Ekki hægt að rekja hver skoðar gögnin Sveinn Arnarsson skrifar 7. maí 2018 06:00 Dæmi eru um að lýsingar á áverkum á kynfærum kvenna séu opnar öllum starfsmönnum dómstóla. Vísir/eyþór Málaskrárkerfi dómstólanna er opið öllum starfsmönnum dómstóla. Þar eru persónugreinanleg gögn um afar viðkvæm málefni, þar með talið upplýsingar um áverka brotaþola í kynferðisbrotamálum. Ekki er hægt í málaskrárkerfinu að rekja leit starfsmanna eða sjá hvort starfsmaður afriti gögn og leki þeim. Dæmi eru um að gögn sem eru lokuð í LÖKE, málaskrárkerfi lögreglunnar, séu opin öllum starfsmönnum dómstólasýslunnar. Ólöf Finnsdóttir, framkvæmdastjóri dómstólasýslunnar, segir málaskrárkerfi dómstólanna ófullnægjandi. Í byrjun næsta árs verði nýtt rekjanlegt kerfi komið í gagnið. „Það er rétt að það er ekki hægt að rekja leitir starfsmanna í kerfinu og gögn eru opin öllum starfsmönnum,“ segir Ólöf. Gögn sem þessi eru úrskurðir um gæsluvarðhald, húsleitarheimildir og hleranir. Þann 30. apríl féll dómur í máli Hreiðars Más Guðmundssonar gegn íslenska ríkinu þar sem tekist var á um heimild til hlerunar sérstaks saksóknara á símtölum Hreiðars Más. Þar ákvað sérstakur saksóknari að leita til Héraðsdóms Vesturlands um heimild til hlerunar því hann treysti því ekki að úrskurðurinn færi leynt ef leitað yrði til Héraðsdóms Reykjavíkur. Kristrún Kristinsdóttir, dómari við réttinn, segir í niðurstöðum dómsins eðlilegt að sérstakur saksóknari hafi ekki treyst dómstólnum fyrir úrskurðinum. „Við þessar aðstæður var það eðlileg varúðarráðstöfun, sem horfði til hagræðis, að sérstakur saksóknari leitaði til dómstóls í nágrenni borgarinnar þar sem aðeins störfuðu þrír starfsmenn, fremur en til Héraðsdóms Reykjavíkur sem er fjölmennur vinnustaður þar sem allir starfsmenn hafa aðgang að málaskrárkerfi dómstólsins,“ segir í niðurstöðu Kristrúnar.Fyrirsögn fréttarinnar, sem er úr Fréttablaðinu í morgun, var breytt þar sem í henni var fullyrt að starfsmenn dómstóla lækju trúnaðargögnum án þess að það væri útskýrt í fréttinni. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Tengdar fréttir Ríkið dæmt til að greiða Hreiðari Má 300 þúsund krónur í miskabætur Íslenska ríkið var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmt til að greiða Hreiðari Má Sigurðssyni, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, 300 þúsund krónur í miskabætur vegna heimildar sem veitt var til hlustana á síma hans í kjölfar yfirheyrslu hjá lögreglu þann 17. maí 2010. 30. apríl 2018 14:32 Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Fleiri fréttir Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Sjá meira
Málaskrárkerfi dómstólanna er opið öllum starfsmönnum dómstóla. Þar eru persónugreinanleg gögn um afar viðkvæm málefni, þar með talið upplýsingar um áverka brotaþola í kynferðisbrotamálum. Ekki er hægt í málaskrárkerfinu að rekja leit starfsmanna eða sjá hvort starfsmaður afriti gögn og leki þeim. Dæmi eru um að gögn sem eru lokuð í LÖKE, málaskrárkerfi lögreglunnar, séu opin öllum starfsmönnum dómstólasýslunnar. Ólöf Finnsdóttir, framkvæmdastjóri dómstólasýslunnar, segir málaskrárkerfi dómstólanna ófullnægjandi. Í byrjun næsta árs verði nýtt rekjanlegt kerfi komið í gagnið. „Það er rétt að það er ekki hægt að rekja leitir starfsmanna í kerfinu og gögn eru opin öllum starfsmönnum,“ segir Ólöf. Gögn sem þessi eru úrskurðir um gæsluvarðhald, húsleitarheimildir og hleranir. Þann 30. apríl féll dómur í máli Hreiðars Más Guðmundssonar gegn íslenska ríkinu þar sem tekist var á um heimild til hlerunar sérstaks saksóknara á símtölum Hreiðars Más. Þar ákvað sérstakur saksóknari að leita til Héraðsdóms Vesturlands um heimild til hlerunar því hann treysti því ekki að úrskurðurinn færi leynt ef leitað yrði til Héraðsdóms Reykjavíkur. Kristrún Kristinsdóttir, dómari við réttinn, segir í niðurstöðum dómsins eðlilegt að sérstakur saksóknari hafi ekki treyst dómstólnum fyrir úrskurðinum. „Við þessar aðstæður var það eðlileg varúðarráðstöfun, sem horfði til hagræðis, að sérstakur saksóknari leitaði til dómstóls í nágrenni borgarinnar þar sem aðeins störfuðu þrír starfsmenn, fremur en til Héraðsdóms Reykjavíkur sem er fjölmennur vinnustaður þar sem allir starfsmenn hafa aðgang að málaskrárkerfi dómstólsins,“ segir í niðurstöðu Kristrúnar.Fyrirsögn fréttarinnar, sem er úr Fréttablaðinu í morgun, var breytt þar sem í henni var fullyrt að starfsmenn dómstóla lækju trúnaðargögnum án þess að það væri útskýrt í fréttinni.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Tengdar fréttir Ríkið dæmt til að greiða Hreiðari Má 300 þúsund krónur í miskabætur Íslenska ríkið var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmt til að greiða Hreiðari Má Sigurðssyni, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, 300 þúsund krónur í miskabætur vegna heimildar sem veitt var til hlustana á síma hans í kjölfar yfirheyrslu hjá lögreglu þann 17. maí 2010. 30. apríl 2018 14:32 Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Fleiri fréttir Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Sjá meira
Ríkið dæmt til að greiða Hreiðari Má 300 þúsund krónur í miskabætur Íslenska ríkið var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmt til að greiða Hreiðari Má Sigurðssyni, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, 300 þúsund krónur í miskabætur vegna heimildar sem veitt var til hlustana á síma hans í kjölfar yfirheyrslu hjá lögreglu þann 17. maí 2010. 30. apríl 2018 14:32