Segja skort á atvinnutækifærum ástæðu fólksfækkunar á Stöðvarfirði Sunna Sæmundsdóttir skrifar 7. maí 2018 20:00 Íbúar á Stöðvarfirði kenna skorti á atvinnutækifærum um viðvarandi fólksfækkun í bænum. Eigandi listasmiðju sem rekin er í gömlu fiskvinnslu bæjarins segir nauðsynlegt að hlúa betur að frumkvöðlastarfi á landsbyggðinni. Á Stöðvarfirði hefur verið stanslaus fólksfækkun á síðustu árum enda segja heimamenn að lítið sé um atvinnutækifæri og er skólinn stærsti vinnustaðurinn. Í skólanum starfa þrettán manns fyrir 23 nemendur á grunn- og leikskólastigi. Í yngstu árgöngunum er einungis einn í hverjum bekk og situr fyrsti til fjórði bekkur saman í stofu. Skólastjóri að nemendum hafi fækkað hratt. „Það er ekki meira en svona tíu ár síðan við vorum þrjátíu og við vorum fimmtíu fyrir svona tuttugu árum,“ segir Jónas Eggert Ólafsson, skólastjóri Stöðvarfjarðarskóla. Á þeim tíma hrundi atvinnustarfsemi í bænum til grunna þegar fiskvinnslunni var lokað og togararnir fóru. Fólkið flutti með og telur Jónas að fleiri atvinnutækifæri þurfi til að draga það til baka. „Það væri það besta. Að hafa atvinnu og laða ungt fólk til bæjarins en það er meira en að segja það.“Að fá eitthvað fyrirtæki í bæinn? „Já, það væri það besta.“ Það er kannski táknrænt að fjölbreytt störf séu að fæðast í gömlu fiskvinnslunni, eða Sköpunarmiðstöðinni. Þar er tekið á móti listamönnum sem geta dvalið þar og skapar, einn eigandi er að setja upp hljóðver og hinir tveir móta leirfugla til að halda starfseminni gangandi. „Þetta er sem sagt okkar lifibrauð. Svona höldum við okkur uppi en allur rekstur, uppbygging og viðbygging er eitthvað sem við gerum sjálfboðaliðastarfi,“ segir Una Sigurðardóttir, eigandi Sköpunarmiðstöðvarinnar. Una segir þetta erfiðan róður og telur að efla þurfi styrkjaumhverfi á landsbyggðinni til að ýta undir nýsköpun. „Það er til svo mikils að vinna af því að ef það væri tekið utan um okkur af fullum þunga gætum við verið að koma upp fleiri störfum. Sem skiptir mjög miklu máli í svona bæjum eins og Stöðvarfirði.“ Kosningar 2018 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Sjá meira
Íbúar á Stöðvarfirði kenna skorti á atvinnutækifærum um viðvarandi fólksfækkun í bænum. Eigandi listasmiðju sem rekin er í gömlu fiskvinnslu bæjarins segir nauðsynlegt að hlúa betur að frumkvöðlastarfi á landsbyggðinni. Á Stöðvarfirði hefur verið stanslaus fólksfækkun á síðustu árum enda segja heimamenn að lítið sé um atvinnutækifæri og er skólinn stærsti vinnustaðurinn. Í skólanum starfa þrettán manns fyrir 23 nemendur á grunn- og leikskólastigi. Í yngstu árgöngunum er einungis einn í hverjum bekk og situr fyrsti til fjórði bekkur saman í stofu. Skólastjóri að nemendum hafi fækkað hratt. „Það er ekki meira en svona tíu ár síðan við vorum þrjátíu og við vorum fimmtíu fyrir svona tuttugu árum,“ segir Jónas Eggert Ólafsson, skólastjóri Stöðvarfjarðarskóla. Á þeim tíma hrundi atvinnustarfsemi í bænum til grunna þegar fiskvinnslunni var lokað og togararnir fóru. Fólkið flutti með og telur Jónas að fleiri atvinnutækifæri þurfi til að draga það til baka. „Það væri það besta. Að hafa atvinnu og laða ungt fólk til bæjarins en það er meira en að segja það.“Að fá eitthvað fyrirtæki í bæinn? „Já, það væri það besta.“ Það er kannski táknrænt að fjölbreytt störf séu að fæðast í gömlu fiskvinnslunni, eða Sköpunarmiðstöðinni. Þar er tekið á móti listamönnum sem geta dvalið þar og skapar, einn eigandi er að setja upp hljóðver og hinir tveir móta leirfugla til að halda starfseminni gangandi. „Þetta er sem sagt okkar lifibrauð. Svona höldum við okkur uppi en allur rekstur, uppbygging og viðbygging er eitthvað sem við gerum sjálfboðaliðastarfi,“ segir Una Sigurðardóttir, eigandi Sköpunarmiðstöðvarinnar. Una segir þetta erfiðan róður og telur að efla þurfi styrkjaumhverfi á landsbyggðinni til að ýta undir nýsköpun. „Það er til svo mikils að vinna af því að ef það væri tekið utan um okkur af fullum þunga gætum við verið að koma upp fleiri störfum. Sem skiptir mjög miklu máli í svona bæjum eins og Stöðvarfirði.“
Kosningar 2018 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Sjá meira