Hjólar hringinn í kringum landið og lýkur för á Vogi Ólöf Skaftadóttir skrifar 8. maí 2018 06:00 Arnór Gauti Helgason ætlar að hjóla um 1300 kílómetra. Arnór Gauti Helgason, matreiðslumaður á sjúkrahúsinu Vogi, ætlar að hjóla í kringum landið á sjö dögum til þess að vekja athygli á álfasölu SÁÁ. Ferðalagið hófst í Tíðaskarði í Hvalfirði á laugardaginn, en þegar blaðamaður náði tali af Arnóri Gauta í gær var hann staddur á Laugum í Aðaldal að gæða sér á norðlenskri pitsu og hafði þá hjólað rúmlega 400 kílómetra. „Við erum aðeins að hlaða batteríin fyrir átökin sem fram undan eru.“ Leiðin sem hann hjólar er samtals um 1.300 kílómetrar. Aðspurður segir Arnór Gauti aðdragandann að þessu framtaki sínu stuttan – hafa einkennst af hvatvísi frekar en mikilli yfirlegu. „Ég ræddi þessa hugmynd við Valgerði Rúnarsdóttur, sem er yfirlæknir á Vogi, og svo stuttu síðar var ég einhvern veginn bara kominn af stað! Þegar þetta var ákveðið sá ég fram á að hjóla þetta á stuttbuxunum og ná almennilegum lit í leiðinni. En þetta er þriðji dagurinn á hjólinu og jafnframt sá fyrsti sem er snjólaus,“ útskýrir Arnór Gauti og hlær. „Það var til dæmis ófært á Öxnadalsheiði og ég þurfti því að stökkva upp í bíl undan veðrinu. Svo var veghefill fyrir framan okkur á Holtavörðuheiðinni til þess að greiða leiðina.“ Arnór Gauti er hins vegar hvergi banginn og ætlar sér ótrauður að klára hringinn. Bráðum lýkur fimm ára starfsferli hans á sjúkrahúsinu og hann segist vilja þakka fyrir frábæran tíma með því að vekja athygli á álfasölunni, sem Arnór Gauti segir eina mikilvægustu fjáröflun samtakanna. „Nú kveð ég minn frábæra vinnustað innan skamms. Þetta hefur verið ótrúlega lærdómsríkur tími. Ég hef séð í gegnum starf mitt það mikilvæga starf sem SÁÁ vinnur, hvað prógrammið er að hjálpa mörgum og ég vil bara endilega að allir muni eftir okkur – og kaupi álfinn!“En hvað tekur við hjá Arnóri Gauta? „Það er nú kannski ákveðin mótsögn í því, en ég er að taka við mötuneytinu í ÁTVR,“ segir hann og hlær. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
Arnór Gauti Helgason, matreiðslumaður á sjúkrahúsinu Vogi, ætlar að hjóla í kringum landið á sjö dögum til þess að vekja athygli á álfasölu SÁÁ. Ferðalagið hófst í Tíðaskarði í Hvalfirði á laugardaginn, en þegar blaðamaður náði tali af Arnóri Gauta í gær var hann staddur á Laugum í Aðaldal að gæða sér á norðlenskri pitsu og hafði þá hjólað rúmlega 400 kílómetra. „Við erum aðeins að hlaða batteríin fyrir átökin sem fram undan eru.“ Leiðin sem hann hjólar er samtals um 1.300 kílómetrar. Aðspurður segir Arnór Gauti aðdragandann að þessu framtaki sínu stuttan – hafa einkennst af hvatvísi frekar en mikilli yfirlegu. „Ég ræddi þessa hugmynd við Valgerði Rúnarsdóttur, sem er yfirlæknir á Vogi, og svo stuttu síðar var ég einhvern veginn bara kominn af stað! Þegar þetta var ákveðið sá ég fram á að hjóla þetta á stuttbuxunum og ná almennilegum lit í leiðinni. En þetta er þriðji dagurinn á hjólinu og jafnframt sá fyrsti sem er snjólaus,“ útskýrir Arnór Gauti og hlær. „Það var til dæmis ófært á Öxnadalsheiði og ég þurfti því að stökkva upp í bíl undan veðrinu. Svo var veghefill fyrir framan okkur á Holtavörðuheiðinni til þess að greiða leiðina.“ Arnór Gauti er hins vegar hvergi banginn og ætlar sér ótrauður að klára hringinn. Bráðum lýkur fimm ára starfsferli hans á sjúkrahúsinu og hann segist vilja þakka fyrir frábæran tíma með því að vekja athygli á álfasölunni, sem Arnór Gauti segir eina mikilvægustu fjáröflun samtakanna. „Nú kveð ég minn frábæra vinnustað innan skamms. Þetta hefur verið ótrúlega lærdómsríkur tími. Ég hef séð í gegnum starf mitt það mikilvæga starf sem SÁÁ vinnur, hvað prógrammið er að hjálpa mörgum og ég vil bara endilega að allir muni eftir okkur – og kaupi álfinn!“En hvað tekur við hjá Arnóri Gauta? „Það er nú kannski ákveðin mótsögn í því, en ég er að taka við mötuneytinu í ÁTVR,“ segir hann og hlær.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira