28 dagar í HM: Rauðu spjöldin eltu Song frændurna Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 17. maí 2018 13:00 Rigobert Song spilaði fyrir Kamerún á árunum 1993-2010. Af átta spjöldum sem leikmenn Kamerún hafa fengið á HM hefur Song fjölskyldan fengið þrjú. vísir/getty Rigobert Song er einn af dáðustu fótboltamönnum í sögu Kamerún. Hann var fyrirliði landsliðsins og þjálfaði í heimalandinu. Hann á samt nokkur óskemmtileg met tengd heimsmeistarakeppninni í fótbolta og ásamt frænda sínum er einn af mestu skúrkum keppninnar. Lokakeppni HM 1994 var haldin í Bandaríkjunum. Þar var mættur hinn 17 ára Rigobert Song á sitt fyrsta heimsmeistaramót. Eftir 2-2 jafntefli gegn Svíum í fyrsta leik mætti Kamerún Brasilíu í Stanford, Kaliforníufylki. Romario hafði komið Brasilíu yfir í fyrri hálfleik og var staðan 1-0 þegar Song fór í allt of seina tæklingu á Bebeto og fékk að líta beint rautt spjald. Þremur mínútum seinna skoraði Marcio Santos og Bebeto bætti við þriðja markinu, Brasilía vann 3-0. Song var svo í banni í þriðja leiknum sem tapaðist 6-1 og Kamerún úr leik með eitt stig úr riðlinum.„Vertu blessaður vinur.“vísir/gettyMeð rauða spjaldinu varð Song yngsti leikmaðurinn sem rekinn hefur verið af velli í sögu HM. Fjórum árum seinna varð Song fyrsti leikmaður í sögu HM sem var rekinn af velli í fleiri en einni lokakeppni. Í þetta skiptið lét Song það vera að fá rautt spjald fyrr en í lokaleik Kamerún í riðlinum gegn Síle. Staðan var þá 1-0 fyrir Síle en Patrick M'Boma jafnaði metin stuttu eftir að Song var rekinn út af. Jafntefli bjargaði Kamerún þó ekki frá botnsæti riðilsins annað árið í röð. Sextán árum seinna var frændi Rigobert, Alex Song, mættur á HM í Brasilíu með Kamerún. Eftir tap gegn Mexíkó í fyrsta leik mætti Kamerún Króatíu. Seint í fyrri hálfleik var eins og allt vit hefði horfið Alex Song og hann sló Mario Mandzukic í bakið og fékk beint rautt spjald. Króatía vann leikinn 4-0 og enn einu sinni datt Kamerún úr keppni á botni riðils síns. FIFA gaf Song þriggja mánaða bann fyrir brotið og leikurinn var hans síðasti fyrir kamerúnska landsliðið því hann lagði landsliðsskóna á hilluna í janúar 2015, aðeins 27 ára að aldri.Vísir telur niður fyrir HM í knattspyrnu sem hefst í Rússlandi þann 14. júní. Íþróttafréttamenn Vísis munu fylgja íslenska landsliðinu eftir hvert fótmál ytra. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir 29 dagar í HM: Varamarkvörðurinn og vítabaninn sem varði Argentínu í úrslit Argentínski markvörðurinn Sergio Goycochea var vanur því að standa í skugganum en þegar hann fékk að stíga úr skugganum á HM árið 1990 þá blómstraði hann svo sannarlega. Hann átti ekki von á að spila á HM en kom heim sem þjóðhetja. 16. maí 2018 12:30 34 dagar í HM: Strákurinn úr Grafarvogi sem þjófstartaði HM-draumi Íslendinga Aron Jóhannsson spilaði fyrstur Íslendinga á heimsmeistaramótinu í fótbolta. 11. maí 2018 11:30 30 dagar í HM: Orustan um Santiago Einn blóðugasti fótboltaleikur allra tíma fór fram í Síle 1962 þar sem einn heimamaður nefbraut meðal annars andstæðing sinn. Dómarinn sem dæmdi leikinn, Englendingurinn Ken Aston, varð síðar sá fyrsti til að láta sér detta í hug að nota gul og rauð spjöld í leikjum. 15. maí 2018 13:30 31 dagur í HM: Skúrkurinn sem varð að hetju í ótrúlegum seinni hálfleik Flestir fótboltamenn hafa lent í því á ferlinum að sinna ekki varnarvinnunni nógu vel eða gera mistök sem leiða til þess að andstæðingurinn skori. Oftast eru stuðningsmennirnir fúlir í smá stund eftir á, kannski nokkra daga, en það svo gleymist og lífið heldur áfram. Það er annað þegar mistökin gerast á stærsta sviðinu. 14. maí 2018 11:00 Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri Íslenski boltinn Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Handbolti Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Körfubolti „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Fótbolti Steini stóryrtur í lok fundar: „We´re gonna fuckin beat you“ Fótbolti Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Fótbolti Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Enski boltinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Körfubolti Fleiri fréttir „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Glórulaus tækling Gylfa Þórs Nálægt því að vera skúrkurinn en stóð uppi sem hetjan Leik lokið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar „Margir með margar afsakanir af hverju þeir mæta ekki á völlinn“ LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Steini stóryrtur í lok fundar: „We´re gonna fuckin beat you“ Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram Lyftu sér upp í annað sætið „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Ekkert mark í grannaslagnum Stefán Ingi allt í öllu í sigri Sandefjord „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Sjá meira
Rigobert Song er einn af dáðustu fótboltamönnum í sögu Kamerún. Hann var fyrirliði landsliðsins og þjálfaði í heimalandinu. Hann á samt nokkur óskemmtileg met tengd heimsmeistarakeppninni í fótbolta og ásamt frænda sínum er einn af mestu skúrkum keppninnar. Lokakeppni HM 1994 var haldin í Bandaríkjunum. Þar var mættur hinn 17 ára Rigobert Song á sitt fyrsta heimsmeistaramót. Eftir 2-2 jafntefli gegn Svíum í fyrsta leik mætti Kamerún Brasilíu í Stanford, Kaliforníufylki. Romario hafði komið Brasilíu yfir í fyrri hálfleik og var staðan 1-0 þegar Song fór í allt of seina tæklingu á Bebeto og fékk að líta beint rautt spjald. Þremur mínútum seinna skoraði Marcio Santos og Bebeto bætti við þriðja markinu, Brasilía vann 3-0. Song var svo í banni í þriðja leiknum sem tapaðist 6-1 og Kamerún úr leik með eitt stig úr riðlinum.„Vertu blessaður vinur.“vísir/gettyMeð rauða spjaldinu varð Song yngsti leikmaðurinn sem rekinn hefur verið af velli í sögu HM. Fjórum árum seinna varð Song fyrsti leikmaður í sögu HM sem var rekinn af velli í fleiri en einni lokakeppni. Í þetta skiptið lét Song það vera að fá rautt spjald fyrr en í lokaleik Kamerún í riðlinum gegn Síle. Staðan var þá 1-0 fyrir Síle en Patrick M'Boma jafnaði metin stuttu eftir að Song var rekinn út af. Jafntefli bjargaði Kamerún þó ekki frá botnsæti riðilsins annað árið í röð. Sextán árum seinna var frændi Rigobert, Alex Song, mættur á HM í Brasilíu með Kamerún. Eftir tap gegn Mexíkó í fyrsta leik mætti Kamerún Króatíu. Seint í fyrri hálfleik var eins og allt vit hefði horfið Alex Song og hann sló Mario Mandzukic í bakið og fékk beint rautt spjald. Króatía vann leikinn 4-0 og enn einu sinni datt Kamerún úr keppni á botni riðils síns. FIFA gaf Song þriggja mánaða bann fyrir brotið og leikurinn var hans síðasti fyrir kamerúnska landsliðið því hann lagði landsliðsskóna á hilluna í janúar 2015, aðeins 27 ára að aldri.Vísir telur niður fyrir HM í knattspyrnu sem hefst í Rússlandi þann 14. júní. Íþróttafréttamenn Vísis munu fylgja íslenska landsliðinu eftir hvert fótmál ytra.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir 29 dagar í HM: Varamarkvörðurinn og vítabaninn sem varði Argentínu í úrslit Argentínski markvörðurinn Sergio Goycochea var vanur því að standa í skugganum en þegar hann fékk að stíga úr skugganum á HM árið 1990 þá blómstraði hann svo sannarlega. Hann átti ekki von á að spila á HM en kom heim sem þjóðhetja. 16. maí 2018 12:30 34 dagar í HM: Strákurinn úr Grafarvogi sem þjófstartaði HM-draumi Íslendinga Aron Jóhannsson spilaði fyrstur Íslendinga á heimsmeistaramótinu í fótbolta. 11. maí 2018 11:30 30 dagar í HM: Orustan um Santiago Einn blóðugasti fótboltaleikur allra tíma fór fram í Síle 1962 þar sem einn heimamaður nefbraut meðal annars andstæðing sinn. Dómarinn sem dæmdi leikinn, Englendingurinn Ken Aston, varð síðar sá fyrsti til að láta sér detta í hug að nota gul og rauð spjöld í leikjum. 15. maí 2018 13:30 31 dagur í HM: Skúrkurinn sem varð að hetju í ótrúlegum seinni hálfleik Flestir fótboltamenn hafa lent í því á ferlinum að sinna ekki varnarvinnunni nógu vel eða gera mistök sem leiða til þess að andstæðingurinn skori. Oftast eru stuðningsmennirnir fúlir í smá stund eftir á, kannski nokkra daga, en það svo gleymist og lífið heldur áfram. Það er annað þegar mistökin gerast á stærsta sviðinu. 14. maí 2018 11:00 Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri Íslenski boltinn Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Handbolti Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Körfubolti „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Fótbolti Steini stóryrtur í lok fundar: „We´re gonna fuckin beat you“ Fótbolti Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Fótbolti Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Enski boltinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Körfubolti Fleiri fréttir „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Glórulaus tækling Gylfa Þórs Nálægt því að vera skúrkurinn en stóð uppi sem hetjan Leik lokið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar „Margir með margar afsakanir af hverju þeir mæta ekki á völlinn“ LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Steini stóryrtur í lok fundar: „We´re gonna fuckin beat you“ Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram Lyftu sér upp í annað sætið „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Ekkert mark í grannaslagnum Stefán Ingi allt í öllu í sigri Sandefjord „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Sjá meira
29 dagar í HM: Varamarkvörðurinn og vítabaninn sem varði Argentínu í úrslit Argentínski markvörðurinn Sergio Goycochea var vanur því að standa í skugganum en þegar hann fékk að stíga úr skugganum á HM árið 1990 þá blómstraði hann svo sannarlega. Hann átti ekki von á að spila á HM en kom heim sem þjóðhetja. 16. maí 2018 12:30
34 dagar í HM: Strákurinn úr Grafarvogi sem þjófstartaði HM-draumi Íslendinga Aron Jóhannsson spilaði fyrstur Íslendinga á heimsmeistaramótinu í fótbolta. 11. maí 2018 11:30
30 dagar í HM: Orustan um Santiago Einn blóðugasti fótboltaleikur allra tíma fór fram í Síle 1962 þar sem einn heimamaður nefbraut meðal annars andstæðing sinn. Dómarinn sem dæmdi leikinn, Englendingurinn Ken Aston, varð síðar sá fyrsti til að láta sér detta í hug að nota gul og rauð spjöld í leikjum. 15. maí 2018 13:30
31 dagur í HM: Skúrkurinn sem varð að hetju í ótrúlegum seinni hálfleik Flestir fótboltamenn hafa lent í því á ferlinum að sinna ekki varnarvinnunni nógu vel eða gera mistök sem leiða til þess að andstæðingurinn skori. Oftast eru stuðningsmennirnir fúlir í smá stund eftir á, kannski nokkra daga, en það svo gleymist og lífið heldur áfram. Það er annað þegar mistökin gerast á stærsta sviðinu. 14. maí 2018 11:00