Hjarta Miðflokksins slær öflugt á Akureyri Sveinn Arnarsson skrifar 4. maí 2018 06:00 Miðflokkurinn fær fljúgandi start á Akureyri í skoðanakönnun. Vísir/ernir Gunnar Gíslason, oddviti Sjálfstæðisflokksins á Akureyri, segir það liggja beinast við að ræða við L-lista um myndun nýs meirihluta að loknum kosningum ef úrslitin verða í líkingu við niðurstöðu könnunar Fréttablaðsins og frettabladid.is á fylgi flokkanna í bænum. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er afar ánægður með að Miðflokkurinn mælist með mann inni þrátt fyrir að flokkurinn hafi ekki tilkynnt framboðslista. Könnun Fréttablaðsins mælir Sjálfstæðisflokkinn með fjóra fulltrúa og L-lista með tvo. Miðflokkur, Framsóknarflokkur, Samfylking, Píratar og Vinstri græn fá síðan öll einn fulltrúa hver. „Þetta var afar ánægjulegt að sjá að við mælumst með mann inni á Akureyri og höfum ekki enn farið af stað í kosningabaráttu og gefur okkur byr undir báða vængi,“ segir Sigmundur. „Við munum kynna lista með pompi og prakt um helgina og hefja kosningabaráttuna.“Sjá einnig: Miklar breytingar í vændum á AkureyriGunnar Gíslason fræðslustjóri AkureyriSigmundur segir Akureyri skipa stóran sess í Miðflokknum og að bærinn sé eitt höfuðvígi flokksins á landsvísu. „Ég bjó þarna í íbúð sem verið er að gera upp og mun líklega flytjast þangað aftur eftir lagfæringar. Einnig var eitt af fyrstu félögunum stofnað á Akureyri og mikið starf unnið þar. Því er þetta sérstaklega ánægjulegt fyrir okkur,“ bætir Sigmundur Davíð við. Verði þetta niðurstaða kosninganna geta L-listinn og Sjálfstæðisflokkurinn myndað meirihluta og er þetta eini möguleikinn á tveggja flokka meirihluta. Gunnari Gíslasyni þykir það ákjósanlegast í stöðunni. „Þetta er jákvæð skoðanakönnun og blæs okkur eldmóð í brjóst. Ég tel ákjósanlegast að reyna að mynda fyrst tveggja flokka meirihluta. Sjálfstæðisflokkurinn mun leggja það til að ég verði bæjarstjóri í slíkum meirihluta.“ Halla Björk Reynisdóttir, oddviti L-listans, er afar ánægð með það að flokkur hennar mælist með rúmlega 20 prósenta fylgi. „Þetta er það sem við ætlum okkur í kosningunum. Þetta er auðvitað bara skoðanakönnun en við erum afar ánægð með þetta,“ segir Halla. Hún vill ekki gefa út hvernig myndun meirihluta verður háttað og vill bíða úrslita kosninganna. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2018 Tengdar fréttir Miklar breytingar eru í vændum á Akureyri Oddvitar framboðanna á Akureyri eru um margt sammála um hver stóru málin séu á næsta kjörtímabili. Tryggja skuli leikskólapláss og efla atvinnulífið í bænum. Ný könnun bendir til að nýr meirihluti taki við. 3. maí 2018 07:00 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Fleiri fréttir Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Sjá meira
Gunnar Gíslason, oddviti Sjálfstæðisflokksins á Akureyri, segir það liggja beinast við að ræða við L-lista um myndun nýs meirihluta að loknum kosningum ef úrslitin verða í líkingu við niðurstöðu könnunar Fréttablaðsins og frettabladid.is á fylgi flokkanna í bænum. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er afar ánægður með að Miðflokkurinn mælist með mann inni þrátt fyrir að flokkurinn hafi ekki tilkynnt framboðslista. Könnun Fréttablaðsins mælir Sjálfstæðisflokkinn með fjóra fulltrúa og L-lista með tvo. Miðflokkur, Framsóknarflokkur, Samfylking, Píratar og Vinstri græn fá síðan öll einn fulltrúa hver. „Þetta var afar ánægjulegt að sjá að við mælumst með mann inni á Akureyri og höfum ekki enn farið af stað í kosningabaráttu og gefur okkur byr undir báða vængi,“ segir Sigmundur. „Við munum kynna lista með pompi og prakt um helgina og hefja kosningabaráttuna.“Sjá einnig: Miklar breytingar í vændum á AkureyriGunnar Gíslason fræðslustjóri AkureyriSigmundur segir Akureyri skipa stóran sess í Miðflokknum og að bærinn sé eitt höfuðvígi flokksins á landsvísu. „Ég bjó þarna í íbúð sem verið er að gera upp og mun líklega flytjast þangað aftur eftir lagfæringar. Einnig var eitt af fyrstu félögunum stofnað á Akureyri og mikið starf unnið þar. Því er þetta sérstaklega ánægjulegt fyrir okkur,“ bætir Sigmundur Davíð við. Verði þetta niðurstaða kosninganna geta L-listinn og Sjálfstæðisflokkurinn myndað meirihluta og er þetta eini möguleikinn á tveggja flokka meirihluta. Gunnari Gíslasyni þykir það ákjósanlegast í stöðunni. „Þetta er jákvæð skoðanakönnun og blæs okkur eldmóð í brjóst. Ég tel ákjósanlegast að reyna að mynda fyrst tveggja flokka meirihluta. Sjálfstæðisflokkurinn mun leggja það til að ég verði bæjarstjóri í slíkum meirihluta.“ Halla Björk Reynisdóttir, oddviti L-listans, er afar ánægð með það að flokkur hennar mælist með rúmlega 20 prósenta fylgi. „Þetta er það sem við ætlum okkur í kosningunum. Þetta er auðvitað bara skoðanakönnun en við erum afar ánægð með þetta,“ segir Halla. Hún vill ekki gefa út hvernig myndun meirihluta verður háttað og vill bíða úrslita kosninganna.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2018 Tengdar fréttir Miklar breytingar eru í vændum á Akureyri Oddvitar framboðanna á Akureyri eru um margt sammála um hver stóru málin séu á næsta kjörtímabili. Tryggja skuli leikskólapláss og efla atvinnulífið í bænum. Ný könnun bendir til að nýr meirihluti taki við. 3. maí 2018 07:00 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Fleiri fréttir Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Sjá meira
Miklar breytingar eru í vændum á Akureyri Oddvitar framboðanna á Akureyri eru um margt sammála um hver stóru málin séu á næsta kjörtímabili. Tryggja skuli leikskólapláss og efla atvinnulífið í bænum. Ný könnun bendir til að nýr meirihluti taki við. 3. maí 2018 07:00