Aron: „Þegar skurðlæknirinn er jákvæður á því að þú náir HM þá áttu von“ Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 3. maí 2018 09:03 „Fyrst þá meiðist ég á ökkla. Ég stíg vitlaust í hann og átta mig á því að ég væri illa tognaður og sparka boltanum út af. Stend upp í smá panikki og þá er ég greinilega búinn að læsa sjálfan mig í hnénu og fæ smá hnykk á hnéið.“ Þannig lýsir landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson því sem gerðist þegar hann meiddist í leik með Cardiff City gegn Hull City í ensku 1. deildinni um síðustu helgi í viðtali á Brennslunni á FM957 í morgun. „Þá veit ég að þetta er smá alvarlegt. Svo er ég að labba inn í klefa og átta mig á því hvað hafi gerst, þetta var nokkurn vegin martröðin.“ „Á sunnudeginum fer ég í skanna á hægra hnénu og svo á vinstri ökkla. Á meðan ég er í skanna á ökklanum þá veit ég að fólkið frammi; tveir læknar, sjúkraþjálfari og Kristbjörg [kona Arons Einars] eru þarna að bíða og ég átta mig á því að um leið og ég labba út þá á ég eftir að sjá andlitið á þeim og vita hvort það sé von eða ekki.“ „Fyrsta sem ég sé er að Kristbjörg brosir og þá brotna ég alveg niður og átta mig á því að það er allavega smá von.“ Aron segir hugann hafa farið til heimsmeistaramótsins um leið og hann labbaði út af vellinum á laugardaginn. Á morgun eru sex vikur í að HM í Rússlandi hefjist. „Þegar skurðlæknirinn er jákvæður á því að þú náir HM þá áttu von. Ef það eru einhverjir sem eru neikvæðir gæjar þá eru það þeir, vilja alltaf hafa lengri tíma en á að vera.“ „Ég er mjög jákvæður og ætla mér þangað.“ „Sem betur fer er ég oftast snöggur að jafna mig á meiðslum. Það hefur spilað svolítið inni með hausinn, hugarfarið, að vita það að ég er fljótur að ná mér af meiðslum.“ Allt viðtalið við Aron Einar má heyra í sjónvarpsglugganum hér að ofan. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Aðgerð Arons gekk vel Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson segir aðgerðina sem hann gekkst undir í gær hafa gengið vel. 1. maí 2018 11:42 Aron Einar: „Ég ætla mér á HM“ Fyrirliði íslenska landsliðsins í fótbolta, Aron Einar Gunnarsson, ætlar á heimsmeistaramótið í Rússlandi þrátt fyrir að hafa gengist undir aðgerð á hné á mánudag. 2. maí 2018 08:05 Mest lesið Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Enski boltinn Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Enski boltinn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs West Ham búið að bjóða Potter starfið Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Sjá meira
„Fyrst þá meiðist ég á ökkla. Ég stíg vitlaust í hann og átta mig á því að ég væri illa tognaður og sparka boltanum út af. Stend upp í smá panikki og þá er ég greinilega búinn að læsa sjálfan mig í hnénu og fæ smá hnykk á hnéið.“ Þannig lýsir landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson því sem gerðist þegar hann meiddist í leik með Cardiff City gegn Hull City í ensku 1. deildinni um síðustu helgi í viðtali á Brennslunni á FM957 í morgun. „Þá veit ég að þetta er smá alvarlegt. Svo er ég að labba inn í klefa og átta mig á því hvað hafi gerst, þetta var nokkurn vegin martröðin.“ „Á sunnudeginum fer ég í skanna á hægra hnénu og svo á vinstri ökkla. Á meðan ég er í skanna á ökklanum þá veit ég að fólkið frammi; tveir læknar, sjúkraþjálfari og Kristbjörg [kona Arons Einars] eru þarna að bíða og ég átta mig á því að um leið og ég labba út þá á ég eftir að sjá andlitið á þeim og vita hvort það sé von eða ekki.“ „Fyrsta sem ég sé er að Kristbjörg brosir og þá brotna ég alveg niður og átta mig á því að það er allavega smá von.“ Aron segir hugann hafa farið til heimsmeistaramótsins um leið og hann labbaði út af vellinum á laugardaginn. Á morgun eru sex vikur í að HM í Rússlandi hefjist. „Þegar skurðlæknirinn er jákvæður á því að þú náir HM þá áttu von. Ef það eru einhverjir sem eru neikvæðir gæjar þá eru það þeir, vilja alltaf hafa lengri tíma en á að vera.“ „Ég er mjög jákvæður og ætla mér þangað.“ „Sem betur fer er ég oftast snöggur að jafna mig á meiðslum. Það hefur spilað svolítið inni með hausinn, hugarfarið, að vita það að ég er fljótur að ná mér af meiðslum.“ Allt viðtalið við Aron Einar má heyra í sjónvarpsglugganum hér að ofan.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Aðgerð Arons gekk vel Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson segir aðgerðina sem hann gekkst undir í gær hafa gengið vel. 1. maí 2018 11:42 Aron Einar: „Ég ætla mér á HM“ Fyrirliði íslenska landsliðsins í fótbolta, Aron Einar Gunnarsson, ætlar á heimsmeistaramótið í Rússlandi þrátt fyrir að hafa gengist undir aðgerð á hné á mánudag. 2. maí 2018 08:05 Mest lesið Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Enski boltinn Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Enski boltinn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs West Ham búið að bjóða Potter starfið Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Sjá meira
Aðgerð Arons gekk vel Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson segir aðgerðina sem hann gekkst undir í gær hafa gengið vel. 1. maí 2018 11:42
Aron Einar: „Ég ætla mér á HM“ Fyrirliði íslenska landsliðsins í fótbolta, Aron Einar Gunnarsson, ætlar á heimsmeistaramótið í Rússlandi þrátt fyrir að hafa gengist undir aðgerð á hné á mánudag. 2. maí 2018 08:05