Handbolti

Tandri Már í úrslit

Anton Ingi Leifsson skrifar
Tandri Már í eldlínunni með íslenska landsliðinu.
Tandri Már í eldlínunni með íslenska landsliðinu. vísir/anton
Tandri Már Konráðsson eru komnir í úrslitinn um danska meistaratitilinn eftir að liðið vann átta marka sigur, 38-30, á GOG í þriðja leik liðanna í undanúrslitunum.

GOG komst yfir í einvíginu en Skjern jafnaði metin í síðasta leik. Það leit ekki vel út í kvöld og var GOG meðal annars þremur mörkum undir í hálfleik.

Skjern tók sig saman í andlitinu í hálfleik og skoraði 24 mörk í síðari hálfleik gegn einungis þrettán mörkum frá gestunum í GOG.

Deildarmeistararnir eru því komnir í úrslitaeinvígið gegn Bjerringbro-Silkeborg en GOG spilar við Aron Kristjánsson og lærisveina í Álaborg um bronsið.

Tandri Már komst ekki á blað en hann stendur vaktina í varnarleiknum. Anders Eggert, hinn stórkostlegi hornamaður skoraði tíu mörk fyrir Skjern.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×