Keppni frestað og Ólafía þarf að bíða til morguns Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 19. maí 2018 17:13 Ólafía í Texas fyrr í mánuðinum. vísir/getty Ólafía Þórunn Kristinsdóttir þarf að bíða til morguns áður en hún kemst að því hvort hún komist í gegnum niðurskurðinn á Kingsmill mótinu sem er hluti af LPGA mótaröðinni í golfi. Ólafía kláraði sinn annan hring í gærkvöld, en hún var ein af þeim fyrstu til þess að fara af stað í gærmorgun. Eftir frábæra spilamennsku allan hringinn brugðust síðustu tvær holurnar, skolli og tvöfaldur skolli settu skor hennar á parið sem er einu höggi frá niðurskurðarlínunni en hún er eins og er við eitt högg undir parið. Keppni var hætt í gær þegar enn áttu um 60 keppendur eftir að ljúka sínum hring. Svakalegar rigningar hafa verið í Virginíu í dag og eftir að rástíma þessara síðustu kylfinga á öðrum hring hafði verið frestað ítrekað hefur nú verið ákveðið að ekkert golf verði spilað í dag. Hætt hefur verið við fjórða hring mótsins og aðeins 54 holur spilaðar. Síðustu kylfingar annars hrings munu fara af stað um 11:30 að íslenskum tíma á morgun og þriðji og síðasti hringur á að hefjast um 14:30. Ólafía þarf að treysta á það að aðstæðurnar geri kyflingum erfitt fyrir svo niðurskurðarlínan færist á hærra skor og hún fái að spila síðasta hringinn. Útsending frá mótinu á að hefjast klukkan 21:00 annað kvöld á Stöð 2 Sport 4.UPDATE: Unfortunately weather continues to affect us and we cannot play golf today. The @KingsmillLPGA will be reduced to 54 holes. Round 2 will resume tomorrow (Sunday) at 7:30am. We hope to start the final round at 10:30am. — LPGA (@LPGA) May 19, 2018 Golf Mest lesið Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Enski boltinn Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Annað enskt barn heimsmeistari Sport Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Golf Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Fleiri fréttir Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir þarf að bíða til morguns áður en hún kemst að því hvort hún komist í gegnum niðurskurðinn á Kingsmill mótinu sem er hluti af LPGA mótaröðinni í golfi. Ólafía kláraði sinn annan hring í gærkvöld, en hún var ein af þeim fyrstu til þess að fara af stað í gærmorgun. Eftir frábæra spilamennsku allan hringinn brugðust síðustu tvær holurnar, skolli og tvöfaldur skolli settu skor hennar á parið sem er einu höggi frá niðurskurðarlínunni en hún er eins og er við eitt högg undir parið. Keppni var hætt í gær þegar enn áttu um 60 keppendur eftir að ljúka sínum hring. Svakalegar rigningar hafa verið í Virginíu í dag og eftir að rástíma þessara síðustu kylfinga á öðrum hring hafði verið frestað ítrekað hefur nú verið ákveðið að ekkert golf verði spilað í dag. Hætt hefur verið við fjórða hring mótsins og aðeins 54 holur spilaðar. Síðustu kylfingar annars hrings munu fara af stað um 11:30 að íslenskum tíma á morgun og þriðji og síðasti hringur á að hefjast um 14:30. Ólafía þarf að treysta á það að aðstæðurnar geri kyflingum erfitt fyrir svo niðurskurðarlínan færist á hærra skor og hún fái að spila síðasta hringinn. Útsending frá mótinu á að hefjast klukkan 21:00 annað kvöld á Stöð 2 Sport 4.UPDATE: Unfortunately weather continues to affect us and we cannot play golf today. The @KingsmillLPGA will be reduced to 54 holes. Round 2 will resume tomorrow (Sunday) at 7:30am. We hope to start the final round at 10:30am. — LPGA (@LPGA) May 19, 2018
Golf Mest lesið Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Enski boltinn Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Annað enskt barn heimsmeistari Sport Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Golf Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Fleiri fréttir Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira