Útlit fyrir sterkari stöðu Pírata Jón Hákon Halldórsson skrifar 18. maí 2018 07:00 Utankjörfundar atkvæðagreiðsla vegna komandi sveitarstjórnarkosninga þann 26. mái næstkomandi hófst í Smáralind á föstudag í síðustu viku. Þar verður hægt að greiða atkvæði allt fram á kjördag. Vísir/ernir Ef fer sem horfir virðast Miðflokkurinn, Píratar og Viðreisn eiga eftir að styrkja stöðu sína sem stjórnmálahreyfingar í næstu sveitarstjórnarkosningum. Þetta sýna kannanir sem Fréttablaðið hefur gert undanfarið. Í sveitarstjórnarkosningunum 2014 buðu Píratar fram lista í Reykjavík, Kópavogi, Hafnarfirði og Reykjanesbæ. Niðurstaðan varð að stjórnmálahreyfingin fékk einn mann kjörinn í sveitarstjórn á öllu landinu. Það var Halldór Auðar Svansson, sem var kjörinn í Reykjavík og tekur þátt í fjögurra flokka meirihlutasamstarfi. Fréttablaðið hefur gert skoðanakannanir í sjö sveitarfélögum að undanförnu. Þær hafa sýnt að Píratar kunna að fá allt að tvo fulltrúa kjörna í Reykjavík, en þar er reyndar verið að fjölga fulltrúum úr 15 í 23. Svo gæti flokkurinn fengið einn kjörinn fulltrúa í Kópavogi, einn í Hafnarfirði og einn á Akureyri. Þá sýndi könnun Fréttablaðsins í Árborg að Áfram Árborg, sameiginlegt framboð Pírata, Viðreisnar og óháðra, fengi einn mann.Grétar Þór EyþórssonVísir/ernirMiðflokkurinn og Viðreisn eru hvort tveggja ný stjórnmálaöfl og buðu ekki fram í sveitarstjórnarkosningunum fyrir fjórum árum. Nýjasta könnun Fréttablaðsins, frá 7. maí, sýnir að líkt og Píratar geti Miðflokkurinn og Viðreisn fengið tvo fulltrúa í Reykjavík, hvor flokkur. Miðflokkurinn fengi að auki fulltrúa kjörna í Hafnarfirði og á Akureyri. Viðreisn gæti náði inn fulltrúa í bæjarstjórn Kópavogs í sameiginlegu framboði með Bjartri framtíð og manni í bæjarstjórn Árborgar í sameiginlegu framboði með Pírötum. Þá sýnir könnun Fréttablaðsins að L-listinn á Akureyri, sem Viðreisn er hluti af, myndi fá tvo fulltrúa. Á fundi Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála og Félags stjórnmálafræðinga í gær ræddi Grétar Þór Eyvindsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri, um niðurstöður skoðanakannana fyrir komandi kosningar. Grétar sagði að þegar horft væri til Reykjavíkur væri staðan sú að meirihlutinn virtist ætla að halda og Sjálfstæðisflokkurinn ekki að ná fram þeim breytingum sem hann hafði vonast til. „Ef eitthvað gæti ógnað stöðu meirihlutans þá væri það hversu margir af minni flokkunum næðu manni inn,“ segir Grétar. Samfylkingin stærst Samfylkingin mælist stærsti stjórnmálaflokkurinn í Reykjavíkurborg í könnun sem Gallup gerði fyrir Viðskiptablaðið dagana 2. til 14. maí. Fylgi flokksins mælist rúmt 31 prósent sem gæfi honum 9 borgarfulltrúa. Sjálfstæðisflokkurinn er með tæp 25 prósent sem myndi skila 7 borgarfulltrúum og Píratar eru enn sterkari en í könnun Fréttablaðsins, með 11,5 prósenta fylgi og myndu fá 3 fulltrúa. VG mælist svo með 6,7 prósent, Viðreisn með 6,6 prósent, Miðflokkurinn með 4,2 prósent og Sósíalistar með 3,8 prósent. Þessir fjórir síðast töldu flokkar myndu fá einn mann kjörinn hver. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2018 Tengdar fréttir Samfylkingin og Píratar gætu myndað tveggja flokka meirihluta í borginni Baráttan milli framboða með minnsta fylgið gæti orðið hörð þar sem nokkur atkvæði til eða frá gætu skipt sköpum. 17. maí 2018 19:45 Afgerandi forysta Samfylkingar Samfylkingin, VG og Píratar gætu myndað meirihluta ef kosið við til borgarstjórnar núna. Samfylkingin er stærsti flokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn næststærstur. 8. maí 2018 05:30 Turnarnir tveir myndu báðir tapa fylgi frá síðustu kosningum Bæði Samfylking og Sjálfstæðisflokkur tapa fylgi í borginni. 9. maí 2018 10:00 Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fleiri fréttir Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Sjá meira
Ef fer sem horfir virðast Miðflokkurinn, Píratar og Viðreisn eiga eftir að styrkja stöðu sína sem stjórnmálahreyfingar í næstu sveitarstjórnarkosningum. Þetta sýna kannanir sem Fréttablaðið hefur gert undanfarið. Í sveitarstjórnarkosningunum 2014 buðu Píratar fram lista í Reykjavík, Kópavogi, Hafnarfirði og Reykjanesbæ. Niðurstaðan varð að stjórnmálahreyfingin fékk einn mann kjörinn í sveitarstjórn á öllu landinu. Það var Halldór Auðar Svansson, sem var kjörinn í Reykjavík og tekur þátt í fjögurra flokka meirihlutasamstarfi. Fréttablaðið hefur gert skoðanakannanir í sjö sveitarfélögum að undanförnu. Þær hafa sýnt að Píratar kunna að fá allt að tvo fulltrúa kjörna í Reykjavík, en þar er reyndar verið að fjölga fulltrúum úr 15 í 23. Svo gæti flokkurinn fengið einn kjörinn fulltrúa í Kópavogi, einn í Hafnarfirði og einn á Akureyri. Þá sýndi könnun Fréttablaðsins í Árborg að Áfram Árborg, sameiginlegt framboð Pírata, Viðreisnar og óháðra, fengi einn mann.Grétar Þór EyþórssonVísir/ernirMiðflokkurinn og Viðreisn eru hvort tveggja ný stjórnmálaöfl og buðu ekki fram í sveitarstjórnarkosningunum fyrir fjórum árum. Nýjasta könnun Fréttablaðsins, frá 7. maí, sýnir að líkt og Píratar geti Miðflokkurinn og Viðreisn fengið tvo fulltrúa í Reykjavík, hvor flokkur. Miðflokkurinn fengi að auki fulltrúa kjörna í Hafnarfirði og á Akureyri. Viðreisn gæti náði inn fulltrúa í bæjarstjórn Kópavogs í sameiginlegu framboði með Bjartri framtíð og manni í bæjarstjórn Árborgar í sameiginlegu framboði með Pírötum. Þá sýnir könnun Fréttablaðsins að L-listinn á Akureyri, sem Viðreisn er hluti af, myndi fá tvo fulltrúa. Á fundi Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála og Félags stjórnmálafræðinga í gær ræddi Grétar Þór Eyvindsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri, um niðurstöður skoðanakannana fyrir komandi kosningar. Grétar sagði að þegar horft væri til Reykjavíkur væri staðan sú að meirihlutinn virtist ætla að halda og Sjálfstæðisflokkurinn ekki að ná fram þeim breytingum sem hann hafði vonast til. „Ef eitthvað gæti ógnað stöðu meirihlutans þá væri það hversu margir af minni flokkunum næðu manni inn,“ segir Grétar. Samfylkingin stærst Samfylkingin mælist stærsti stjórnmálaflokkurinn í Reykjavíkurborg í könnun sem Gallup gerði fyrir Viðskiptablaðið dagana 2. til 14. maí. Fylgi flokksins mælist rúmt 31 prósent sem gæfi honum 9 borgarfulltrúa. Sjálfstæðisflokkurinn er með tæp 25 prósent sem myndi skila 7 borgarfulltrúum og Píratar eru enn sterkari en í könnun Fréttablaðsins, með 11,5 prósenta fylgi og myndu fá 3 fulltrúa. VG mælist svo með 6,7 prósent, Viðreisn með 6,6 prósent, Miðflokkurinn með 4,2 prósent og Sósíalistar með 3,8 prósent. Þessir fjórir síðast töldu flokkar myndu fá einn mann kjörinn hver.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2018 Tengdar fréttir Samfylkingin og Píratar gætu myndað tveggja flokka meirihluta í borginni Baráttan milli framboða með minnsta fylgið gæti orðið hörð þar sem nokkur atkvæði til eða frá gætu skipt sköpum. 17. maí 2018 19:45 Afgerandi forysta Samfylkingar Samfylkingin, VG og Píratar gætu myndað meirihluta ef kosið við til borgarstjórnar núna. Samfylkingin er stærsti flokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn næststærstur. 8. maí 2018 05:30 Turnarnir tveir myndu báðir tapa fylgi frá síðustu kosningum Bæði Samfylking og Sjálfstæðisflokkur tapa fylgi í borginni. 9. maí 2018 10:00 Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fleiri fréttir Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Sjá meira
Samfylkingin og Píratar gætu myndað tveggja flokka meirihluta í borginni Baráttan milli framboða með minnsta fylgið gæti orðið hörð þar sem nokkur atkvæði til eða frá gætu skipt sköpum. 17. maí 2018 19:45
Afgerandi forysta Samfylkingar Samfylkingin, VG og Píratar gætu myndað meirihluta ef kosið við til borgarstjórnar núna. Samfylkingin er stærsti flokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn næststærstur. 8. maí 2018 05:30
Turnarnir tveir myndu báðir tapa fylgi frá síðustu kosningum Bæði Samfylking og Sjálfstæðisflokkur tapa fylgi í borginni. 9. maí 2018 10:00
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda