Erlent

Varaður við því að Trump myndi reyna að koma óorði á hann

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Trump hyggst tilkynna ákvörðun sína varðandi kjarnorkusamninginn við Íran á morgun.
Trump hyggst tilkynna ákvörðun sína varðandi kjarnorkusamninginn við Íran á morgun. vísiR/getty
Einn þekktasti stuðningsmaður kjarnorkusamningsins við Íran, Trita Parsi, var varaður við því af bandarískum leyniþjónustustofnunum að Donald Trump myndi reyna að koma óorði á hann vegna stuðnings hans við samninginn.

Parsi heyrði þessi varnaðarorð eftir að Trump var kjörinn forseti Bandaríkjanna í nóvember 2016 og áður en hann tók við embættinu í janúar árið eftir.

Trump er alls ekki hrifinn af kjarnorkusamningnum en er þessa dagana undir miklum þrýstingi frá öðrum þjóðarleiðtogum um að halda í samninginn. Tísti forsetinn fyrr í kvöld að hann ætlaði að tilkynna um ákvörðun sína varðandi samninginn á morgun.

Frestur Bandaríkjanna til að nema úr gildi viðskiptaþvinganir gegn Íran rennur út næstkomandi laugardag. Hefur Trump sagt að það muni hann ekki gera að óbreyttu; geri þurfi ýmsar lagfæringar á samkomulaginu áður en það felur í sér að Íranir láti af öllum áformu um þróun á kjarnatækni.

Parsi, sem er forseti Íransk-ameríska ráðsins (National American Iranian Council) var einnig einn af þeim sem ísraelska öryggisfyrirtækið Black Cube safnaði upplýsingum um í tengslum við óhróðursherferð sem fyrirtækið var að skipuleggja á hendur þeim sem sömdu við Íran fyrir hönd Bandaríkjanna á sínum tíma. Allt voru það nánir samstarfsmenn Barack Obama, forvera Trump í embætti forseta.


Tengdar fréttir

Varar Trump við „sögulegum mistökum“

Hassan Rouhani, forseti Írans, segir að Bandaríkin standi frammi fyrir sögulegum mistökum ákveðið Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, að hætta við kjarnorkusamninginn við Íran.

Trump vildi koma óorði á samningamennina

Samkvæmt skjölum sem breska blaðið The Observer hefur undir höndum réðu aðstoðarmenn Donalds Trump, Bandaríkjaforseta, ísraelskt fyrirtæki til að skipuleggja óhróðursherferð gegn þeim sem stjórnuðu samningaviðræðum við Íran þegar gerður var svokallaður kjarnorkusamningur. Samingurinn fól í sér að Íran myndi láta af öllum áformum um þróun á kjarnorkutækni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×