Tengdadóttirin þakkar óumskorna kærastann Garðar Örn Úlfarsson skrifar 3. maí 2018 08:00 Valgeir Sigurðsson með Kristjáni syni sínum sem fæddist í Flórída fyrir 35 árum. „Þetta er bara svo ósvífið,“ segir Valgeir Sigurðsson athafnamaður sem fann fyrir miklum þrýstingi læknaliðs í Flórída á að sonur hans sem þar fæddist yrði umskorinn. „Fyrir 35 árum fæddist mér sonur í Flórída. Á spítalanum var ég spurður hvort það ætti ekki að umskera hann og ég sagði nei. Læknirinn gekk hart fram og það var í þrígang sem ég varð að segja nei, það á ekki að umskera hann,“ lýsir Valgeir sem kveðst vilja leggja sína frásögn inn í umræðuna um bann við umskurði drengja. Á þeim tíma sem drengurinn kom í heiminn bjó Valgeir í Lúxemborg. Hann var þá þekktur fyrir bar sinn Cockpit Inn og framleiðslu á íslensku brennivíni undir vörumerkinu Black Death. „Þarna í Ameríku þarf maður náttúrlega að borga reikninginn. Þegar hann kom var búið að strika út á honum 150 dollara sem kostaði að umskera. Ég losnaði sem sagt þarna við að borga 150 dollara með því að neita að strákurinn yrði umskorinn,“ segir Valgeir og sér síður en svo eftir ákvörðuninni. „Síðan þá hefur sonur minn verið mér mjög þakklátur fyrir að hafa ekki látið umskera hann. Og ég var dálítið hissa á því að meira að segja kærasta hans þakkaði mér fyrir það líka – bara upp úr þurru,“ segir Valgeir sem býr nú á Siglufirði en sonur hans og tengdadóttir hins vegar í Pensacola í Flórída. Frumvarp Silju Daggar Gunnarsdóttur og átta annarra þingmanna um bann við umskurði á Íslandi nema af læknisfræðilegri nauðsyn hefur vakið mikla athygli út fyrir landsteinana og hér innanlands. Frumvarpið verður vísast ekki afgreitt fyrir sumarhlé á Alþingi heldur vísað frá allsherjarnefnd þingsins til ríkisstjórnarinnar. Valgeir segir að halda þurfi málinu á lofti. „Þessi kjarklausa ríkisstjórn kemur varla til með að gera nokkurn skapaðan hlut. Mér finnst þetta bara hræðilegt. Ég tala nú ekki um þegar maður heyrði í biskupnum – þá fannst manni nú alveg öll sund lokuð,“ segir Valgeir. Þarna vísar Valgeir til þess að Agnes M. Sigurðardóttir, biskup þjóðkirkjunnar, hefur sent Alþingi neikvæða umsögn um hugsanlegt umskurðarbann. Það gerir Agnes á þeim forsendum að bann myndi skapa hættu á því að gera íslam og gyðingdóm að glæpsamlegum trúarbrögðum hérlendis. Meðal þeirra sem lýsa ánægju með umskurðarbannið eru rúmlega 400 íslenskir læknar sem segja umskurð drengja ganga gegn Genfaryfirlýsingu lækna. Birtist í Fréttablaðinu Umskurðsfrumvarp Tengdar fréttir Á fimmta hundrað íslenskra lækna fagna umskurðarfrumvarpi Hafa margir neitað að taka þátt í verknaðinum samvisku sinnar vegna, við mismikinn skilning. 21. febrúar 2018 13:20 Talsmaður kaþólsku kirkjunnar á Íslandi líkir umskurðsbanni við útrýmingarstefnu nasista „Þetta færir okkur aftur til ársins 1933, þegar Hitler náði völdum í Þýskalandi. Og við vitum hvernig það endaði,“ er haft eftir Jakob Rollandi í The Catholic Herald. 19. apríl 2018 13:04 Umskurðarfrumvarpi vísað frá fyrir þinglok Allsherjar- og menntamálanefnd mun ekki hleypa frumvarpi um bann við umskurði drengja til þinglegrar meðferðar. Meirihluti nefndarinnar hefur hafist handa við að skrifa frávísunartillögu sem lögð verður fyrir þingið í staðinn. 26. apríl 2018 06:00 Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
„Þetta er bara svo ósvífið,“ segir Valgeir Sigurðsson athafnamaður sem fann fyrir miklum þrýstingi læknaliðs í Flórída á að sonur hans sem þar fæddist yrði umskorinn. „Fyrir 35 árum fæddist mér sonur í Flórída. Á spítalanum var ég spurður hvort það ætti ekki að umskera hann og ég sagði nei. Læknirinn gekk hart fram og það var í þrígang sem ég varð að segja nei, það á ekki að umskera hann,“ lýsir Valgeir sem kveðst vilja leggja sína frásögn inn í umræðuna um bann við umskurði drengja. Á þeim tíma sem drengurinn kom í heiminn bjó Valgeir í Lúxemborg. Hann var þá þekktur fyrir bar sinn Cockpit Inn og framleiðslu á íslensku brennivíni undir vörumerkinu Black Death. „Þarna í Ameríku þarf maður náttúrlega að borga reikninginn. Þegar hann kom var búið að strika út á honum 150 dollara sem kostaði að umskera. Ég losnaði sem sagt þarna við að borga 150 dollara með því að neita að strákurinn yrði umskorinn,“ segir Valgeir og sér síður en svo eftir ákvörðuninni. „Síðan þá hefur sonur minn verið mér mjög þakklátur fyrir að hafa ekki látið umskera hann. Og ég var dálítið hissa á því að meira að segja kærasta hans þakkaði mér fyrir það líka – bara upp úr þurru,“ segir Valgeir sem býr nú á Siglufirði en sonur hans og tengdadóttir hins vegar í Pensacola í Flórída. Frumvarp Silju Daggar Gunnarsdóttur og átta annarra þingmanna um bann við umskurði á Íslandi nema af læknisfræðilegri nauðsyn hefur vakið mikla athygli út fyrir landsteinana og hér innanlands. Frumvarpið verður vísast ekki afgreitt fyrir sumarhlé á Alþingi heldur vísað frá allsherjarnefnd þingsins til ríkisstjórnarinnar. Valgeir segir að halda þurfi málinu á lofti. „Þessi kjarklausa ríkisstjórn kemur varla til með að gera nokkurn skapaðan hlut. Mér finnst þetta bara hræðilegt. Ég tala nú ekki um þegar maður heyrði í biskupnum – þá fannst manni nú alveg öll sund lokuð,“ segir Valgeir. Þarna vísar Valgeir til þess að Agnes M. Sigurðardóttir, biskup þjóðkirkjunnar, hefur sent Alþingi neikvæða umsögn um hugsanlegt umskurðarbann. Það gerir Agnes á þeim forsendum að bann myndi skapa hættu á því að gera íslam og gyðingdóm að glæpsamlegum trúarbrögðum hérlendis. Meðal þeirra sem lýsa ánægju með umskurðarbannið eru rúmlega 400 íslenskir læknar sem segja umskurð drengja ganga gegn Genfaryfirlýsingu lækna.
Birtist í Fréttablaðinu Umskurðsfrumvarp Tengdar fréttir Á fimmta hundrað íslenskra lækna fagna umskurðarfrumvarpi Hafa margir neitað að taka þátt í verknaðinum samvisku sinnar vegna, við mismikinn skilning. 21. febrúar 2018 13:20 Talsmaður kaþólsku kirkjunnar á Íslandi líkir umskurðsbanni við útrýmingarstefnu nasista „Þetta færir okkur aftur til ársins 1933, þegar Hitler náði völdum í Þýskalandi. Og við vitum hvernig það endaði,“ er haft eftir Jakob Rollandi í The Catholic Herald. 19. apríl 2018 13:04 Umskurðarfrumvarpi vísað frá fyrir þinglok Allsherjar- og menntamálanefnd mun ekki hleypa frumvarpi um bann við umskurði drengja til þinglegrar meðferðar. Meirihluti nefndarinnar hefur hafist handa við að skrifa frávísunartillögu sem lögð verður fyrir þingið í staðinn. 26. apríl 2018 06:00 Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Á fimmta hundrað íslenskra lækna fagna umskurðarfrumvarpi Hafa margir neitað að taka þátt í verknaðinum samvisku sinnar vegna, við mismikinn skilning. 21. febrúar 2018 13:20
Talsmaður kaþólsku kirkjunnar á Íslandi líkir umskurðsbanni við útrýmingarstefnu nasista „Þetta færir okkur aftur til ársins 1933, þegar Hitler náði völdum í Þýskalandi. Og við vitum hvernig það endaði,“ er haft eftir Jakob Rollandi í The Catholic Herald. 19. apríl 2018 13:04
Umskurðarfrumvarpi vísað frá fyrir þinglok Allsherjar- og menntamálanefnd mun ekki hleypa frumvarpi um bann við umskurði drengja til þinglegrar meðferðar. Meirihluti nefndarinnar hefur hafist handa við að skrifa frávísunartillögu sem lögð verður fyrir þingið í staðinn. 26. apríl 2018 06:00