Jafn margar kvartanir vegna flugfélaga í byrjun árs og allt árið 2016 Jóhann Óli Eiðsson skrifar 7. maí 2018 06:00 Icelandair og WOW eru umsvifamestu flugfélögin á Keflavíkurflugvelli. Vísir/GVA Samgöngustofu bárust jafn margar kvartanir vegna seinkunar á flugferðum á fyrstu þremur mánuðum ársins 2018 og bárust allt árið 2016. Kvörtunum hafði fjölgað jafnt og þétt samhliða auknum straumi um Keflavíkurflugvöll en sprenging varð á síðasta ári. Komi til tafa eða aflýsingar á flugferð eiga farþegar margvíslegan rétt á grundvelli Evrópureglugerðar um efnið. Bæði getur þar verið um að ræða hressingu og gistingu ef þörf er á. Sé flugi aflýst eða seinkun varir lengur en þrjár klukkustundir eiga farþegar rétt á stöðluðum skaðabótum sem eru misháar eftir lengd flugsins. Bæturnar eru á bilinu 250 til 600 evrur.Þórhildur Elínardóttir, upplýsingafulltrúi SamgöngustofuÁ fyrstu þremur mánuðum ársins bárust Samgöngustofu 424 kvartanir vegna slíkra mála en það er nákvæmlega sami fjöldi og allt árið 2016. Í fyrra barst alls 1.121 kvörtun. Stofnunin tekur málin til meðferðar og kannar hvort réttur neytandans sé til staðar eður ei. „Þessi aukning kemur okkur ekki í opna skjöldu og er í raun eðlileg afleiðing af fjölgun flugferða,“ segir Þórhildur Elínardóttir, samskiptastjóri Samgöngustofu. „Afgreiðslutími mála hjá okkur hefur lengst og við höfum brugðist við því með því að fjölga starfsfólki.“ Meðal annars hafi þjónustusvið tekið til við að svara fyrirspurnum sem ekki lúta að eiginlegri afgreiðslu málanna. Það hafi minnkað álagið mikið. „Við höfum einnig lagt áherslu á samstarf við flugfélögin enda er mikilvægt að þau svari sjálf sínum viðskiptavinum fljótt og vel til að færri mál endi í kvörtun eða ákvörðun. Eðlilegasta afgreiðslan er ef viðskiptavinir og flugrekendur geta komist að niðurstöðu án aðkomu Samgöngustofu,“ segir Þórhildur. Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Mest lesið Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Enginn Íslendingur í haldi ICE Innlent Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Innlent Tíu hús á Stöðvarfirði orðið fyrir skemmdum Innlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Fleiri fréttir „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Tíu hús á Stöðvarfirði orðið fyrir skemmdum Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Þrjár í framboði formanns Fíh Enginn Íslendingur í haldi ICE Ekki stætt utandyra segir lögreglan á Austurlandi Hefði ekki átt að ganga laus þegar morðin voru framin Braut húsaleigulög með litavalinu Stefnuræðu frestað til mánudags Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Sjá meira
Samgöngustofu bárust jafn margar kvartanir vegna seinkunar á flugferðum á fyrstu þremur mánuðum ársins 2018 og bárust allt árið 2016. Kvörtunum hafði fjölgað jafnt og þétt samhliða auknum straumi um Keflavíkurflugvöll en sprenging varð á síðasta ári. Komi til tafa eða aflýsingar á flugferð eiga farþegar margvíslegan rétt á grundvelli Evrópureglugerðar um efnið. Bæði getur þar verið um að ræða hressingu og gistingu ef þörf er á. Sé flugi aflýst eða seinkun varir lengur en þrjár klukkustundir eiga farþegar rétt á stöðluðum skaðabótum sem eru misháar eftir lengd flugsins. Bæturnar eru á bilinu 250 til 600 evrur.Þórhildur Elínardóttir, upplýsingafulltrúi SamgöngustofuÁ fyrstu þremur mánuðum ársins bárust Samgöngustofu 424 kvartanir vegna slíkra mála en það er nákvæmlega sami fjöldi og allt árið 2016. Í fyrra barst alls 1.121 kvörtun. Stofnunin tekur málin til meðferðar og kannar hvort réttur neytandans sé til staðar eður ei. „Þessi aukning kemur okkur ekki í opna skjöldu og er í raun eðlileg afleiðing af fjölgun flugferða,“ segir Þórhildur Elínardóttir, samskiptastjóri Samgöngustofu. „Afgreiðslutími mála hjá okkur hefur lengst og við höfum brugðist við því með því að fjölga starfsfólki.“ Meðal annars hafi þjónustusvið tekið til við að svara fyrirspurnum sem ekki lúta að eiginlegri afgreiðslu málanna. Það hafi minnkað álagið mikið. „Við höfum einnig lagt áherslu á samstarf við flugfélögin enda er mikilvægt að þau svari sjálf sínum viðskiptavinum fljótt og vel til að færri mál endi í kvörtun eða ákvörðun. Eðlilegasta afgreiðslan er ef viðskiptavinir og flugrekendur geta komist að niðurstöðu án aðkomu Samgöngustofu,“ segir Þórhildur.
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Mest lesið Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Enginn Íslendingur í haldi ICE Innlent Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Innlent Tíu hús á Stöðvarfirði orðið fyrir skemmdum Innlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Fleiri fréttir „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Tíu hús á Stöðvarfirði orðið fyrir skemmdum Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Þrjár í framboði formanns Fíh Enginn Íslendingur í haldi ICE Ekki stætt utandyra segir lögreglan á Austurlandi Hefði ekki átt að ganga laus þegar morðin voru framin Braut húsaleigulög með litavalinu Stefnuræðu frestað til mánudags Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Sjá meira