Hjólar hringinn í kringum landið og lýkur för á Vogi Ólöf Skaftadóttir skrifar 8. maí 2018 06:00 Arnór Gauti Helgason ætlar að hjóla um 1300 kílómetra. Arnór Gauti Helgason, matreiðslumaður á sjúkrahúsinu Vogi, ætlar að hjóla í kringum landið á sjö dögum til þess að vekja athygli á álfasölu SÁÁ. Ferðalagið hófst í Tíðaskarði í Hvalfirði á laugardaginn, en þegar blaðamaður náði tali af Arnóri Gauta í gær var hann staddur á Laugum í Aðaldal að gæða sér á norðlenskri pitsu og hafði þá hjólað rúmlega 400 kílómetra. „Við erum aðeins að hlaða batteríin fyrir átökin sem fram undan eru.“ Leiðin sem hann hjólar er samtals um 1.300 kílómetrar. Aðspurður segir Arnór Gauti aðdragandann að þessu framtaki sínu stuttan – hafa einkennst af hvatvísi frekar en mikilli yfirlegu. „Ég ræddi þessa hugmynd við Valgerði Rúnarsdóttur, sem er yfirlæknir á Vogi, og svo stuttu síðar var ég einhvern veginn bara kominn af stað! Þegar þetta var ákveðið sá ég fram á að hjóla þetta á stuttbuxunum og ná almennilegum lit í leiðinni. En þetta er þriðji dagurinn á hjólinu og jafnframt sá fyrsti sem er snjólaus,“ útskýrir Arnór Gauti og hlær. „Það var til dæmis ófært á Öxnadalsheiði og ég þurfti því að stökkva upp í bíl undan veðrinu. Svo var veghefill fyrir framan okkur á Holtavörðuheiðinni til þess að greiða leiðina.“ Arnór Gauti er hins vegar hvergi banginn og ætlar sér ótrauður að klára hringinn. Bráðum lýkur fimm ára starfsferli hans á sjúkrahúsinu og hann segist vilja þakka fyrir frábæran tíma með því að vekja athygli á álfasölunni, sem Arnór Gauti segir eina mikilvægustu fjáröflun samtakanna. „Nú kveð ég minn frábæra vinnustað innan skamms. Þetta hefur verið ótrúlega lærdómsríkur tími. Ég hef séð í gegnum starf mitt það mikilvæga starf sem SÁÁ vinnur, hvað prógrammið er að hjálpa mörgum og ég vil bara endilega að allir muni eftir okkur – og kaupi álfinn!“En hvað tekur við hjá Arnóri Gauta? „Það er nú kannski ákveðin mótsögn í því, en ég er að taka við mötuneytinu í ÁTVR,“ segir hann og hlær. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Innlent Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Innlent Fleiri fréttir Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Sjá meira
Arnór Gauti Helgason, matreiðslumaður á sjúkrahúsinu Vogi, ætlar að hjóla í kringum landið á sjö dögum til þess að vekja athygli á álfasölu SÁÁ. Ferðalagið hófst í Tíðaskarði í Hvalfirði á laugardaginn, en þegar blaðamaður náði tali af Arnóri Gauta í gær var hann staddur á Laugum í Aðaldal að gæða sér á norðlenskri pitsu og hafði þá hjólað rúmlega 400 kílómetra. „Við erum aðeins að hlaða batteríin fyrir átökin sem fram undan eru.“ Leiðin sem hann hjólar er samtals um 1.300 kílómetrar. Aðspurður segir Arnór Gauti aðdragandann að þessu framtaki sínu stuttan – hafa einkennst af hvatvísi frekar en mikilli yfirlegu. „Ég ræddi þessa hugmynd við Valgerði Rúnarsdóttur, sem er yfirlæknir á Vogi, og svo stuttu síðar var ég einhvern veginn bara kominn af stað! Þegar þetta var ákveðið sá ég fram á að hjóla þetta á stuttbuxunum og ná almennilegum lit í leiðinni. En þetta er þriðji dagurinn á hjólinu og jafnframt sá fyrsti sem er snjólaus,“ útskýrir Arnór Gauti og hlær. „Það var til dæmis ófært á Öxnadalsheiði og ég þurfti því að stökkva upp í bíl undan veðrinu. Svo var veghefill fyrir framan okkur á Holtavörðuheiðinni til þess að greiða leiðina.“ Arnór Gauti er hins vegar hvergi banginn og ætlar sér ótrauður að klára hringinn. Bráðum lýkur fimm ára starfsferli hans á sjúkrahúsinu og hann segist vilja þakka fyrir frábæran tíma með því að vekja athygli á álfasölunni, sem Arnór Gauti segir eina mikilvægustu fjáröflun samtakanna. „Nú kveð ég minn frábæra vinnustað innan skamms. Þetta hefur verið ótrúlega lærdómsríkur tími. Ég hef séð í gegnum starf mitt það mikilvæga starf sem SÁÁ vinnur, hvað prógrammið er að hjálpa mörgum og ég vil bara endilega að allir muni eftir okkur – og kaupi álfinn!“En hvað tekur við hjá Arnóri Gauta? „Það er nú kannski ákveðin mótsögn í því, en ég er að taka við mötuneytinu í ÁTVR,“ segir hann og hlær.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Innlent Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Innlent Fleiri fréttir Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Sjá meira