Stórmeistarajafntefli í hitaleik

Mönnum er yfirleitt heitt í hamsi þegar þessi lið mætast.
Mönnum er yfirleitt heitt í hamsi þegar þessi lið mætast. vísir/afp
Barcelona og Real Madrid gerðu 2-2 jafntefli er liðin mættust á Camp Nou í kvöld en leikurinn var síðari leikur þessara liða á leiktíðinni.

Luis Suarez kom Börsungum yfir strax á tíundu mínútu eftir laglegt spil en fjórum mínútum síðar jafnaði Cristiano Ronaldo fyrir Real. Sú sókn var einnig afar vel útfærð.

Sergi Roberto gaf Marcelo olnbogaskot á 45. mínútu en hann fékk beint rautt spjald. Leikmenn og þjálfaralið Barcelona var allt annað en sátt við þann dóm en honum var ekki haggað.

Það voru þó Börsungar sem komust yfir á 52. mínútu en argentínski snillingurinn Lionel Messi kom meisturunum yfir.

Gareth Bale jafnaði hins vegar metin með sinni fyrstu snertingu á 72. mínútu og lokatölur 2-2.

Börsungum hafa enn ekki tapað leik á þessu tímabili; 26 sigrar og níu jafntefli. Ótrúleg framganga þeirra en þeir eru með tólf stiga forskot á Atletico Madrid. Þeir hafa fyrir löngu tryggt sér titilinn.

Real er í þriðja sætinu með 72 stig, þremur stigum á eftir Atletico í öðru sætinu. Bæði lið eiga þrjá leiki eftir á leiktíðinni.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira