því að koma þessari bensínstöð við BSÍ. „Þarna er bensínstöð í aðflugslínu flugvallarins og olíutankar í miðbæ. Við viljum minni olíu og fleiri íbúa niður í miðbæ,“ segir Eyþór. Hann segist annars vilja þakka Degi fyrir að auglýsa tillögur Sjálfstæðisflokksins. „Og það á líka við friðlýsingu í Elliðárdalnum. Hann var ekki sáttur við að við vildum friðlýsa dalinn. Hann er búinn að gefa vilyrði fyrir þrettán þúsund fermetra atvinnuhúsnæði í dalnum og sagðist hafa friðað dalinn. Það var reyndar tillaga um borgarvernd sem kom árið 2014 og lítið gerst síðan þá,“ segir Eyþór. Dagur sagði á Facebook í dag „lágmarks-innsýn“ í atvinnulíf borgarinnar hefði skotið hugmynd um brú út í Örfirisey á bólakaf. Eyþór segir brúna einfaldlega vera skemmtilega hugmynd og ekki lykilatriði í uppbyggingu íbúða. „Svona brýr eru til í Danmörku og víðar og þær eru einmitt opnanlegar til þess að höfnina fái að vera áfram. Ég þekki höfnina mjög vel og sat í hafnarstjórn og hef starfað í ferðaþjónustunni í mörg ár,“ segir Eyþór og bætir við að lokum: „Þetta lýsir hræðslu við lausnir og það sérstaka í þessu er að húsnæðisvandinn verður til á síðustu átta árum á meðan Dagur var á vakt.“
Kosningar 2018 Tengdar fréttir Borgarstjóri gagnrýnir hugmynd D-lista: „Lágmarks innsýn í atvinnulíf borgarinnar hefði skotið þessari hugmynd á bólakaf“ Dagur B. Eggertsson tjáði sig um hugmynd Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík um bíllausa byggð í Örfirisey á Facebook síðu sinni í dag. 12. maí 2018 14:41 Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Borgarstjóri gagnrýnir hugmynd D-lista: „Lágmarks innsýn í atvinnulíf borgarinnar hefði skotið þessari hugmynd á bólakaf“ Dagur B. Eggertsson tjáði sig um hugmynd Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík um bíllausa byggð í Örfirisey á Facebook síðu sinni í dag. 12. maí 2018 14:41
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent