Jane Fonda: „Fyrir mér er þetta kraftaverk“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 13. maí 2018 16:22 Jane Fonda er þakklát fyrir hvert einasta ár. Vísir/getty Leikkonan Jane Fonda hélt upp á áttatíu ára afmæli sitt í desember síðastliðnum. Hún er enn í fullu fjöri og er ein tveggja aðalleikkvenna í gamanþáttunum Grace and Frankie sem eru sýndir á streymisveitunni Netflix. Fonda var gestur hjá Ellen Degeneres og ræddi sína sýn á á lífið sem hefur tekið miklum breytingum í gegnum árin. Í dag sé hún mun yfirvegaðri og æðrulausari. Hún finni til aukinni samkenndar með öðrum og getur forgangsraðað betur með þeirri yfirsýn sem hún hefur hlotið með aukinni reynslu og þroska. Hún sagði Ellen frá því að á sínum yngri árum hafi hún talið sér trú um að hún yrði ekki langlíf. Hún virðist hafa búist við hinu versta því hún hélt að hún myndi deyja ung að árum og einmana og ennfremur að áfengisfíkn yrði orsakavaldurinn. „Fyrir mér er þetta kraftaverk,“ segir Fonda. Það sé blessun að fá að lifa svona lengi og að vera enn svona virk í leiklistinni.Þegar hún lítur í baksýnisspegilinn segir hún að það sé ekkert sem jafnist á við þann þroska sem hún hefur tekið út. Henni líður mun betur í eigin skinni í dag heldur en til dæmis þegar hún var á þrítugsaldri. Fonda segist finna fyrir stolti þegar hún hugsi til baka til erfiðistímabila í lífi sínu því hún hafi náð að klóra sig fram úr þeim öllum með farsælum hætti. Að sögn Fonda giftist hún þremur alkóhólistum sem hafi tekið sinn toll. Í janúar tilkynnti Netflix að fimmta þáttaröð Grace and Frankie sé væntanleg á næsta ári. Þá kemur út kvikmynd á þessu ári sem Fonda leikur í sem nefnist Book Club. Í kvikmyndinni leikur Fonda á móti Diane Keaton, Candice Bergen og Mary Steenburgen. Hér að neðan er hægt að horfa á stikluna fyrir Book Club. Heilsa Mest lesið Saga sagði já við Sturlu Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Glænýtt par á glænýju ári Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Lífið Arnarsson mætti rétt fyrir árslok Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lífið Fleiri fréttir Bjarni sveiflaði servíettunni af fögnuði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Sagði barni að halda kjafti „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Angus MacInnes er látinn Pitt og Jolie loksins skilin Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Innblástur fyrir áramótapartýið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Dísella „loksins“ trúlofuð Sjá meira
Leikkonan Jane Fonda hélt upp á áttatíu ára afmæli sitt í desember síðastliðnum. Hún er enn í fullu fjöri og er ein tveggja aðalleikkvenna í gamanþáttunum Grace and Frankie sem eru sýndir á streymisveitunni Netflix. Fonda var gestur hjá Ellen Degeneres og ræddi sína sýn á á lífið sem hefur tekið miklum breytingum í gegnum árin. Í dag sé hún mun yfirvegaðri og æðrulausari. Hún finni til aukinni samkenndar með öðrum og getur forgangsraðað betur með þeirri yfirsýn sem hún hefur hlotið með aukinni reynslu og þroska. Hún sagði Ellen frá því að á sínum yngri árum hafi hún talið sér trú um að hún yrði ekki langlíf. Hún virðist hafa búist við hinu versta því hún hélt að hún myndi deyja ung að árum og einmana og ennfremur að áfengisfíkn yrði orsakavaldurinn. „Fyrir mér er þetta kraftaverk,“ segir Fonda. Það sé blessun að fá að lifa svona lengi og að vera enn svona virk í leiklistinni.Þegar hún lítur í baksýnisspegilinn segir hún að það sé ekkert sem jafnist á við þann þroska sem hún hefur tekið út. Henni líður mun betur í eigin skinni í dag heldur en til dæmis þegar hún var á þrítugsaldri. Fonda segist finna fyrir stolti þegar hún hugsi til baka til erfiðistímabila í lífi sínu því hún hafi náð að klóra sig fram úr þeim öllum með farsælum hætti. Að sögn Fonda giftist hún þremur alkóhólistum sem hafi tekið sinn toll. Í janúar tilkynnti Netflix að fimmta þáttaröð Grace and Frankie sé væntanleg á næsta ári. Þá kemur út kvikmynd á þessu ári sem Fonda leikur í sem nefnist Book Club. Í kvikmyndinni leikur Fonda á móti Diane Keaton, Candice Bergen og Mary Steenburgen. Hér að neðan er hægt að horfa á stikluna fyrir Book Club.
Heilsa Mest lesið Saga sagði já við Sturlu Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Glænýtt par á glænýju ári Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Lífið Arnarsson mætti rétt fyrir árslok Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lífið Fleiri fréttir Bjarni sveiflaði servíettunni af fögnuði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Sagði barni að halda kjafti „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Angus MacInnes er látinn Pitt og Jolie loksins skilin Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Innblástur fyrir áramótapartýið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Dísella „loksins“ trúlofuð Sjá meira