Fótbolti

Þessir koma til greina hjá Argentínu fyrir leikinn gegn Íslandi

Anton Ingi Leifsson skrifar
Messi verður með fyrirliðabandið í Moskvu.
Messi verður með fyrirliðabandið í Moskvu. vísir/getty
Jorge Sampaoli, þjálfari argentínska landsliðsins í knattspyrnu, hefur tilkynnt hvaða 35 leikmenn koma til greina að vera í 23 manna hópnum á HM í sumar.

Mauro Icardi, framherji Inter, er á meðal þeirra sem eru í 35 manna hópnum en hann hefur ekki verið í frystinum hjá landsliðinu og einungis spilað fjóra landsleiki síðan 2013.

Lionel Messi er sjálfsögðu á sínum stað og Paulo Dybala, framherji Juventus, er líklegur til að vera í HM hópnum þrátt fyrir að hafa erfitt uppdráttar hluta af tímabilinu.

Sampaoli þarf þó að minnka hópinn úr 35 leikmönnum niður í 23 áður en fyrsti leikur hefst í Rússlandi. Argentína mætir einmitt Íslandi í fyrsta leiknum á HM og verður spilað þann 16. júní í Moskvu.

Hópurinn verður minnkaður fyrir fjórða júní en hér að neðan má sjá þá 35 leikmenn sem koma til greina.

Hópurinn:

Markverðir: Sergio Romero, Nahuel Guzman, Willy Caballero, Franco Armani.

Varnarmenn: Gabriel Mercado, Nicolás Otamendi, Federico Fazio, Nicolás Tagliafico, Marcos Rojo, Marcos Acuña, Ramiro Funes Mori, Cristian Ansaldi, Eduardo Salvio, Germán Pezzella.

Miðjumenn: Javier Mascherano, Ángel Di María, Ever Banega, Lucas Biglia, Manuel Lanzini, Gio Lo Celso, Ricardo Centurión, Guido Pizarro, Leandro Paredes, Maximiliano Meza, Enzo Pérez, Pablo Pérez, Rodrigo Battaglia.

Sóknarmenn: Lionel Messi, Sergio Agüero, Gonzalo Higuaín, Paulo Dybala, Mauro Icardi Cristian Pavón, Lautaro Martínez y Diego Perotti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×