Toppbaráttan verður jafnari Hjörvar Ólafsson skrifar 3. maí 2018 10:30 Pepsi-deild kvenna í knattspyrnu rúllar af stað í kvöld með stórleik Stjörnunnar og Breiðabliks á Samsung-vellinum í Garðabænum. Íþróttadeild Fréttablaðsins spáði í spilin fyrir komandi sumar og fékk Vöndu Sigurgeirsdóttur, fyrrverandi knattspyrnuþjálfara, til þess að velta fyrir sér hvernig deildin spilast á komandi leiktíð. „Þór/KA mun verja titilinn held ég og þar skiptir mestu máli að þær halda Stephany Mayor sem gerði gæfumuninn í fjölmörgum leikjum síðasta sumar. Mayor verður í lykilhlutverki í titilvörn Þórs/KA og það er sterkt fyrir norðankonur að hafa endurheimt Örnu Sif Ásgrímsdóttur í vörnina. Svo hef ég líka tröllatrú á Donna [Halldór Jón Sigurðsson, þjálfari Þórs/KA],“ sagði Vanda um toppbaráttu deildarinnar. „Ég held hins vegar að toppbaráttan verði jafnari og meira spennandi en á síðustu leiktíð. Stjarnan hefur til að mynda endurheimt Ásgerði Stefaníu Baldursdóttur og Harpa Þorsteinsdóttir er í betra formi en í fyrra. Þá hefur Valur styrkt sig með Hallberu Gísladóttur og fleiri leikmönnum. Breiðablik er svo óskrifað blað, en liðið bætti við sig fjölmörgum ungum og efnilegum leikmönnum í vetur og spurning hvort þær verði nógu sterkar til þess að gera atlögu að titlinum,“ sagði Vanda um þau lið sem munu berjast við Þór/KA um Íslandsmeistaratitilinn. „Mér finnst FH líka hafa spilað vel á undirbúningstímabilinu í vetur og FH-ingar gætu blandað sér í toppbaráttuna og í það minnsta kroppað stig af toppliðunum. Selfoss hefur svo verið að styrkja sig undanfarið með erlendum leikmönnum og það verður gaman að sjá hversu öflugir leikmenn það eru. ÍBV mun svo að öllum líkindum styrkja leikmannahóp sinn á næstu dögum, sagði Vanda sem telur að þessi þrjú lið muni sigla lygnan sjó um miðja deild. „KR, Grindavík og HK/Víkingur munu svo berjast um það að forðast fall úr deildinni. Ég held hins vegar að munurinn á bestu liðum deildarinnar og þeim sem verða í fallbaráttu sé að minnka þannig að þessi lið munu reyta stig af þeim liðum sem ég hef nefnt hér að framan,“ sagði Vanda um fallbaráttu deildarinnar. „Ég held að deildin verði jöfn, spennandi og umfram allt mjög skemmtileg í sumar. Liðin eru flest töluvert sterkari en á síðasta keppnistímabili og margar ungar og vel þjálfaðar stelpur að koma fram á sjónarsviðið. Þjálfun hefur batnað mikið undanfarin ár í kvennaknattspyrnunni bæði í yngri flokkum og í meistaraflokki. Það eru fleiri stelpur sem eru tæknilega góðar og taktískt klókar. Það er mikið tilhlökkunarefni að deildin sé loksins að fara af stað,“ sagði Vanda sem var augljóslega spennt fyrir knattspyrnusumrinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Fótbolti Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Fótbolti Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Fleiri fréttir Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Sjá meira
Pepsi-deild kvenna í knattspyrnu rúllar af stað í kvöld með stórleik Stjörnunnar og Breiðabliks á Samsung-vellinum í Garðabænum. Íþróttadeild Fréttablaðsins spáði í spilin fyrir komandi sumar og fékk Vöndu Sigurgeirsdóttur, fyrrverandi knattspyrnuþjálfara, til þess að velta fyrir sér hvernig deildin spilast á komandi leiktíð. „Þór/KA mun verja titilinn held ég og þar skiptir mestu máli að þær halda Stephany Mayor sem gerði gæfumuninn í fjölmörgum leikjum síðasta sumar. Mayor verður í lykilhlutverki í titilvörn Þórs/KA og það er sterkt fyrir norðankonur að hafa endurheimt Örnu Sif Ásgrímsdóttur í vörnina. Svo hef ég líka tröllatrú á Donna [Halldór Jón Sigurðsson, þjálfari Þórs/KA],“ sagði Vanda um toppbaráttu deildarinnar. „Ég held hins vegar að toppbaráttan verði jafnari og meira spennandi en á síðustu leiktíð. Stjarnan hefur til að mynda endurheimt Ásgerði Stefaníu Baldursdóttur og Harpa Þorsteinsdóttir er í betra formi en í fyrra. Þá hefur Valur styrkt sig með Hallberu Gísladóttur og fleiri leikmönnum. Breiðablik er svo óskrifað blað, en liðið bætti við sig fjölmörgum ungum og efnilegum leikmönnum í vetur og spurning hvort þær verði nógu sterkar til þess að gera atlögu að titlinum,“ sagði Vanda um þau lið sem munu berjast við Þór/KA um Íslandsmeistaratitilinn. „Mér finnst FH líka hafa spilað vel á undirbúningstímabilinu í vetur og FH-ingar gætu blandað sér í toppbaráttuna og í það minnsta kroppað stig af toppliðunum. Selfoss hefur svo verið að styrkja sig undanfarið með erlendum leikmönnum og það verður gaman að sjá hversu öflugir leikmenn það eru. ÍBV mun svo að öllum líkindum styrkja leikmannahóp sinn á næstu dögum, sagði Vanda sem telur að þessi þrjú lið muni sigla lygnan sjó um miðja deild. „KR, Grindavík og HK/Víkingur munu svo berjast um það að forðast fall úr deildinni. Ég held hins vegar að munurinn á bestu liðum deildarinnar og þeim sem verða í fallbaráttu sé að minnka þannig að þessi lið munu reyta stig af þeim liðum sem ég hef nefnt hér að framan,“ sagði Vanda um fallbaráttu deildarinnar. „Ég held að deildin verði jöfn, spennandi og umfram allt mjög skemmtileg í sumar. Liðin eru flest töluvert sterkari en á síðasta keppnistímabili og margar ungar og vel þjálfaðar stelpur að koma fram á sjónarsviðið. Þjálfun hefur batnað mikið undanfarin ár í kvennaknattspyrnunni bæði í yngri flokkum og í meistaraflokki. Það eru fleiri stelpur sem eru tæknilega góðar og taktískt klókar. Það er mikið tilhlökkunarefni að deildin sé loksins að fara af stað,“ sagði Vanda sem var augljóslega spennt fyrir knattspyrnusumrinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Fótbolti Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Fótbolti Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Fleiri fréttir Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Sjá meira