Ragnheiður Sara stendur vel eftir fyrsta daginn í Berlín Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifar 18. maí 2018 16:30 Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir. Mynd/Instagram/sarasigmunds Keppni hófst í dag á Europe Regionals. Þar geta keppendur tryggt sér keppnisrétt á heimsleikunum sem fara fram í Bandaríkjunum í ágúst. Katrín Tanja keppir á East Regionals sem hefst einnig í dag en hún keppir í Albany í New York fylki. Fyrsti viðburður Regionals var æfing sem kölluð er þrisvar þrír (e. Triple 3). Þar þurfa keppendur að róa 3.000 metra, 300 sinnum tvöfalt sipp og hlaupa í lokin þrjár mílur sem er rúmlega 4,8 km. Íslendingurinn Árni Björn Kristjánsson byrjaði mjög vel og náði þriðja besta tímanum í sínum riðli. Sigurður Þrastarson, sem keppti í riðli 2, náði forystu þegar kom að hlaupinu og náði að halda því forskoti út í gegn og gerði sér lítið fyrir og vann viðburðinn. Fredrik Aegidius kom inn í þriðja sæti í sama riðli og Björgvin Karl í sjöunda sæti. Góð byrjun á helginni hjá Íslendingunum og þá voru stelpurnar næstar. Sólveig Sigurðardóttir var eina íslenska konan sem var í fyrsta riðlinum í fyrsta viðburði dagsins. Þetta er í fyrsta skipti sem Sólveig keppir á Regionals ein síns liðs en hún keppti árið 2016 með CFXY liðinu sem og á heimsleikunum sama ár. Það er því spennandi að sjá hvað hún gerir í einstaklingskeppninni. Sólveig var önnur til þess að byrja að hlaupa og því ljóst að hún stefndi hátt í þessum viðburði og byrjaði vel í hlaupinu. Hlaupið var frekar jafnt í riðli Sólveigar og greinilegt að stelpurnar voru margar á sama róli. Sólveig náði aftur á móti ekki að halda sama takti í gegnum allt hlaupið og náði 15.sæti í sínum riðli. Í síðari riðlinum hjá konunum mátti sjá kunnugleg andlit. Annie, Ragnheiður Sara, Björk og Þuríður Helga byrjuðu allar vel. Ragnheiður Sara var með þeim fyrstu til þess að klára róðurinn og sippið og byrjaði vel í hlaupinu. Ragnheiður Sara landaði fjórða sætinu í seinni riðlinum og Annie Mist fimmta sætinu. Þuríður Erla Helgadóttir lenti í tíunda sæti en Björk Óðinsdóttir náði ekki að klára innan tímamarkanna. Allar íslensku stelpurnar komu þó til hennar undir lokin og voru duglegar að hvetja hana áfram. Það var hin 19 ára Gabriela Migala frá Póllandi sem vann viðburðinn og riðilinn.Linda reyndist Björgvini erfið Þá var aftur komið að mönnunum en næsti viðburður hjá þeim er Linda. Þar eru endurtekningarnar 10-9-8-7-6-5-4-3-2-1 af réttstöðulyftu, bekkpressu og frívendingu (e. Squat clean). Karlarnir höfðu 17 mínútur til þess að klára þetta. Árni Björn Kristjánsson náði ekki að klára viðburðinn. Fredrik Aegidius lenti í fjórða sæti í sínum riðli og Sigurður Þrastarson í fimmta sæti í sama riðli. Í síðasta riðlinum var Björgvin Karl náði sér ekki á strik og náði ekki að klára innan tímarammans. Hvort það er þreyta eftir langa viðburðinn sem var í morgun eða eitthvað annað að hrjá hann. Stelpurnar tókust næst á við Lindu. Sólveig Sigurðardóttir var í fyrsta riðli en hún náði ekki að klára áður en tíminn rann út sem og Þuríður Erla. Annie og Ragnheiður tóku fljótlega forystuna í sínum riðli en það var Ragnheiður Sara sem að hreinlega rústaði sínum riðli og vann viðburðinn. Annie hafnaði í þriðja sæti og Björk Óðinsdóttir hafnaði í sjöunda sæti. Eftir fyrsta daginn er Sigurður Þrastarson í fjórða sæti, Fredrik Aegidius í því áttunda, Árni Björn Kristjánsson í tíunda sæti og Björgvin Karl Guðmundsson í átjánda sæti. Stelpurnar eru í góðum málum eftir fyrsta daginn. Ragnheiður Sara er í öðru sæti, Annie Mist í fjórða sæti, Björk í því átjánda og Þuríður Erla í nítjánda og Sólveig í 38.sæti. Katrín Tanja hefur keppni á næstu mínútum og má fylgjast með henni keppa hér. CrossFit Tengdar fréttir Bein útsending: Íslendingar byrja vel í Berlín Hægt er að fylgjast með Regionals keppninni í Crossfit sem fer fram í Berlín í beinni hér. 18. maí 2018 11:58 Annie Mist, Katrín Tanja og Björgvin Karl unnu sína flokka Opna mótið er eitt af því sem keppendur þurfa að klára til þess að eiga möguleika á því að komast á heimsleikana í Crossfit. 1. apríl 2018 16:00 Sjáðu nýjan þátt um íslensku crossfit dæturnar: „Norrænu gyðjurnar“ "Velkomin í bakgarðinn minn,“ segir Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir fyrir framan Seljalandsfoss í upphafi nýs þáttar frá Crossfit samtökunum um okkar mögnuðu crossfit stjörnur. 4. apríl 2018 13:00 Íslendingar etja kappi um helgina í Berlín Þeir fimm einstaklingar sem eru stigahæstir eftir sex viðburði sem að keppt er í frá föstudegi fram á sunnudag komast áfram á heimsleikana sem fara fram í ágúst í Bandaríkjunum. Keppt er á nokkrum mismunandi stöðum og keppnin þar sem flestir Íslendingar taka þátt er í Berlín. 17. maí 2018 11:30 Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag Sport Fleiri fréttir Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Í vinnunni þegar hann fékk óvænt gleðitíðindi Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag „Eina leiðin til að lifa af“ Big Ben í kvöld: Þorlákur, Gummi Gumm og Gunni Birgis í beinni Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Slógu Íslandsmet um tæpa sekúndu og Símon á inni fyrir öðru meti Stóð uppi sem sigurvegari á krefjandi ári: „Var búið að vera svo erfitt“ Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Snævar sló tugi meta á árinu: „Ánægður og stoltur af sjálfum mér“ Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Fall á lyfjaprófi reyndist eistnakrabbamein Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Dagskráin: Big Ben og áður United í beinni frá Old Trafford Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sjá meira
Keppni hófst í dag á Europe Regionals. Þar geta keppendur tryggt sér keppnisrétt á heimsleikunum sem fara fram í Bandaríkjunum í ágúst. Katrín Tanja keppir á East Regionals sem hefst einnig í dag en hún keppir í Albany í New York fylki. Fyrsti viðburður Regionals var æfing sem kölluð er þrisvar þrír (e. Triple 3). Þar þurfa keppendur að róa 3.000 metra, 300 sinnum tvöfalt sipp og hlaupa í lokin þrjár mílur sem er rúmlega 4,8 km. Íslendingurinn Árni Björn Kristjánsson byrjaði mjög vel og náði þriðja besta tímanum í sínum riðli. Sigurður Þrastarson, sem keppti í riðli 2, náði forystu þegar kom að hlaupinu og náði að halda því forskoti út í gegn og gerði sér lítið fyrir og vann viðburðinn. Fredrik Aegidius kom inn í þriðja sæti í sama riðli og Björgvin Karl í sjöunda sæti. Góð byrjun á helginni hjá Íslendingunum og þá voru stelpurnar næstar. Sólveig Sigurðardóttir var eina íslenska konan sem var í fyrsta riðlinum í fyrsta viðburði dagsins. Þetta er í fyrsta skipti sem Sólveig keppir á Regionals ein síns liðs en hún keppti árið 2016 með CFXY liðinu sem og á heimsleikunum sama ár. Það er því spennandi að sjá hvað hún gerir í einstaklingskeppninni. Sólveig var önnur til þess að byrja að hlaupa og því ljóst að hún stefndi hátt í þessum viðburði og byrjaði vel í hlaupinu. Hlaupið var frekar jafnt í riðli Sólveigar og greinilegt að stelpurnar voru margar á sama róli. Sólveig náði aftur á móti ekki að halda sama takti í gegnum allt hlaupið og náði 15.sæti í sínum riðli. Í síðari riðlinum hjá konunum mátti sjá kunnugleg andlit. Annie, Ragnheiður Sara, Björk og Þuríður Helga byrjuðu allar vel. Ragnheiður Sara var með þeim fyrstu til þess að klára róðurinn og sippið og byrjaði vel í hlaupinu. Ragnheiður Sara landaði fjórða sætinu í seinni riðlinum og Annie Mist fimmta sætinu. Þuríður Erla Helgadóttir lenti í tíunda sæti en Björk Óðinsdóttir náði ekki að klára innan tímamarkanna. Allar íslensku stelpurnar komu þó til hennar undir lokin og voru duglegar að hvetja hana áfram. Það var hin 19 ára Gabriela Migala frá Póllandi sem vann viðburðinn og riðilinn.Linda reyndist Björgvini erfið Þá var aftur komið að mönnunum en næsti viðburður hjá þeim er Linda. Þar eru endurtekningarnar 10-9-8-7-6-5-4-3-2-1 af réttstöðulyftu, bekkpressu og frívendingu (e. Squat clean). Karlarnir höfðu 17 mínútur til þess að klára þetta. Árni Björn Kristjánsson náði ekki að klára viðburðinn. Fredrik Aegidius lenti í fjórða sæti í sínum riðli og Sigurður Þrastarson í fimmta sæti í sama riðli. Í síðasta riðlinum var Björgvin Karl náði sér ekki á strik og náði ekki að klára innan tímarammans. Hvort það er þreyta eftir langa viðburðinn sem var í morgun eða eitthvað annað að hrjá hann. Stelpurnar tókust næst á við Lindu. Sólveig Sigurðardóttir var í fyrsta riðli en hún náði ekki að klára áður en tíminn rann út sem og Þuríður Erla. Annie og Ragnheiður tóku fljótlega forystuna í sínum riðli en það var Ragnheiður Sara sem að hreinlega rústaði sínum riðli og vann viðburðinn. Annie hafnaði í þriðja sæti og Björk Óðinsdóttir hafnaði í sjöunda sæti. Eftir fyrsta daginn er Sigurður Þrastarson í fjórða sæti, Fredrik Aegidius í því áttunda, Árni Björn Kristjánsson í tíunda sæti og Björgvin Karl Guðmundsson í átjánda sæti. Stelpurnar eru í góðum málum eftir fyrsta daginn. Ragnheiður Sara er í öðru sæti, Annie Mist í fjórða sæti, Björk í því átjánda og Þuríður Erla í nítjánda og Sólveig í 38.sæti. Katrín Tanja hefur keppni á næstu mínútum og má fylgjast með henni keppa hér.
CrossFit Tengdar fréttir Bein útsending: Íslendingar byrja vel í Berlín Hægt er að fylgjast með Regionals keppninni í Crossfit sem fer fram í Berlín í beinni hér. 18. maí 2018 11:58 Annie Mist, Katrín Tanja og Björgvin Karl unnu sína flokka Opna mótið er eitt af því sem keppendur þurfa að klára til þess að eiga möguleika á því að komast á heimsleikana í Crossfit. 1. apríl 2018 16:00 Sjáðu nýjan þátt um íslensku crossfit dæturnar: „Norrænu gyðjurnar“ "Velkomin í bakgarðinn minn,“ segir Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir fyrir framan Seljalandsfoss í upphafi nýs þáttar frá Crossfit samtökunum um okkar mögnuðu crossfit stjörnur. 4. apríl 2018 13:00 Íslendingar etja kappi um helgina í Berlín Þeir fimm einstaklingar sem eru stigahæstir eftir sex viðburði sem að keppt er í frá föstudegi fram á sunnudag komast áfram á heimsleikana sem fara fram í ágúst í Bandaríkjunum. Keppt er á nokkrum mismunandi stöðum og keppnin þar sem flestir Íslendingar taka þátt er í Berlín. 17. maí 2018 11:30 Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag Sport Fleiri fréttir Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Í vinnunni þegar hann fékk óvænt gleðitíðindi Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag „Eina leiðin til að lifa af“ Big Ben í kvöld: Þorlákur, Gummi Gumm og Gunni Birgis í beinni Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Slógu Íslandsmet um tæpa sekúndu og Símon á inni fyrir öðru meti Stóð uppi sem sigurvegari á krefjandi ári: „Var búið að vera svo erfitt“ Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Snævar sló tugi meta á árinu: „Ánægður og stoltur af sjálfum mér“ Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Fall á lyfjaprófi reyndist eistnakrabbamein Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Dagskráin: Big Ben og áður United í beinni frá Old Trafford Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sjá meira
Bein útsending: Íslendingar byrja vel í Berlín Hægt er að fylgjast með Regionals keppninni í Crossfit sem fer fram í Berlín í beinni hér. 18. maí 2018 11:58
Annie Mist, Katrín Tanja og Björgvin Karl unnu sína flokka Opna mótið er eitt af því sem keppendur þurfa að klára til þess að eiga möguleika á því að komast á heimsleikana í Crossfit. 1. apríl 2018 16:00
Sjáðu nýjan þátt um íslensku crossfit dæturnar: „Norrænu gyðjurnar“ "Velkomin í bakgarðinn minn,“ segir Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir fyrir framan Seljalandsfoss í upphafi nýs þáttar frá Crossfit samtökunum um okkar mögnuðu crossfit stjörnur. 4. apríl 2018 13:00
Íslendingar etja kappi um helgina í Berlín Þeir fimm einstaklingar sem eru stigahæstir eftir sex viðburði sem að keppt er í frá föstudegi fram á sunnudag komast áfram á heimsleikana sem fara fram í ágúst í Bandaríkjunum. Keppt er á nokkrum mismunandi stöðum og keppnin þar sem flestir Íslendingar taka þátt er í Berlín. 17. maí 2018 11:30