Mueller sagður hafa hótað Trump með stefnu Kjartan Kjartansson skrifar 2. maí 2018 07:40 Sitji saksóknarar og lögmenn Trump við sinn keip gæti spurningin um hvort að hægt sé að stefna forsetanum náð alla leið fyrir Hæstarétt Bandaríkjanna. Vísir/AFP Lögmenn Donalds Trump Bandaríkjaforseta fullyrtu að honum bæri engin skylda til að ræða við saksóknara á vegum Roberts Mueller, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, á fundi þeirra í mars. Mueller á þá að hafa hótað því að stefna forsetanum til að bera vitni fyrir ákærudómstól ef hann neitaði að gefa skýrslu.Washington Post segir að fundurinn, sem fór fram 5. mars, hafi einkennst af mikilli spennu. Þetta hafi verið í fyrsta skipti sem möguleg stefna hafi verið nefnd á nafn. Þáverandi lögmaður Trump hafi brugðist illa við hótun Mueller um stefnu. „Þetta er ekki einhver leikur. Þú ert að rugla í störfum forseta Bandaríkjanna,“ er John Dowd, þáverandi aðallögmaður Trump, sagður hafa svarað Mueller. Hann hætti rúmri viku eftir fundinn. Í kjölfar fundarins eru saksóknarar Mueller sagðir hafa fallist á að láta lögmenn forsetans fá nánari upplýsingar um hvað þeir vildu ræða við Trump um. Út frá þeim upplýsingum hafi annar lögmaður Trump, Jay Sekulow, tekið saman lista um 49 spurninga sem hann taldi að saksóknararnir vildu spyrja Trump að. Mueller rannsakar mögulegt samráð forsetaframboðs Trump við rússnesk stjórnvöld í aðdraganda kosninganna árið 2016 og hvort að forsetinn hafi gerst sekur um að reyna að hindra framgang réttvísinnar.Lögmaður Nixon gefur í skyn að lekinn hafi komið frá Trump New York Times sagði frá spurningalistanum á mánudag. Á honum er fjöldi spurninga sem virðist varða hvort að Trump hafi gerst sekur um að reyna að hindra framgang rannsóknarinnar með því að reka James Comey, þáverandi forseta alríkislögreglunnar FBI, en einnig um samskipti ráðgjafa hans við Rússa. Trump fordæmdi lekann á spurningunum í tísti í gær og sagði hann skammarlegan. John Dean, sem var lögmaður Richard Nixon þegar hann var Bandaríkjaforseti, gerði að því skóna að fulltrúar Trump hafi sjálfir lekið spurningalistanum. Hafi sú verið raunin gætu þeir hafa gerst sekir um að reyna að hindra framgang réttvísinnar. Tilgangurinn með lekanum gæti til dæmis verið að vara önnur vitni við hvers þau geti vænst frá Mueller. Deilt hefur verið um hvort að hægt sé að stefna Bandaríkjaforseta til að bera vitni. Dowd hélt þeirri kenningu hátt á lofti að forsetinn gæti aldrei gerst sekur um að hindra framgang réttvísinnar með því að reka embættismenn vegna þess að hann hefði óskorðað vald til að reka þá. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Spurningalisti sérstaks saksóknara birtur - vill leggja á fimmta tug spurninga fyrir Trump Robert Mueller, sérstakur saksóknari í málum tengdum meintum afskiptum Rússa af síðustu forsetakosningum vestanhafs, vill leggja á fimmta tug spurninga fyrir Donald Trump forseta og hefur spurningalistanum verið lekið til dagblaðsins New York Times. 1. maí 2018 11:28 Trump allt annað en sáttur vegna spurningalekans Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að það sé "til skammar“ að listi yfir spurningar sem Robert Mueller, sérstakur saksóknari, vill spyrja forsetann að hafi verið lekið í fjölmiðla. 1. maí 2018 17:37 Mest lesið „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Fleiri fréttir Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Sjá meira
Lögmenn Donalds Trump Bandaríkjaforseta fullyrtu að honum bæri engin skylda til að ræða við saksóknara á vegum Roberts Mueller, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, á fundi þeirra í mars. Mueller á þá að hafa hótað því að stefna forsetanum til að bera vitni fyrir ákærudómstól ef hann neitaði að gefa skýrslu.Washington Post segir að fundurinn, sem fór fram 5. mars, hafi einkennst af mikilli spennu. Þetta hafi verið í fyrsta skipti sem möguleg stefna hafi verið nefnd á nafn. Þáverandi lögmaður Trump hafi brugðist illa við hótun Mueller um stefnu. „Þetta er ekki einhver leikur. Þú ert að rugla í störfum forseta Bandaríkjanna,“ er John Dowd, þáverandi aðallögmaður Trump, sagður hafa svarað Mueller. Hann hætti rúmri viku eftir fundinn. Í kjölfar fundarins eru saksóknarar Mueller sagðir hafa fallist á að láta lögmenn forsetans fá nánari upplýsingar um hvað þeir vildu ræða við Trump um. Út frá þeim upplýsingum hafi annar lögmaður Trump, Jay Sekulow, tekið saman lista um 49 spurninga sem hann taldi að saksóknararnir vildu spyrja Trump að. Mueller rannsakar mögulegt samráð forsetaframboðs Trump við rússnesk stjórnvöld í aðdraganda kosninganna árið 2016 og hvort að forsetinn hafi gerst sekur um að reyna að hindra framgang réttvísinnar.Lögmaður Nixon gefur í skyn að lekinn hafi komið frá Trump New York Times sagði frá spurningalistanum á mánudag. Á honum er fjöldi spurninga sem virðist varða hvort að Trump hafi gerst sekur um að reyna að hindra framgang rannsóknarinnar með því að reka James Comey, þáverandi forseta alríkislögreglunnar FBI, en einnig um samskipti ráðgjafa hans við Rússa. Trump fordæmdi lekann á spurningunum í tísti í gær og sagði hann skammarlegan. John Dean, sem var lögmaður Richard Nixon þegar hann var Bandaríkjaforseti, gerði að því skóna að fulltrúar Trump hafi sjálfir lekið spurningalistanum. Hafi sú verið raunin gætu þeir hafa gerst sekir um að reyna að hindra framgang réttvísinnar. Tilgangurinn með lekanum gæti til dæmis verið að vara önnur vitni við hvers þau geti vænst frá Mueller. Deilt hefur verið um hvort að hægt sé að stefna Bandaríkjaforseta til að bera vitni. Dowd hélt þeirri kenningu hátt á lofti að forsetinn gæti aldrei gerst sekur um að hindra framgang réttvísinnar með því að reka embættismenn vegna þess að hann hefði óskorðað vald til að reka þá.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Spurningalisti sérstaks saksóknara birtur - vill leggja á fimmta tug spurninga fyrir Trump Robert Mueller, sérstakur saksóknari í málum tengdum meintum afskiptum Rússa af síðustu forsetakosningum vestanhafs, vill leggja á fimmta tug spurninga fyrir Donald Trump forseta og hefur spurningalistanum verið lekið til dagblaðsins New York Times. 1. maí 2018 11:28 Trump allt annað en sáttur vegna spurningalekans Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að það sé "til skammar“ að listi yfir spurningar sem Robert Mueller, sérstakur saksóknari, vill spyrja forsetann að hafi verið lekið í fjölmiðla. 1. maí 2018 17:37 Mest lesið „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Fleiri fréttir Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Sjá meira
Spurningalisti sérstaks saksóknara birtur - vill leggja á fimmta tug spurninga fyrir Trump Robert Mueller, sérstakur saksóknari í málum tengdum meintum afskiptum Rússa af síðustu forsetakosningum vestanhafs, vill leggja á fimmta tug spurninga fyrir Donald Trump forseta og hefur spurningalistanum verið lekið til dagblaðsins New York Times. 1. maí 2018 11:28
Trump allt annað en sáttur vegna spurningalekans Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að það sé "til skammar“ að listi yfir spurningar sem Robert Mueller, sérstakur saksóknari, vill spyrja forsetann að hafi verið lekið í fjölmiðla. 1. maí 2018 17:37