Rúnar Kristinsson: Þetta gefur okkur sjálfstraust Einar Sigurvinsson skrifar 6. maí 2018 22:54 Rúnar Kristinsson. „Ég er ótrúlega ánægður og stoltur af strákunum að hafa komið til baka. Það var erfitt að spila gegn vindinum. Við stjórnuðum fyrri hálfleik og þeir stjórnuðu seinni hálfleiknum aðeins betur. En mér fannst þetta bara sanngjarn sigur, mér fannst við vera betra liðið heilt yfir,“ sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, sem var að vonum sáttur eftir 3-2 sigur sinna manna á Stjörnunni. „Við vorum að spila fínan fótbolta, það var mikil barátta í liðinu og við gáfumst aldrei upp. Auðvitað er margt sem við getum lagað en gott að fá þrjú stig á Stjörnuvelli. Þetta gefur okkur smá sjálfstraust inn í næstu verkefni.“ KR-ingar fengu á sig tvö mörk í kvöld, rétt eins og í síðustu umferð gegn Val. Rúnar segir varnarleikurinn þó ekkert til að hafa áhyggjur af enn. „Nei, fyrsta markið er bara klafs. Boltinn dettur bara fyrir þá eftir aukaspyrnu inn á teiginn. Þeir voru grimmari þar og ég var ósáttur við okkar varnarleik í því marki. En þetta er bara hörkulið sem við erum að spila við. Þú færð oft á þig mörk, það er alltaf eitthvað sem gerist.“ Bæði KR og Stjarnan stefna á að berjast á toppi deildarinnar í sumar og viðurkennir Rúnar að stigin þrjú gætu reynst dýrmæt. „Hvert einasta stig skiptir máli og telur. Við misstum af einu í síðustu viku og núna fengum við þrjú. Eftir tvo leiki á erfiðum útvöllum með þrjú stig, við erum þokkalega sáttir. Þó svo að við séum aldrei sáttir með að tapa fótboltaleikjum. Núna erum við með einn sigur og eitt tap.“ „Núna er bara næsta verkefni eftir viku í Grindavík. Við þurfum að mæta þar jafn einbeittir og jafn góðir til þess að eiga möguleika. Þeir eru hörkugóðir,“ sagði Rúnar að lokum. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - KR 2-3 | Atli hetjan með þrumufleyg KR sigraði Stjörnuna í 2. umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu. Atli Sigurjónsson skoraði sigurmark KR-inga þegar aðeins tvær mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma. 6. maí 2018 21:00 Mest lesið Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Íslenski boltinn „Við viljum meira“ Fótbolti KR í markmannsleit eftir meiðsli Íslenski boltinn Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Enski boltinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Fleiri fréttir Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjá meira
„Ég er ótrúlega ánægður og stoltur af strákunum að hafa komið til baka. Það var erfitt að spila gegn vindinum. Við stjórnuðum fyrri hálfleik og þeir stjórnuðu seinni hálfleiknum aðeins betur. En mér fannst þetta bara sanngjarn sigur, mér fannst við vera betra liðið heilt yfir,“ sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, sem var að vonum sáttur eftir 3-2 sigur sinna manna á Stjörnunni. „Við vorum að spila fínan fótbolta, það var mikil barátta í liðinu og við gáfumst aldrei upp. Auðvitað er margt sem við getum lagað en gott að fá þrjú stig á Stjörnuvelli. Þetta gefur okkur smá sjálfstraust inn í næstu verkefni.“ KR-ingar fengu á sig tvö mörk í kvöld, rétt eins og í síðustu umferð gegn Val. Rúnar segir varnarleikurinn þó ekkert til að hafa áhyggjur af enn. „Nei, fyrsta markið er bara klafs. Boltinn dettur bara fyrir þá eftir aukaspyrnu inn á teiginn. Þeir voru grimmari þar og ég var ósáttur við okkar varnarleik í því marki. En þetta er bara hörkulið sem við erum að spila við. Þú færð oft á þig mörk, það er alltaf eitthvað sem gerist.“ Bæði KR og Stjarnan stefna á að berjast á toppi deildarinnar í sumar og viðurkennir Rúnar að stigin þrjú gætu reynst dýrmæt. „Hvert einasta stig skiptir máli og telur. Við misstum af einu í síðustu viku og núna fengum við þrjú. Eftir tvo leiki á erfiðum útvöllum með þrjú stig, við erum þokkalega sáttir. Þó svo að við séum aldrei sáttir með að tapa fótboltaleikjum. Núna erum við með einn sigur og eitt tap.“ „Núna er bara næsta verkefni eftir viku í Grindavík. Við þurfum að mæta þar jafn einbeittir og jafn góðir til þess að eiga möguleika. Þeir eru hörkugóðir,“ sagði Rúnar að lokum.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - KR 2-3 | Atli hetjan með þrumufleyg KR sigraði Stjörnuna í 2. umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu. Atli Sigurjónsson skoraði sigurmark KR-inga þegar aðeins tvær mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma. 6. maí 2018 21:00 Mest lesið Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Íslenski boltinn „Við viljum meira“ Fótbolti KR í markmannsleit eftir meiðsli Íslenski boltinn Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Enski boltinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Fleiri fréttir Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - KR 2-3 | Atli hetjan með þrumufleyg KR sigraði Stjörnuna í 2. umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu. Atli Sigurjónsson skoraði sigurmark KR-inga þegar aðeins tvær mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma. 6. maí 2018 21:00