Ruðningslið lét klappstýrur vinna sem fylgdarkonur Kjartan Kjartansson skrifar 3. maí 2018 08:23 Frá því að Daniel Snyder, eigandi Washington Redskins, tók við liðinu árið 2009 er hann sagður hafa gert klappstýruliðið líkara súludönsurum. Vísir/AFP Klappstýrur bandaríska ruðningsliðsins Washington Redskins lýsa því hvernig stjórnendur liðsins seldu styrktaraðilum og ársmiðaeigendum þess aðgang að myndatökum þar sem þær voru látnar vera fáklæddar. Nokkrar þeirra hafi einnig verið valdar til að vera fylgdarkonur fyrir karlana á næturklúbbi. New York Times segir frá ferð til Kostaríka árið 2013 þar sem Redskins sendi klappstýrur sínar í myndatökur. Þær fóru fram á lokuðum dvalarstað sem var aðeins fyrir fullorðna. Nokkrar þeirra lýsa því að þær hafi þurft að vera berbrjósta jafnvel þó að þær hafi ekki verið naktar á myndunum. Aðrar hafi aðeins verið huldar líkamsmálningu. Klappstýrurnar voru þó ekki einar því liðið bauð auðugum bakhjörlum liðsins og eigendum ársmiða, allt karlmönnum, í myndatökuna. Við lok langs og strangs vinnudags sagði stjórnandi hópsins við níu klappstýrur af 36 þær væru ekki búnar. Nokkrir styrktaraðilanna hefðu valið þær sem fylgdarkonur á næturklúbb. Sumar kvennanna eru sagðar hafa grátið. „Þeir beindu ekki byssu að höfðinu á okkur en það var skylda fyrir okkur að fara. Við vorum ekki beðnar, okkur var skipað. Aðrar stelpur voru miður sín vegna þess að við vissum nákvæmlega hvað hún var að gera,“ segir ein klappstýranna. Þær segja að kynlíf hafi ekki átt sér stað en þær hafi upplifað það að liðið væri að „gera þær út“ kynferðislega. Klappstýrurnar fengu ekki greitt sérstaklega fyrir ferðina að öðru leyti en að þær fengu greitt fæði og uppihald. Þá voru vegabréf þeirra tekin af þeim við komuna á dvalarstaðinn á Kostaríka. Hafnar frásögn kvennanna Stephanie Jojokian, stjórnandi og danshöfundur klappstýra Redskins, hafnar frásögn kvennanna að miklu leyti. Hún harðneitar því meðal annars að þær hafi verið skyldaðar til að fara á næturklúbb með körlunum. Styrktaraðilarnir hafi ekki valið þær sem fóru. „Ég neyddi alls engan til að fara. Ég er bjarnarmamman og ég passa upp á alla, ekki bara klappstýrurnar. Þetta er stór fjölskylda. Við virðum hvert annað og fag okkar. Þetta er stuðningsríkt umhverfi fyrir þessar konur,“ segir hún við bandaríska blaðið. Umfjöllun blaðsins kemur í kjölfar þess að tvær fyrrverandi klappstýrur úr bandarísku NFL-ruðningsdeildinni höfðuðu mál vegna mismununar. Þær hafa lýst fjandsamlegu vinnuumhverfi og að þær hafi oft verið notaðar sem kynferðislegir hlutir fyrir karlkyns aðdáendur liða utan leikja. MeToo NFL Bandaríkin Mest lesið „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Innlent TikTok hólpið í bili Erlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Fleiri fréttir TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Sjá meira
Klappstýrur bandaríska ruðningsliðsins Washington Redskins lýsa því hvernig stjórnendur liðsins seldu styrktaraðilum og ársmiðaeigendum þess aðgang að myndatökum þar sem þær voru látnar vera fáklæddar. Nokkrar þeirra hafi einnig verið valdar til að vera fylgdarkonur fyrir karlana á næturklúbbi. New York Times segir frá ferð til Kostaríka árið 2013 þar sem Redskins sendi klappstýrur sínar í myndatökur. Þær fóru fram á lokuðum dvalarstað sem var aðeins fyrir fullorðna. Nokkrar þeirra lýsa því að þær hafi þurft að vera berbrjósta jafnvel þó að þær hafi ekki verið naktar á myndunum. Aðrar hafi aðeins verið huldar líkamsmálningu. Klappstýrurnar voru þó ekki einar því liðið bauð auðugum bakhjörlum liðsins og eigendum ársmiða, allt karlmönnum, í myndatökuna. Við lok langs og strangs vinnudags sagði stjórnandi hópsins við níu klappstýrur af 36 þær væru ekki búnar. Nokkrir styrktaraðilanna hefðu valið þær sem fylgdarkonur á næturklúbb. Sumar kvennanna eru sagðar hafa grátið. „Þeir beindu ekki byssu að höfðinu á okkur en það var skylda fyrir okkur að fara. Við vorum ekki beðnar, okkur var skipað. Aðrar stelpur voru miður sín vegna þess að við vissum nákvæmlega hvað hún var að gera,“ segir ein klappstýranna. Þær segja að kynlíf hafi ekki átt sér stað en þær hafi upplifað það að liðið væri að „gera þær út“ kynferðislega. Klappstýrurnar fengu ekki greitt sérstaklega fyrir ferðina að öðru leyti en að þær fengu greitt fæði og uppihald. Þá voru vegabréf þeirra tekin af þeim við komuna á dvalarstaðinn á Kostaríka. Hafnar frásögn kvennanna Stephanie Jojokian, stjórnandi og danshöfundur klappstýra Redskins, hafnar frásögn kvennanna að miklu leyti. Hún harðneitar því meðal annars að þær hafi verið skyldaðar til að fara á næturklúbb með körlunum. Styrktaraðilarnir hafi ekki valið þær sem fóru. „Ég neyddi alls engan til að fara. Ég er bjarnarmamman og ég passa upp á alla, ekki bara klappstýrurnar. Þetta er stór fjölskylda. Við virðum hvert annað og fag okkar. Þetta er stuðningsríkt umhverfi fyrir þessar konur,“ segir hún við bandaríska blaðið. Umfjöllun blaðsins kemur í kjölfar þess að tvær fyrrverandi klappstýrur úr bandarísku NFL-ruðningsdeildinni höfðuðu mál vegna mismununar. Þær hafa lýst fjandsamlegu vinnuumhverfi og að þær hafi oft verið notaðar sem kynferðislegir hlutir fyrir karlkyns aðdáendur liða utan leikja.
MeToo NFL Bandaríkin Mest lesið „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Innlent TikTok hólpið í bili Erlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Fleiri fréttir TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Sjá meira