Lovísa og Sandra í Val │Íris Björk tekur fram skóna Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 2. maí 2018 12:30 Íris Ásta, Alina, Íris Björk, Lovísa og Sandra við undirskriftina í dag. vísir/henry Silfurlið Vals, sem tapaði úrslitaeinvígi Olís deildar kvenna gegn Fram á dögunum, kynnti í dag um komu fjögurra nýrra leikmanna á Hlíðarenda fyrir næsta tímabil. Þær Lovísa Thompson, Sandra Erlingsdóttir og Íris Björk Símonardóttir munu allar klæðast rauðu Valstreyjunni næsta vetur. Lovísa kemur frá Gróttu sem féll úr Olís deildinni í vor og Sandra kemur úr ÍBV. Þær eru báðar í U20 ára landsliði Íslands og keppa í lokakeppni HM í Ungverjalandi næsta sumar. Bæði Lovísa og Sandra léku 18 leiki fyrir sín félagslið í Olís deildinni í vetur, Lovísa setti í þeim 100 mörk og Sandra 122. Íris Björk Símonardóttir er fyrrverandi landsliðsmarkvörður og mun hún taka handboltaskóna af hillunni til þess að verja mark Valsmanna. Hún á að baki 69 A-landsleiki fyrir Ísland. Íris lék síðast fyrir Gróttu en hún lagði skóna á hilluna eftir að hafa orðið Íslandsmeistari með félaginu 2016. Þá framlengdi Íris Ásta Pétursdóttir samning sinn við Val en hún hefur þrisvar orðið Íslandsmeistari með félaginu og var valin besti hægri hornamaður tímabilsins vorið 2016. Íris á að baki 8 landsleiki fyrir Ísland. Íris spilaði ekkert á nýliðnu tímabili vegna barneigna. Alina Molkova, eistlenskur landsliðsmaður fædd 1997, er einnig komin til liðs við Val en hún hefur spilað síðustu tvö tímabil með Víking. Allar fimm skrifuðu undir tveggja ára samning við deildarmeistarana. Díana Satkauskaite og Lína Melvik Rypdal snúa báðar heim til sinna heimalanda eftir þetta tímabil og þá fer Ólöf Kristín Þorsteinsdóttir til Slóvakíu í nám. Olís-deild kvenna Mest lesið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn „Svona er úrslitakeppnin“ Handbolti ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Handbolti „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Körfubolti Dramatík í Manchester Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Handbolti Fleiri fréttir „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Sjá meira
Silfurlið Vals, sem tapaði úrslitaeinvígi Olís deildar kvenna gegn Fram á dögunum, kynnti í dag um komu fjögurra nýrra leikmanna á Hlíðarenda fyrir næsta tímabil. Þær Lovísa Thompson, Sandra Erlingsdóttir og Íris Björk Símonardóttir munu allar klæðast rauðu Valstreyjunni næsta vetur. Lovísa kemur frá Gróttu sem féll úr Olís deildinni í vor og Sandra kemur úr ÍBV. Þær eru báðar í U20 ára landsliði Íslands og keppa í lokakeppni HM í Ungverjalandi næsta sumar. Bæði Lovísa og Sandra léku 18 leiki fyrir sín félagslið í Olís deildinni í vetur, Lovísa setti í þeim 100 mörk og Sandra 122. Íris Björk Símonardóttir er fyrrverandi landsliðsmarkvörður og mun hún taka handboltaskóna af hillunni til þess að verja mark Valsmanna. Hún á að baki 69 A-landsleiki fyrir Ísland. Íris lék síðast fyrir Gróttu en hún lagði skóna á hilluna eftir að hafa orðið Íslandsmeistari með félaginu 2016. Þá framlengdi Íris Ásta Pétursdóttir samning sinn við Val en hún hefur þrisvar orðið Íslandsmeistari með félaginu og var valin besti hægri hornamaður tímabilsins vorið 2016. Íris á að baki 8 landsleiki fyrir Ísland. Íris spilaði ekkert á nýliðnu tímabili vegna barneigna. Alina Molkova, eistlenskur landsliðsmaður fædd 1997, er einnig komin til liðs við Val en hún hefur spilað síðustu tvö tímabil með Víking. Allar fimm skrifuðu undir tveggja ára samning við deildarmeistarana. Díana Satkauskaite og Lína Melvik Rypdal snúa báðar heim til sinna heimalanda eftir þetta tímabil og þá fer Ólöf Kristín Þorsteinsdóttir til Slóvakíu í nám.
Olís-deild kvenna Mest lesið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn „Svona er úrslitakeppnin“ Handbolti ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Handbolti „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Körfubolti Dramatík í Manchester Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Handbolti Fleiri fréttir „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Sjá meira