Tæpir fjörutíu milljarðar skildir eftir heima Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 18. maí 2018 14:15 Benzema gæti hafa klæðst frönsku landsliðstreyjunni í síððasta skipti vísir/getty Frakkar hafa valið lokahóp sinn fyrir HM en Didier Deschamps, landsliðsþjálfari, valdi sinn 23 manna hóp í gær. Mörg stór nöfn fá ekki að fara með til Rússlands, eins og Anthony Martial og Alexandre Lacazette. Enska blaðið Daily Mail tók saman byrjunarlið sterkra manna sem ekki fá að fara til Rússlands og er virði þess liðs tæpir fjörtíu milljarðar íslenskra króna, eða 280 milljón pund. Varnarmaður Manchester City, Aymeric Laporte, er einn þeirra sem var skilinn eftir. Hann kostaði City 57 milljónir punda í janúar og er dýrasti leikmaður í heimi sem ekki á einn landsleik að baki. Með honum í vörninni eru Mamadou Sakho, Lucas Digne og Mathieu Debuchy sem hefur verið úti í kuldanum hjá Arsenal. Þrefaldur Þýskalandsmeistari Kingsley Coman fékk ekki náðir undir augum Deschamps líkt og Alexandre Lacazette sem endaði tímabilið með Arsenal á fimm mörkum í sex leikjum. Þeir eru á miðjunni með Adrien Rabiot og Dimitri Payet. Þar er líka vængmaður Manchester United, Anthony Martial, sem kostaði 54 milljónir punda. Martial hefur ekki átt sjö dagana sæla í Manchester að undanförnu og hefur ekki skorað né lagt upp síðan í febrúar. Í framlínunni er tvöfaldur Evrópumeistari sem getur bætt þeim þriðja í röð við í lok mánaðarins, framherji Real Madrid Karim Benzema. Það er þó talið að hann fái ekki að fara af HM af pólitískum ástæðum, ekki frammistöðu á fótboltavellinum. Benzema var talinn hafa átt hlut í að kúga fjár út úr liðsfélaganum Mathieu Valbuena, en hefur síðan verið hreinsaður af þeim grun. Þrátt fyrir það mun þetta mál líklegast koma í veg fyrir það að hann muni spila aftur fyrir Frakkland.280 milljón punda lið Daily Mailmynd/daily mail HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Valbuena opnar sig um fjárkúgunarmálið Segir að Karim Benzema hafi brugðist sér með því að vera tengiliður við aðila sem beittu hann fjárkúgun. 27. nóvember 2015 11:00 Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Sport „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Sport Fleiri fréttir Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Sjá meira
Frakkar hafa valið lokahóp sinn fyrir HM en Didier Deschamps, landsliðsþjálfari, valdi sinn 23 manna hóp í gær. Mörg stór nöfn fá ekki að fara með til Rússlands, eins og Anthony Martial og Alexandre Lacazette. Enska blaðið Daily Mail tók saman byrjunarlið sterkra manna sem ekki fá að fara til Rússlands og er virði þess liðs tæpir fjörtíu milljarðar íslenskra króna, eða 280 milljón pund. Varnarmaður Manchester City, Aymeric Laporte, er einn þeirra sem var skilinn eftir. Hann kostaði City 57 milljónir punda í janúar og er dýrasti leikmaður í heimi sem ekki á einn landsleik að baki. Með honum í vörninni eru Mamadou Sakho, Lucas Digne og Mathieu Debuchy sem hefur verið úti í kuldanum hjá Arsenal. Þrefaldur Þýskalandsmeistari Kingsley Coman fékk ekki náðir undir augum Deschamps líkt og Alexandre Lacazette sem endaði tímabilið með Arsenal á fimm mörkum í sex leikjum. Þeir eru á miðjunni með Adrien Rabiot og Dimitri Payet. Þar er líka vængmaður Manchester United, Anthony Martial, sem kostaði 54 milljónir punda. Martial hefur ekki átt sjö dagana sæla í Manchester að undanförnu og hefur ekki skorað né lagt upp síðan í febrúar. Í framlínunni er tvöfaldur Evrópumeistari sem getur bætt þeim þriðja í röð við í lok mánaðarins, framherji Real Madrid Karim Benzema. Það er þó talið að hann fái ekki að fara af HM af pólitískum ástæðum, ekki frammistöðu á fótboltavellinum. Benzema var talinn hafa átt hlut í að kúga fjár út úr liðsfélaganum Mathieu Valbuena, en hefur síðan verið hreinsaður af þeim grun. Þrátt fyrir það mun þetta mál líklegast koma í veg fyrir það að hann muni spila aftur fyrir Frakkland.280 milljón punda lið Daily Mailmynd/daily mail
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Valbuena opnar sig um fjárkúgunarmálið Segir að Karim Benzema hafi brugðist sér með því að vera tengiliður við aðila sem beittu hann fjárkúgun. 27. nóvember 2015 11:00 Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Sport „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Sport Fleiri fréttir Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Sjá meira
Valbuena opnar sig um fjárkúgunarmálið Segir að Karim Benzema hafi brugðist sér með því að vera tengiliður við aðila sem beittu hann fjárkúgun. 27. nóvember 2015 11:00