Bæta öryggi RIB-báta með breyttum reglum Jóhann Óli Eiðsson skrifar 7. maí 2018 06:00 RIB-bátur, eða harðskeljabátur. Vísir/Óskar Friðriksson Breyta á reglum um útgerð svokallaðra RIB-báta. Með því er brugðist við athugasemdum rannsóknarnefndar samgönguslysa (RNSA) vegna slysa í slíkum bátum. Fyrir stuttu skilaði RNSA skýrslum vegna tveggja slíkra slysa. Niðurstaðan var sú sama og undanfarin ár, að bátunum hafi verið siglt of hratt miðað við aðstæður. Í flestum tilfellum sem RNSA hefur skoðað hefur bátunum verið siglt á nokkurri ferð, þeir lyfst upp vegna öldugangs og skollið niður af nokkrum þunga. Minnst ellefu farþegar, í átta skráðum slysum, hafa hlotið af meiðsli á baki eða hálsi. Í einhverjum tilfellum hefur hryggjarliður fallið saman eða bein brotnað. Í skýrslu síðasta haust gerði RNSA tillögu í öryggissátt, þess efnis að samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið myndi setja reglur um slíka báta til að tryggja öryggi farþega. Var meðal annars stungið upp á því að í bátana yrðu sett fjaðrandi sæti sem myndu taka á sig mesta höggið. Ráðuneytið óskaði í kjölfarið umsagnar Samgöngustofu um efnið og barst hún ráðuneytinu í október síðastliðnum. Samgöngustofa tók undir sjónarmið RNSA en taldi ekki fært að gera tillögu um reglu um fjaðrandi sæti þar sem bátarnir sem um ræðir væri flestir CE-merktir skemmtibátar. „Í staðinn lagði Samgöngustofa til að bregðast mætti við skýrslum [RNSA] með því að útfæra kröfur um að útgerðir RIB-báta framkvæmdu áhættumöt sem tæki til siglinga í mismunandi aðstæðum, sem þá fæli í sér að við tilteknar aðstæður væri siglt hægar,“ segir í bréfi ráðuneytisins til RNSA fyrir skemmstu. Ráðuneytið fól Samgöngustofu að útfæra slíkar reglur. „Samgöngustofa hefur gert drög að reglugerðarbreytingu um farþegabáta og sent hana áfram til ráðuneytisins. Þær tillögur verða innan skamms lagðar fyrir Siglingaráð og fyrir almenning til kynningar,“ segir Þórhildur Elínardóttir, samskiptastjóri Samgöngustofu. Í reglugerðardrögunum felst að útgerðir geri ráð fyrir ráðstöfunum til að tryggja öryggi farþega í áætlunum um starfrækslu bátanna. Þær ráðstafanir koma til með að fela í sér að gera frekari kröfu á að siglingaleiðir taki mið af aðstæðum auk ýmissa annarra ráðstafana. „Afþreyingariðnaði í siglingum hefur vaxið fiskur um hrygg með auknum straumi ferðafólks hingað til lands og umhverfið hefur verið að laga sig að þeim breytingum. Sú vinna tekur tíma en hefur verið í gangi. Því miður er það oft þannig að eitthvað þarf að koma upp svo að umgjörðin taki breytingum,“ segir Þórhildur. Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Samgöngur Tengdar fréttir Kæra skipstjóra fyrir of marga farþega um borð Skipstjórar og framkvæmdastjóri hvalaskoðunarfyrirtækis á Húsavík hafa verið ákærðir fyrir að ferðast með of marga farþega. Kæran byggð á misskilningi, segir lögmaður fyrirtækisins. 14. apríl 2016 06:00 Engar forsendur til að leyfa fleiri farþega Samgöngustofa segir engar forsendur til að rýmka reglur um fjölda farþega um borð í Rib-slöngubátum þar sem þeir eru ekki nægilega öruggir. 29. júlí 2013 08:00 Fjaðrandi sæti og reglusetning forði frekari hryggjarbrotum Rannsóknarnefnd samgönguslysa (RNSA) leggur til að innanríkisráðuneytið setji reglur sem tryggi öryggi farþega um borð í svokölluðum RIB-slöngubátum. 4. september 2017 06:00 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Fleiri fréttir Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjá meira
Breyta á reglum um útgerð svokallaðra RIB-báta. Með því er brugðist við athugasemdum rannsóknarnefndar samgönguslysa (RNSA) vegna slysa í slíkum bátum. Fyrir stuttu skilaði RNSA skýrslum vegna tveggja slíkra slysa. Niðurstaðan var sú sama og undanfarin ár, að bátunum hafi verið siglt of hratt miðað við aðstæður. Í flestum tilfellum sem RNSA hefur skoðað hefur bátunum verið siglt á nokkurri ferð, þeir lyfst upp vegna öldugangs og skollið niður af nokkrum þunga. Minnst ellefu farþegar, í átta skráðum slysum, hafa hlotið af meiðsli á baki eða hálsi. Í einhverjum tilfellum hefur hryggjarliður fallið saman eða bein brotnað. Í skýrslu síðasta haust gerði RNSA tillögu í öryggissátt, þess efnis að samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið myndi setja reglur um slíka báta til að tryggja öryggi farþega. Var meðal annars stungið upp á því að í bátana yrðu sett fjaðrandi sæti sem myndu taka á sig mesta höggið. Ráðuneytið óskaði í kjölfarið umsagnar Samgöngustofu um efnið og barst hún ráðuneytinu í október síðastliðnum. Samgöngustofa tók undir sjónarmið RNSA en taldi ekki fært að gera tillögu um reglu um fjaðrandi sæti þar sem bátarnir sem um ræðir væri flestir CE-merktir skemmtibátar. „Í staðinn lagði Samgöngustofa til að bregðast mætti við skýrslum [RNSA] með því að útfæra kröfur um að útgerðir RIB-báta framkvæmdu áhættumöt sem tæki til siglinga í mismunandi aðstæðum, sem þá fæli í sér að við tilteknar aðstæður væri siglt hægar,“ segir í bréfi ráðuneytisins til RNSA fyrir skemmstu. Ráðuneytið fól Samgöngustofu að útfæra slíkar reglur. „Samgöngustofa hefur gert drög að reglugerðarbreytingu um farþegabáta og sent hana áfram til ráðuneytisins. Þær tillögur verða innan skamms lagðar fyrir Siglingaráð og fyrir almenning til kynningar,“ segir Þórhildur Elínardóttir, samskiptastjóri Samgöngustofu. Í reglugerðardrögunum felst að útgerðir geri ráð fyrir ráðstöfunum til að tryggja öryggi farþega í áætlunum um starfrækslu bátanna. Þær ráðstafanir koma til með að fela í sér að gera frekari kröfu á að siglingaleiðir taki mið af aðstæðum auk ýmissa annarra ráðstafana. „Afþreyingariðnaði í siglingum hefur vaxið fiskur um hrygg með auknum straumi ferðafólks hingað til lands og umhverfið hefur verið að laga sig að þeim breytingum. Sú vinna tekur tíma en hefur verið í gangi. Því miður er það oft þannig að eitthvað þarf að koma upp svo að umgjörðin taki breytingum,“ segir Þórhildur.
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Samgöngur Tengdar fréttir Kæra skipstjóra fyrir of marga farþega um borð Skipstjórar og framkvæmdastjóri hvalaskoðunarfyrirtækis á Húsavík hafa verið ákærðir fyrir að ferðast með of marga farþega. Kæran byggð á misskilningi, segir lögmaður fyrirtækisins. 14. apríl 2016 06:00 Engar forsendur til að leyfa fleiri farþega Samgöngustofa segir engar forsendur til að rýmka reglur um fjölda farþega um borð í Rib-slöngubátum þar sem þeir eru ekki nægilega öruggir. 29. júlí 2013 08:00 Fjaðrandi sæti og reglusetning forði frekari hryggjarbrotum Rannsóknarnefnd samgönguslysa (RNSA) leggur til að innanríkisráðuneytið setji reglur sem tryggi öryggi farþega um borð í svokölluðum RIB-slöngubátum. 4. september 2017 06:00 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Fleiri fréttir Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjá meira
Kæra skipstjóra fyrir of marga farþega um borð Skipstjórar og framkvæmdastjóri hvalaskoðunarfyrirtækis á Húsavík hafa verið ákærðir fyrir að ferðast með of marga farþega. Kæran byggð á misskilningi, segir lögmaður fyrirtækisins. 14. apríl 2016 06:00
Engar forsendur til að leyfa fleiri farþega Samgöngustofa segir engar forsendur til að rýmka reglur um fjölda farþega um borð í Rib-slöngubátum þar sem þeir eru ekki nægilega öruggir. 29. júlí 2013 08:00
Fjaðrandi sæti og reglusetning forði frekari hryggjarbrotum Rannsóknarnefnd samgönguslysa (RNSA) leggur til að innanríkisráðuneytið setji reglur sem tryggi öryggi farþega um borð í svokölluðum RIB-slöngubátum. 4. september 2017 06:00