Umboðsmenn hafa sett út á öryggi innsigla Jóhann Óli Eiðsson skrifar 14. maí 2018 08:00 Til hægri sést innsigli sem losnað hefur frá. Auka innsigli umboðsmanns sjást blá á hinni myndinni. Umboðsmenn framboða hafa gert athugasemdir við öryggi innsigla sem notuð eru á kjörkössum hér á landi. Þeir sem um er að ræða telja hættu á að þau geti losnað af kössum og að hægt sé að eiga við þau á auðveldan hátt. Dómsmálaráðuneytið telur ekki tilefni til breytinga. „Það var tvímælalaust betrumbót þegar byrjað var að nota númeruð innsigli. Gallinn við þau er hins vegar að það er hægt að taka þau af án þess að skilja eftir sig verksummerki. Við sáum það til dæmis í síðustu þingkosningum að innsiglin voru að losna af kössunum,“ segir Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata. Sum framboð hafa brugðist við þessu með því að setja sín eigin innsigli á kjörkassana á sama tíma og þeir eru innsiglaðir af kjörstjórn. Þau innsigli séu rammgerðari og nær ómögulegt að fjarlægja þau af kössunum án þess að lím verði eftir á þeim. Þá sé ekki hægt að setja þau aftur á kassann með góðu móti eftir að átt hefur verið við þau.Hér sést laust innsigli.Áður en Björn var kjörinn á þing hafði hann nokkrum sinnum verið umboðsmaður framboðs í kosningum. Í þeim kosningum segir Björn að hann hafi séð ýmislegt ótrúlegt eiga sér stað. Meðal athugasemda sem hann hefur er að kjörkassarnir séu ekki innsiglaðir fyrr en skipt er um kjörkassa og eldri kassi fjarlægður. „Í kosningunum 2013 komum við inn í kjördeild þar sem kjörkassinn var við það að verða fullur. Þegar við spurðum hvað væri gert ef hann fylltist tók starfsmaður kjörstjórnar sig til, opnaði kassann og tróð atkvæðaseðlunum niður,“ segir Björn. Athugasemdir hafa einnig verið gerðar við hluta kjörkassanna en þeir séu margir komnir til ára sinna. Björn nefnir dæmi af tilviki þar sem botninn féll úr kjörkassanum þegar verið var að skipta um kassa. „Atkvæðin flæddu um allt gólf í kjölfarið. Því var reddað með því að sækja límband, teipa botninn aftur á og setja innsigli yfir límbandið,“ segir Björn. Þá bendir hann einnig á að auðvelt sé að losa skrúfur á kössunum og eiga við atkvæðin. Fréttablaðið beindi fyrirspurn til dómsmálaráðuneytisins um öryggi þeirra innsigla sem nú eru notuð og hvort komið hafi til skoðunar að breyta þeim. Í svarinu segir að kvörtun vegna innsiglanna hafi borist fyrir síðustu kosningar. Í kjölfarið var kannað hjá yfirkjörstjórnum hvort einhver vandamál hafi komið upp. „Fram kom að ekki hefði orðið vart við að innsiglin væru á einhvern hátt ekki í lagi eða þjónuðu ekki sínum tilgangi. Eitt tilvik var þekkt um að innsigli hefði verið illa sett á kassa með utankjörfundaratkvæðum þannig að það var illa strengt yfir kassa en ekki voru tilvik um að innsigli hefðu losnað af kössum eða að unnt væri að taka þau af og setja aftur á með einföldum hætti. ÖSE fylgdist með alþingiskosningunum hér í október síðastliðnum og gerði ekki athugasemdir við innsiglin þó athygli hefði verið vakin á áhyggjum viðmælenda þeirra af innsiglum. Því hefur ekki þótt tilefni til að skipta um innsiglistegund,“ segir í svari ráðuneytisins. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2018 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína Sjá meira
Umboðsmenn framboða hafa gert athugasemdir við öryggi innsigla sem notuð eru á kjörkössum hér á landi. Þeir sem um er að ræða telja hættu á að þau geti losnað af kössum og að hægt sé að eiga við þau á auðveldan hátt. Dómsmálaráðuneytið telur ekki tilefni til breytinga. „Það var tvímælalaust betrumbót þegar byrjað var að nota númeruð innsigli. Gallinn við þau er hins vegar að það er hægt að taka þau af án þess að skilja eftir sig verksummerki. Við sáum það til dæmis í síðustu þingkosningum að innsiglin voru að losna af kössunum,“ segir Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata. Sum framboð hafa brugðist við þessu með því að setja sín eigin innsigli á kjörkassana á sama tíma og þeir eru innsiglaðir af kjörstjórn. Þau innsigli séu rammgerðari og nær ómögulegt að fjarlægja þau af kössunum án þess að lím verði eftir á þeim. Þá sé ekki hægt að setja þau aftur á kassann með góðu móti eftir að átt hefur verið við þau.Hér sést laust innsigli.Áður en Björn var kjörinn á þing hafði hann nokkrum sinnum verið umboðsmaður framboðs í kosningum. Í þeim kosningum segir Björn að hann hafi séð ýmislegt ótrúlegt eiga sér stað. Meðal athugasemda sem hann hefur er að kjörkassarnir séu ekki innsiglaðir fyrr en skipt er um kjörkassa og eldri kassi fjarlægður. „Í kosningunum 2013 komum við inn í kjördeild þar sem kjörkassinn var við það að verða fullur. Þegar við spurðum hvað væri gert ef hann fylltist tók starfsmaður kjörstjórnar sig til, opnaði kassann og tróð atkvæðaseðlunum niður,“ segir Björn. Athugasemdir hafa einnig verið gerðar við hluta kjörkassanna en þeir séu margir komnir til ára sinna. Björn nefnir dæmi af tilviki þar sem botninn féll úr kjörkassanum þegar verið var að skipta um kassa. „Atkvæðin flæddu um allt gólf í kjölfarið. Því var reddað með því að sækja límband, teipa botninn aftur á og setja innsigli yfir límbandið,“ segir Björn. Þá bendir hann einnig á að auðvelt sé að losa skrúfur á kössunum og eiga við atkvæðin. Fréttablaðið beindi fyrirspurn til dómsmálaráðuneytisins um öryggi þeirra innsigla sem nú eru notuð og hvort komið hafi til skoðunar að breyta þeim. Í svarinu segir að kvörtun vegna innsiglanna hafi borist fyrir síðustu kosningar. Í kjölfarið var kannað hjá yfirkjörstjórnum hvort einhver vandamál hafi komið upp. „Fram kom að ekki hefði orðið vart við að innsiglin væru á einhvern hátt ekki í lagi eða þjónuðu ekki sínum tilgangi. Eitt tilvik var þekkt um að innsigli hefði verið illa sett á kassa með utankjörfundaratkvæðum þannig að það var illa strengt yfir kassa en ekki voru tilvik um að innsigli hefðu losnað af kössum eða að unnt væri að taka þau af og setja aftur á með einföldum hætti. ÖSE fylgdist með alþingiskosningunum hér í október síðastliðnum og gerði ekki athugasemdir við innsiglin þó athygli hefði verið vakin á áhyggjum viðmælenda þeirra af innsiglum. Því hefur ekki þótt tilefni til að skipta um innsiglistegund,“ segir í svari ráðuneytisins.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2018 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína Sjá meira