Íslendingurinn Sigurður Þrastarson gerði sér lítið fyrir og vann fyrsta viðburð dagsins með miklum yfirburðum.
Hægt er að horfa á beina útsendingu frá mótinu hér að neðan.
Opna mótið er eitt af því sem keppendur þurfa að klára til þess að eiga möguleika á því að komast á heimsleikana í Crossfit.
"Velkomin í bakgarðinn minn,“ segir Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir fyrir framan Seljalandsfoss í upphafi nýs þáttar frá Crossfit samtökunum um okkar mögnuðu crossfit stjörnur.
Þeir fimm einstaklingar sem eru stigahæstir eftir sex viðburði sem að keppt er í frá föstudegi fram á sunnudag komast áfram á heimsleikana sem fara fram í ágúst í Bandaríkjunum. Keppt er á nokkrum mismunandi stöðum og keppnin þar sem flestir Íslendingar taka þátt er í Berlín.