Bandaríska sjónvarpsstöðin FOX er með réttinn á keppninni og ætlar að gera henni góð skil á íþróttarás sinni og auglýsingaherferðin er fyrir löngu hafin.
Nýjasta auglýsingin er ótrúlega flott og þar koma íslenskir stuðningsmenn við sögu og taka að sjálfsögðu eitt gott Víkingaklapp.
Tæpt er að nokkur Íslendingur hafi leikið í auglýsingunni sjálfri en þetta kemur bara nokkuð vel út á dimmum bar og margir með víkingahjálma.
Þessa flottu auglýsingu má sjá hér að neðan.