Jane Fonda: „Fyrir mér er þetta kraftaverk“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 13. maí 2018 16:22 Jane Fonda er þakklát fyrir hvert einasta ár. Vísir/getty Leikkonan Jane Fonda hélt upp á áttatíu ára afmæli sitt í desember síðastliðnum. Hún er enn í fullu fjöri og er ein tveggja aðalleikkvenna í gamanþáttunum Grace and Frankie sem eru sýndir á streymisveitunni Netflix. Fonda var gestur hjá Ellen Degeneres og ræddi sína sýn á á lífið sem hefur tekið miklum breytingum í gegnum árin. Í dag sé hún mun yfirvegaðri og æðrulausari. Hún finni til aukinni samkenndar með öðrum og getur forgangsraðað betur með þeirri yfirsýn sem hún hefur hlotið með aukinni reynslu og þroska. Hún sagði Ellen frá því að á sínum yngri árum hafi hún talið sér trú um að hún yrði ekki langlíf. Hún virðist hafa búist við hinu versta því hún hélt að hún myndi deyja ung að árum og einmana og ennfremur að áfengisfíkn yrði orsakavaldurinn. „Fyrir mér er þetta kraftaverk,“ segir Fonda. Það sé blessun að fá að lifa svona lengi og að vera enn svona virk í leiklistinni.Þegar hún lítur í baksýnisspegilinn segir hún að það sé ekkert sem jafnist á við þann þroska sem hún hefur tekið út. Henni líður mun betur í eigin skinni í dag heldur en til dæmis þegar hún var á þrítugsaldri. Fonda segist finna fyrir stolti þegar hún hugsi til baka til erfiðistímabila í lífi sínu því hún hafi náð að klóra sig fram úr þeim öllum með farsælum hætti. Að sögn Fonda giftist hún þremur alkóhólistum sem hafi tekið sinn toll. Í janúar tilkynnti Netflix að fimmta þáttaröð Grace and Frankie sé væntanleg á næsta ári. Þá kemur út kvikmynd á þessu ári sem Fonda leikur í sem nefnist Book Club. Í kvikmyndinni leikur Fonda á móti Diane Keaton, Candice Bergen og Mary Steenburgen. Hér að neðan er hægt að horfa á stikluna fyrir Book Club. Heilsa Mest lesið Heitasta listapar landsins á djamminu Lífið Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Lífið Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Lífið Furðuleg forréttindablinda Gagnrýni Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna Lífið Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ Lífið „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Lífið Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ Lífið Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Bíó og sjónvarp Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can Lífið Fleiri fréttir Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Sjá meira
Leikkonan Jane Fonda hélt upp á áttatíu ára afmæli sitt í desember síðastliðnum. Hún er enn í fullu fjöri og er ein tveggja aðalleikkvenna í gamanþáttunum Grace and Frankie sem eru sýndir á streymisveitunni Netflix. Fonda var gestur hjá Ellen Degeneres og ræddi sína sýn á á lífið sem hefur tekið miklum breytingum í gegnum árin. Í dag sé hún mun yfirvegaðri og æðrulausari. Hún finni til aukinni samkenndar með öðrum og getur forgangsraðað betur með þeirri yfirsýn sem hún hefur hlotið með aukinni reynslu og þroska. Hún sagði Ellen frá því að á sínum yngri árum hafi hún talið sér trú um að hún yrði ekki langlíf. Hún virðist hafa búist við hinu versta því hún hélt að hún myndi deyja ung að árum og einmana og ennfremur að áfengisfíkn yrði orsakavaldurinn. „Fyrir mér er þetta kraftaverk,“ segir Fonda. Það sé blessun að fá að lifa svona lengi og að vera enn svona virk í leiklistinni.Þegar hún lítur í baksýnisspegilinn segir hún að það sé ekkert sem jafnist á við þann þroska sem hún hefur tekið út. Henni líður mun betur í eigin skinni í dag heldur en til dæmis þegar hún var á þrítugsaldri. Fonda segist finna fyrir stolti þegar hún hugsi til baka til erfiðistímabila í lífi sínu því hún hafi náð að klóra sig fram úr þeim öllum með farsælum hætti. Að sögn Fonda giftist hún þremur alkóhólistum sem hafi tekið sinn toll. Í janúar tilkynnti Netflix að fimmta þáttaröð Grace and Frankie sé væntanleg á næsta ári. Þá kemur út kvikmynd á þessu ári sem Fonda leikur í sem nefnist Book Club. Í kvikmyndinni leikur Fonda á móti Diane Keaton, Candice Bergen og Mary Steenburgen. Hér að neðan er hægt að horfa á stikluna fyrir Book Club.
Heilsa Mest lesið Heitasta listapar landsins á djamminu Lífið Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Lífið Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Lífið Furðuleg forréttindablinda Gagnrýni Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna Lífið Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ Lífið „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Lífið Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ Lífið Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Bíó og sjónvarp Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can Lífið Fleiri fréttir Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Sjá meira
Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?”