Ljósmynd af skíðamönnum á Ísafirði stökkbreytist í lag Jakob Bjarnar skrifar 7. maí 2018 14:28 Myndin, eða lagið, sem fer nú sem eldur um sinu um internetið. Haukur Sigurðsson Ljósmynd af skíðamönnum á Ísafirði umbreytist í tónverk og fer sem eldur í sinu um netið. Meðal annars er myndin komin á Reddit, sem er ein helsta vefsíða veraldar. Hér er um fordæmalausan samruna listgreina að ræða. Haukur Sigurðsson ljósmyndari með meiru tók magnaða ljósmynd af skíðamönnum í Fossvatnsgöngunni á Ísafirði og birti á Facebooksíðu sinni. Myndin er tekin úr mikilli hæð og sýnir skugga göngumannanna og það minnti helst á nótur á nótnablaði. „Þetta er skemmtilegt,“ segir Haukur. „Ég tók bara myndina en það merkilega er það sem fólk er að gera með myndina.“Fyrst tók Stefán Freyr, ísfirskur tónlistarmaður og gítarleikari, sig til og spilaði lag eftir þeim nótum sem hann þóttist greina á myndinni.Nördar á Reddit spreyta sig á útsetningum Haukur segir að seinna hafi einhver tekið sig til og birt þetta á Reddit. „Þar hópuðust að einhverjir nördar sem fóru að spila þetta og útsetja. Það er komið fullt af útgáfum,“ segir Haukur og honum er skemmt yfir því hvernig þróunin hefur verið.Haukur með yrðling í annarri og linsu í hinni.Haukur telur einsýnt að þetta hljóti að verða Fossvatnslagið 2019, þessi óvænti samruni listgreina. „Já, það var einhver hér á Ísafirði sem nefndi að þetta væri sjálfsmynd Ísafjarðar, sem vill kenna sig við skíði og tónlist. Einhvern veginn sjálfssprottin sjálfa.“Vill ekki sjá mannfjölda á Vestfjörðum Haukur er menntaður mannfræðingur og er búsettur á Ísafirði ásamt fjölskyldu sinni hvar hann rekur sitt fyrirtæki þar sem snýr einkum að ljósmyndun, myndbandsgerð og markaðsmálum fyrir Vestfirði. Hann sér meðal annars um samfélagsmiðla Visit Westfjords, sem miða að því að segja frá og sýna vestfirska menningu og náttúru. Vestfjarðarkjálkinn hlýtur að vera næstur á dagskrá í tengslum við straum ferðamanna um landið nú þegar ferðamennirnir sjálfir eru farnir að kvarta undan mannfjölda. Eða hvað? Haukur er reyndar ekkert endilega á því þó hann starfi við markaðsmál sem snúa að ferðamennsku fyrir Vestfirði. „Við viljum ekkert þennan mannfjölda. Fínt eins og þetta er. Mig hryllir við þeirri tilhugsun að þetta verði eins og Suðurlandið. Sjarmi Vestfjarða er einmitt sá að hér getur maður verið svolítið eins og Palli var einn í heiminum.“ Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Fleiri fréttir Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Sjá meira
Ljósmynd af skíðamönnum á Ísafirði umbreytist í tónverk og fer sem eldur í sinu um netið. Meðal annars er myndin komin á Reddit, sem er ein helsta vefsíða veraldar. Hér er um fordæmalausan samruna listgreina að ræða. Haukur Sigurðsson ljósmyndari með meiru tók magnaða ljósmynd af skíðamönnum í Fossvatnsgöngunni á Ísafirði og birti á Facebooksíðu sinni. Myndin er tekin úr mikilli hæð og sýnir skugga göngumannanna og það minnti helst á nótur á nótnablaði. „Þetta er skemmtilegt,“ segir Haukur. „Ég tók bara myndina en það merkilega er það sem fólk er að gera með myndina.“Fyrst tók Stefán Freyr, ísfirskur tónlistarmaður og gítarleikari, sig til og spilaði lag eftir þeim nótum sem hann þóttist greina á myndinni.Nördar á Reddit spreyta sig á útsetningum Haukur segir að seinna hafi einhver tekið sig til og birt þetta á Reddit. „Þar hópuðust að einhverjir nördar sem fóru að spila þetta og útsetja. Það er komið fullt af útgáfum,“ segir Haukur og honum er skemmt yfir því hvernig þróunin hefur verið.Haukur með yrðling í annarri og linsu í hinni.Haukur telur einsýnt að þetta hljóti að verða Fossvatnslagið 2019, þessi óvænti samruni listgreina. „Já, það var einhver hér á Ísafirði sem nefndi að þetta væri sjálfsmynd Ísafjarðar, sem vill kenna sig við skíði og tónlist. Einhvern veginn sjálfssprottin sjálfa.“Vill ekki sjá mannfjölda á Vestfjörðum Haukur er menntaður mannfræðingur og er búsettur á Ísafirði ásamt fjölskyldu sinni hvar hann rekur sitt fyrirtæki þar sem snýr einkum að ljósmyndun, myndbandsgerð og markaðsmálum fyrir Vestfirði. Hann sér meðal annars um samfélagsmiðla Visit Westfjords, sem miða að því að segja frá og sýna vestfirska menningu og náttúru. Vestfjarðarkjálkinn hlýtur að vera næstur á dagskrá í tengslum við straum ferðamanna um landið nú þegar ferðamennirnir sjálfir eru farnir að kvarta undan mannfjölda. Eða hvað? Haukur er reyndar ekkert endilega á því þó hann starfi við markaðsmál sem snúa að ferðamennsku fyrir Vestfirði. „Við viljum ekkert þennan mannfjölda. Fínt eins og þetta er. Mig hryllir við þeirri tilhugsun að þetta verði eins og Suðurlandið. Sjarmi Vestfjarða er einmitt sá að hér getur maður verið svolítið eins og Palli var einn í heiminum.“
Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Fleiri fréttir Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Sjá meira