Fá 850 milljónir frá ósjúkratryggðum Sveinn Arnarsson skrifar 17. maí 2018 06:00 Forstjóri Landspítalans segir að síðustu tvö árin hafi fjölgun ferðamanna verið tekin inn í áætlanir Landspítalans. Vísir Fjölgun erlendra einstaklinga hér á landi, bæði ferðamanna og vinnuafls, hefur í för með sér mikið álag á Landspítala háskólasjúkrahús en tekjur LSH af ósjúkratryggðum einstaklingum voru um 870 milljónir í fyrra. Landspítalinn þarf ekki lengur að reiða sig á gjafir frá utanaðkomandi aðilum. Þetta kom fram í máli Páls Matthíassonar, forstjóra LSH, á ársfundi spítalans sem haldinn var í gær. Fjölgun ferðamanna er hlutfallslega meiri en meðal íbúa landsins á næstu árum. Einnig mun fjölga á þessu ári um sex til sjö prósent í hópnum 60-80 ára og eru það einstaklingar sem þurfa á mestri sjúkrahúsþjónustu að halda, sjúkrahúsþjónustu sem er hlutfallslega mjög dýr miðað við aðra aldurshópa.Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans.Vísir/VilhelmFjölgun erlendra ferðamanna og erlends vinnuafls á landinu krefst þess að spítalinn veiti meiri og ítarlegri þjónustu en hann hefur gert. Tekjur Landspítalans af erlendum ferðamönnum voru til að mynda um 875 milljónir króna í fyrra. Þessu fylgir einnig meira álag á starfsmenn. Sjúkrahúsið þarf að taka þessa fjölgun með í reikninginn. „Við höfum gert það síðustu tvö árin að taka inn í áætlun okkar fjölgun ferðamanna. Það fylgir þeim líka öðruvísi aðstoð með ítarlegri leiðbeiningum sem taka meiri tíma. Einnig eru þetta mikið til alvarleg slys og því fylgir einnig álag á gjörgæslu sem er þétt setin fyrir,“ segir Páll. „Einnig má ekki gleyma auknum fjölda erlends starfsfólks sem hingað kemur í uppgangi efnahagslífsins. Þar þarf oft á túlkaþjónustu að halda með annars konar álagi. Því er í mörg horn að líta þegar kemur að þessum tveimur hópum.“ Stærsta ógnin að mati Páls er alþjóðlegur vandi sem sést víða í hinum vestræna heimi. „Spítalar á Vesturlöndum virðast standa frammi fyrir sama vandanum sem er mönnun, þá helst hjúkrunarfræðinga, lífeindafræðinga og sjúkraliða en einnig annarra stétta innan sjúkrahúsa. Á álagsríkum deildum er hætta á kulnun í starfi meiri. LSH sem vinnuveitandi getur bætt það upp með meiri sveigjanleika fyrir starfsfólk og aukinni áherslu á endurmenntun. Við erum að vinna að því að innleiða slíka ferla hjá okkur.“ Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Erlendir túristar skulda Landspítalanum stórfé Viðskiptakröfur Landspítalans vegna ferðamanna án sjúkratryggingar námu minnst 725 milljónum á síðasta ári. Flestir leita til spítalans í júlí og ágúst en innlögnum yfir vetrarmánuðina hefur fjölgað mikið. 11. janúar 2018 06:00 Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira
Fjölgun erlendra einstaklinga hér á landi, bæði ferðamanna og vinnuafls, hefur í för með sér mikið álag á Landspítala háskólasjúkrahús en tekjur LSH af ósjúkratryggðum einstaklingum voru um 870 milljónir í fyrra. Landspítalinn þarf ekki lengur að reiða sig á gjafir frá utanaðkomandi aðilum. Þetta kom fram í máli Páls Matthíassonar, forstjóra LSH, á ársfundi spítalans sem haldinn var í gær. Fjölgun ferðamanna er hlutfallslega meiri en meðal íbúa landsins á næstu árum. Einnig mun fjölga á þessu ári um sex til sjö prósent í hópnum 60-80 ára og eru það einstaklingar sem þurfa á mestri sjúkrahúsþjónustu að halda, sjúkrahúsþjónustu sem er hlutfallslega mjög dýr miðað við aðra aldurshópa.Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans.Vísir/VilhelmFjölgun erlendra ferðamanna og erlends vinnuafls á landinu krefst þess að spítalinn veiti meiri og ítarlegri þjónustu en hann hefur gert. Tekjur Landspítalans af erlendum ferðamönnum voru til að mynda um 875 milljónir króna í fyrra. Þessu fylgir einnig meira álag á starfsmenn. Sjúkrahúsið þarf að taka þessa fjölgun með í reikninginn. „Við höfum gert það síðustu tvö árin að taka inn í áætlun okkar fjölgun ferðamanna. Það fylgir þeim líka öðruvísi aðstoð með ítarlegri leiðbeiningum sem taka meiri tíma. Einnig eru þetta mikið til alvarleg slys og því fylgir einnig álag á gjörgæslu sem er þétt setin fyrir,“ segir Páll. „Einnig má ekki gleyma auknum fjölda erlends starfsfólks sem hingað kemur í uppgangi efnahagslífsins. Þar þarf oft á túlkaþjónustu að halda með annars konar álagi. Því er í mörg horn að líta þegar kemur að þessum tveimur hópum.“ Stærsta ógnin að mati Páls er alþjóðlegur vandi sem sést víða í hinum vestræna heimi. „Spítalar á Vesturlöndum virðast standa frammi fyrir sama vandanum sem er mönnun, þá helst hjúkrunarfræðinga, lífeindafræðinga og sjúkraliða en einnig annarra stétta innan sjúkrahúsa. Á álagsríkum deildum er hætta á kulnun í starfi meiri. LSH sem vinnuveitandi getur bætt það upp með meiri sveigjanleika fyrir starfsfólk og aukinni áherslu á endurmenntun. Við erum að vinna að því að innleiða slíka ferla hjá okkur.“
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Erlendir túristar skulda Landspítalanum stórfé Viðskiptakröfur Landspítalans vegna ferðamanna án sjúkratryggingar námu minnst 725 milljónum á síðasta ári. Flestir leita til spítalans í júlí og ágúst en innlögnum yfir vetrarmánuðina hefur fjölgað mikið. 11. janúar 2018 06:00 Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira
Erlendir túristar skulda Landspítalanum stórfé Viðskiptakröfur Landspítalans vegna ferðamanna án sjúkratryggingar námu minnst 725 milljónum á síðasta ári. Flestir leita til spítalans í júlí og ágúst en innlögnum yfir vetrarmánuðina hefur fjölgað mikið. 11. janúar 2018 06:00