Ólafía um miðjan hóp eftir fyrsta hringinn í Virginíu Ísak Jasonarson skrifar 17. maí 2018 21:30 Ólafía í Texas fyrr í mánuðinum. vísir/getty Ólafía Þórunn Kristinsdóttir lék í dag fyrsta hringinn á Kingsmill Championship mótinu sem er hluti af LPGA mótaröðinni í golfi. Ólafía lék ágætt golf á River vellinum í Virginíu fylki og kom inn á pari vallarins. Á hringnum fékk Ólafía alls þrjá fugla, einn skolla og einn tvöfaldan skolla og er hún jöfn í 72. sæti af alls 144 keppendum. Efstu kylfingar mótsins eru jafnir á sex höggum undir pari en þeirra á meðal er Jessica Korda sem hefur nú þegar sigrað á einu móti á tímabilinu. Þó eiga nokkrir kylfingar enn eftir að ljúka leik í dag. Kingsmill Championship er fjögurra daga mót sem lýkur á sunnudaginn. Eftir tvo hringi verður skorið niður og komast þá um 70 efstu kylfingarnir áfram. Ólafía Þórunn þarf því að halda vel á spöðunum á föstudaginn þegar annar hringurinn fer fram.Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir lék í dag fyrsta hringinn á Kingsmill Championship mótinu sem er hluti af LPGA mótaröðinni í golfi. Ólafía lék ágætt golf á River vellinum í Virginíu fylki og kom inn á pari vallarins. Á hringnum fékk Ólafía alls þrjá fugla, einn skolla og einn tvöfaldan skolla og er hún jöfn í 72. sæti af alls 144 keppendum. Efstu kylfingar mótsins eru jafnir á sex höggum undir pari en þeirra á meðal er Jessica Korda sem hefur nú þegar sigrað á einu móti á tímabilinu. Þó eiga nokkrir kylfingar enn eftir að ljúka leik í dag. Kingsmill Championship er fjögurra daga mót sem lýkur á sunnudaginn. Eftir tvo hringi verður skorið niður og komast þá um 70 efstu kylfingarnir áfram. Ólafía Þórunn þarf því að halda vel á spöðunum á föstudaginn þegar annar hringurinn fer fram.Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.
Golf Mest lesið Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport Þessi hlutu atkvæði sem Íþróttamaður ársins, lið ársins og þjálfari ársins Sport Þórir Hergeirsson þjálfari ársins Sport Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Enski boltinn Tindastóll upp fyrir Njarðvík Körfubolti Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Körfubolti Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Fótbolti Björg Elín íþróttaeldhugi ársins Sport Karlalið Vals er lið ársins 2024 Sport Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira