Kenndu argentínskum Rússlandsförum að tala við rússneskar konur Henry Birgir Gunnarsson skrifar 17. maí 2018 10:30 Tapia, sá stærri, er hér með Jorge Sampaoli, landsliðsþjálfara Argentínu. vísir/getty Formaður argentínska knattspyrnusambandsins hefur þurft að biðjast afsökunar út af bæklingi sem sambandið gerði fyrir vegna væntanlegrar Rússlandsferðar. Argentínska knattspyrnusambandið var með námskeið fyrir þá sem eru að fara að vinna á HM. Á það mættu leikmenn, þjálfarar, stjórnarmenn og íþróttafréttamenn. Þar var talað um tungumálið, menninguna og hvernig ætti að tala við rússneskar konur. „Vertu þrifalegur, jákvæður og ekki tala við konur eins og þær séu einhverjir hlutir,“ eru meðal þeirra ráðlegginga sem voru í bæklingnum. „Rússneskar stúlkur veita þrifalegum mönnum athygli sem lykta vel. Þar sem rússneskar konur eru fallegar vilja margir bara sofa hjá þeim. Kannski vilja þær það líka en þetta er samt fólk sem vill að sér sé sýnd athygli og að þeim líði sérstökum.“ Þessi texti er algjörlega ótrúlegur en þarna var textahöfundur rétt að hitna. „Ekki spyrja heimskulegra spurninga um kynlíf. Kynlíf er mikið einkamál hjá Rússum og ekki eitthvað sem maður talar um á opinberum vettvangi,“ skrifar einhver Argentínumaður sem telur sig kunna þetta allt saman. „Rússneskar konur hata leiðinlega menn. Ef þú hefur ekki neitt skemmtilegt til þess að tala um þá nýturðu ekki augnabliksins og konan mun missa áhuga á þér. Mundu að þú ert útlendingur sem getur sagt áhugaverða hluti um þitt land eða hennar. Mundu að það er mikilvægt að leyfa henni að tjá sig líka.“ Eftir ítarlegar útskýringar á mögulegum umræðuefnum fer textahöfundur aftur að tala um hegðun gagnvart rússneskum konum. „Þú hefur þann kost fram yfir rússneska karlmenn að vera útlendingur. Eitthvað nýtt og öðruvísi. Sýndu henni að þú sért með sjálfstraust. Rússneskar konur vilja menn sem taka frumkvæðið. Ef þú hefur ekki sjálfstraust í það þarftu að æfa þig betur í að tala við konur.“ Argentínska sambandið segist vera búið að rannsaka af hverju þessar upplýsingar hafi verið að finna í bæklingnum sem það prentaði. Niðurstaðan er sú að þessar síður hafi verið prentaðar fyrir misskilning og lýsi ekki afstöðu argentínska sambandsins eða forseta þess. Forsetinn, Claudio Tapia, hefur þegar heimsótt rússneska stofnun í Buenos Aires til þess að biðjast formlega afsökunar. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup Sjá meira
Formaður argentínska knattspyrnusambandsins hefur þurft að biðjast afsökunar út af bæklingi sem sambandið gerði fyrir vegna væntanlegrar Rússlandsferðar. Argentínska knattspyrnusambandið var með námskeið fyrir þá sem eru að fara að vinna á HM. Á það mættu leikmenn, þjálfarar, stjórnarmenn og íþróttafréttamenn. Þar var talað um tungumálið, menninguna og hvernig ætti að tala við rússneskar konur. „Vertu þrifalegur, jákvæður og ekki tala við konur eins og þær séu einhverjir hlutir,“ eru meðal þeirra ráðlegginga sem voru í bæklingnum. „Rússneskar stúlkur veita þrifalegum mönnum athygli sem lykta vel. Þar sem rússneskar konur eru fallegar vilja margir bara sofa hjá þeim. Kannski vilja þær það líka en þetta er samt fólk sem vill að sér sé sýnd athygli og að þeim líði sérstökum.“ Þessi texti er algjörlega ótrúlegur en þarna var textahöfundur rétt að hitna. „Ekki spyrja heimskulegra spurninga um kynlíf. Kynlíf er mikið einkamál hjá Rússum og ekki eitthvað sem maður talar um á opinberum vettvangi,“ skrifar einhver Argentínumaður sem telur sig kunna þetta allt saman. „Rússneskar konur hata leiðinlega menn. Ef þú hefur ekki neitt skemmtilegt til þess að tala um þá nýturðu ekki augnabliksins og konan mun missa áhuga á þér. Mundu að þú ert útlendingur sem getur sagt áhugaverða hluti um þitt land eða hennar. Mundu að það er mikilvægt að leyfa henni að tjá sig líka.“ Eftir ítarlegar útskýringar á mögulegum umræðuefnum fer textahöfundur aftur að tala um hegðun gagnvart rússneskum konum. „Þú hefur þann kost fram yfir rússneska karlmenn að vera útlendingur. Eitthvað nýtt og öðruvísi. Sýndu henni að þú sért með sjálfstraust. Rússneskar konur vilja menn sem taka frumkvæðið. Ef þú hefur ekki sjálfstraust í það þarftu að æfa þig betur í að tala við konur.“ Argentínska sambandið segist vera búið að rannsaka af hverju þessar upplýsingar hafi verið að finna í bæklingnum sem það prentaði. Niðurstaðan er sú að þessar síður hafi verið prentaðar fyrir misskilning og lýsi ekki afstöðu argentínska sambandsins eða forseta þess. Forsetinn, Claudio Tapia, hefur þegar heimsótt rússneska stofnun í Buenos Aires til þess að biðjast formlega afsökunar.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup Sjá meira