Handbolti

Alexander og Guðjón Valur bikarmeistarar

Anton Ingi Leifsson skrifar
Alexander með bikarinn í leikslok.
Alexander með bikarinn í leikslok. vísir/getty
Rhein-Neckar Löwen er bikarmeistari í Þýskalandi eftir fjögurra marka sigur á Hannover-Burgdorf, 30-26, í úrslitaleiknum í dag.

Ljónin komust í úrslit með sjö marka sigri á Magdeburg á meðan Hannover vann fimm marka sigur á Wetzlar. Leikið var í svokallaðari Final4 helgi í Hamburg um helgina.

Löwen var 13-11 yfir í hálfleik og vann að lokum fjögurra marka sigur, 30-26, en sex íslensk mörk litu dagsins ljós.

Guðjón Valur Sigurðsson skoraði eitt mark en Alexander Petersson skoraði fimm. Rúnar Kárason komst ekki á blað fyrir Hannover-Burgdorf.

Ljónin eru með pálmann í höndunum að taka tvennuna en liðið er á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×