Innlent

Eldur kom upp í klefa á Litla-Hrauni

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Búið er að slökkva eldilnn en fangi mun hafa kveikt eld í klefanum sínum.
Búið er að slökkva eldilnn en fangi mun hafa kveikt eld í klefanum sínum. visir/Jóhann K
Slökkviliðsmenn frá Brunavörnum Árnessýslu eru á leiðinni í fangelsið Litla-Hraun þar sem eldur kom upp í fangaklefa um klukkan korter í tíu í morgun.

Pétur Pétursson, slökkviliðsstjóri hjá Brunavörnum Árnessýslu, segir að eldurinn hafi komið upp í einu herbergi og starfsmenn fangelsins hafi þegar slökkt hann. Hlutverk slökkviliðsmanna sé að reykræsta og tryggja að kvikni í af sjálfu sér.

„Að sjálfsögðu höfðu starfsmenn gripið inn í enda vel þjálfaðir til þess,“ segir Pétur í samtali við Vísi.

Páll Winkel fangelsismálastjóri segir að eldurinn hafi komið upp í fangaklefa. Fangi hafi kveikt eld í klefa sínum en starfsmenn hafi brugðist snarlega við og slökkt eldinn. Hann segir tilvik sem þessi koma upp en starfsmenn hafi fulla stjórn á aðstæðum.

Frá Lilta-Hrauni í morgun.Vísir/Jóhann K. Jóhannsson



Fleiri fréttir

Sjá meira


×