Rúnar Kristinsson: Ágætt fyrir deildina að við stoppuðum Breiðablik Árni Jóhannsson á Alvogenvellinum skrifar 18. maí 2018 22:15 Rúnar Kristinsson. Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, var sammála blaðamanni þegar hann var spurður að því hvort jafntefli hefði verið sanngjörn niðurstaða, en KR og Breiðablik skildu jöfn, 1-1, í kvöld. „Við viljum alltaf vinna á heimavelli en líklega var þetta sanngjörn niðurstaða. Þetta var opinn og skemmtilegur leikur milli tveggja góðra liða og við vorum að spila við það lið sem líklega er best á þessu augnabliki og vorum nokkuð góðir fannst mér. Við sýndum fólkinu okkar allavega að við viljum hafa fyrir hlutunum og leggja okkur fram, fáum eitt stig út úr þessu og verðum við að sætta okkur við það“. Aðspurður að hvað KR hefði getað gert betur sagði Rúnar: „Við hefðum getað verið smá heppnir, við stjórnuðum leiknum aðeins betur en þeir og vorum meira með boltann en Blikarnir eru bara stórhættulegir og sérstaklega í skyndisóknum og fengu þeir margar slíkar í fyrri hálfleik þegar við vorum orðnir of margir á sóknarhelmingnum. Þeir fengu þá hættulegri skot fyrir vikið þannig að þetta var fram og til baka í allan dag en þetta hefði mátt detta betur fyrir okkur í dag, við áttum fullt af góðum færum. Heilt yfir held ég að þetta hafi verið skemmtilegur leikur og sanngjörn niðurstaða“. Rúnar var að lokum spurður að því hvort fólk í Vesturbænum þyrfti að hafa einhverjar áhyggjur af stigasöfnum KR eftir fjórar umferðir en fimm punktar eru komnir í pokann góða. „Alls ekki, okkur var spáð fimmta sæti og erum við ekkert langt frá því en við viljum meira. Við viljum koma okkur hærra í töflunni en eins og deildin er að spilast þá eru allir að taka stig af öllum og kannski ágætt fyrir deildina að við stöðvuðum Breiðablik svo þeir færu ekki að stinga af. Það er stutt í næstu lið og það er nóg eftir og okkur á eftir að vaxa ásmegin og við höfum trú á því sem við erum að gera og sýndum við það í dag.“ Íslenski boltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Enski boltinn Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Enski boltinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Íslenski boltinn Topplið Juventus missteig sig Fótbolti Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Enski boltinn „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Íslenski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Topplið Juventus missteig sig „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton „Vissi ekki hvernig ég ætti að haga mér“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Mikael Egill opnaði markareikning sinn hjá Genoa Madríd með fullt hús stiga á toppnum Sjálfsmark bjargaði jafntefli í hús fyrir Tottenham Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Giggs yfirgefur Salford og vill snúa aftur í þjálfun Moyes hefur aldrei unnið leik á Anfield Liverpool með fullt hús stiga Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Sonur Zidane skiptir um landslið Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Sjá meira
Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, var sammála blaðamanni þegar hann var spurður að því hvort jafntefli hefði verið sanngjörn niðurstaða, en KR og Breiðablik skildu jöfn, 1-1, í kvöld. „Við viljum alltaf vinna á heimavelli en líklega var þetta sanngjörn niðurstaða. Þetta var opinn og skemmtilegur leikur milli tveggja góðra liða og við vorum að spila við það lið sem líklega er best á þessu augnabliki og vorum nokkuð góðir fannst mér. Við sýndum fólkinu okkar allavega að við viljum hafa fyrir hlutunum og leggja okkur fram, fáum eitt stig út úr þessu og verðum við að sætta okkur við það“. Aðspurður að hvað KR hefði getað gert betur sagði Rúnar: „Við hefðum getað verið smá heppnir, við stjórnuðum leiknum aðeins betur en þeir og vorum meira með boltann en Blikarnir eru bara stórhættulegir og sérstaklega í skyndisóknum og fengu þeir margar slíkar í fyrri hálfleik þegar við vorum orðnir of margir á sóknarhelmingnum. Þeir fengu þá hættulegri skot fyrir vikið þannig að þetta var fram og til baka í allan dag en þetta hefði mátt detta betur fyrir okkur í dag, við áttum fullt af góðum færum. Heilt yfir held ég að þetta hafi verið skemmtilegur leikur og sanngjörn niðurstaða“. Rúnar var að lokum spurður að því hvort fólk í Vesturbænum þyrfti að hafa einhverjar áhyggjur af stigasöfnum KR eftir fjórar umferðir en fimm punktar eru komnir í pokann góða. „Alls ekki, okkur var spáð fimmta sæti og erum við ekkert langt frá því en við viljum meira. Við viljum koma okkur hærra í töflunni en eins og deildin er að spilast þá eru allir að taka stig af öllum og kannski ágætt fyrir deildina að við stöðvuðum Breiðablik svo þeir færu ekki að stinga af. Það er stutt í næstu lið og það er nóg eftir og okkur á eftir að vaxa ásmegin og við höfum trú á því sem við erum að gera og sýndum við það í dag.“
Íslenski boltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Enski boltinn Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Enski boltinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Íslenski boltinn Topplið Juventus missteig sig Fótbolti Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Enski boltinn „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Íslenski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Topplið Juventus missteig sig „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton „Vissi ekki hvernig ég ætti að haga mér“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Mikael Egill opnaði markareikning sinn hjá Genoa Madríd með fullt hús stiga á toppnum Sjálfsmark bjargaði jafntefli í hús fyrir Tottenham Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Giggs yfirgefur Salford og vill snúa aftur í þjálfun Moyes hefur aldrei unnið leik á Anfield Liverpool með fullt hús stiga Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Sonur Zidane skiptir um landslið Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Sjá meira