Lykilstarfsmaður Vestmannaeyjabæjar ætlar að segja upp ef Elliði verður ekki bæjarstjóri Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. maí 2018 15:34 Elliði Vignisson er í fimmta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Eyjum. Vísir Rut Haraldsdóttir framkvæmdastjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs Vestmannaeyjabæjar, ætlar að segja upp störfum verði Elliði Vignisson ekki áfram bæjarstjóri í Vestmannaeyjum að loknum kosningum.Rut Haraldsdóttir.Töluverð spenna er í Eyjum fyrir kosningarnar 26. maí en Elliði ákvað að vera í 5. sæti lista Sjálfstæðismanna, baráttusæti fyrir hreinum meirihluta. Elliði hefur verið bæjarstjóri frá árinu 2006. Eyjafréttir fengu veður af því að Rut hygðist ekki halda áfram störfum yrðu breytingar á bæjarstjórninni og báru það undir hana. „Ég hef tekið ákvörðun um að hætta ef hann verður ekki áfram bæjarstjóri,“ sagði Rut við Eyjafréttir. Hún hafi kunnað að meta samstarfið við núverandi meirihluta en komi til breytinga lítist henni ekki á nýjar áherslur og breytta stjórnunarhætti sem því geti fylgt. Ákvörðun Rutar hefur vakið töluverða athygli í Eyjum. Bergvin Oddsson, betur þekktur sem Beggi blindi sem verið hefur í framboði fyrir Samfylkinguna í Eyjum, er hneykslaður á ákvörðun Rutar.Bergvin Oddsson, fyrrverandi formaður Blindrafélagsins.vísir/stefánBegga blöskrar „Af hverju ættu kjósendur í eyjum að kjósa eftir því hvort núverandi fjármálastjóri veybæjar Rut Haraldsdóttir ætli að hætta sem fjármálastjóri ef núverandi bæjarstjóri Elliði Vignisson heldur ekki áfram sem bæjarstjóri. Þvílíkur hræðsluáróður,“ segir Beggi. Að hans mati eigi málefni og frambjóðendur að ráða atkvæðum en ekki embættismennirnir.Í könnun Fréttablaðsins í lok apríl fékk Sjálfstæðisflokkurinn rúm 41 prósent, Fyrir Heimaey tæp 32 prósent og Eyjalistinn rúm 25 prósent. Fyrir Heimaey er klofningsframboð út úr Sjálfstæðisflokknum, en Eyjalistinn er sameinað framboð fólks úr Bjartri framtíð, Framsóknarflokki, Samfylkingu, Vinstri hreyfingunni – grænu framboði og óflokksbundnum að auki. Kosið verður um sjö bæjarfulltrúa í Vestmannaeyjum. Kosningar 2018 Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Sjá meira
Rut Haraldsdóttir framkvæmdastjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs Vestmannaeyjabæjar, ætlar að segja upp störfum verði Elliði Vignisson ekki áfram bæjarstjóri í Vestmannaeyjum að loknum kosningum.Rut Haraldsdóttir.Töluverð spenna er í Eyjum fyrir kosningarnar 26. maí en Elliði ákvað að vera í 5. sæti lista Sjálfstæðismanna, baráttusæti fyrir hreinum meirihluta. Elliði hefur verið bæjarstjóri frá árinu 2006. Eyjafréttir fengu veður af því að Rut hygðist ekki halda áfram störfum yrðu breytingar á bæjarstjórninni og báru það undir hana. „Ég hef tekið ákvörðun um að hætta ef hann verður ekki áfram bæjarstjóri,“ sagði Rut við Eyjafréttir. Hún hafi kunnað að meta samstarfið við núverandi meirihluta en komi til breytinga lítist henni ekki á nýjar áherslur og breytta stjórnunarhætti sem því geti fylgt. Ákvörðun Rutar hefur vakið töluverða athygli í Eyjum. Bergvin Oddsson, betur þekktur sem Beggi blindi sem verið hefur í framboði fyrir Samfylkinguna í Eyjum, er hneykslaður á ákvörðun Rutar.Bergvin Oddsson, fyrrverandi formaður Blindrafélagsins.vísir/stefánBegga blöskrar „Af hverju ættu kjósendur í eyjum að kjósa eftir því hvort núverandi fjármálastjóri veybæjar Rut Haraldsdóttir ætli að hætta sem fjármálastjóri ef núverandi bæjarstjóri Elliði Vignisson heldur ekki áfram sem bæjarstjóri. Þvílíkur hræðsluáróður,“ segir Beggi. Að hans mati eigi málefni og frambjóðendur að ráða atkvæðum en ekki embættismennirnir.Í könnun Fréttablaðsins í lok apríl fékk Sjálfstæðisflokkurinn rúm 41 prósent, Fyrir Heimaey tæp 32 prósent og Eyjalistinn rúm 25 prósent. Fyrir Heimaey er klofningsframboð út úr Sjálfstæðisflokknum, en Eyjalistinn er sameinað framboð fólks úr Bjartri framtíð, Framsóknarflokki, Samfylkingu, Vinstri hreyfingunni – grænu framboði og óflokksbundnum að auki. Kosið verður um sjö bæjarfulltrúa í Vestmannaeyjum.
Kosningar 2018 Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Sjá meira