Hjólar hringinn í kringum landið og lýkur för á Vogi Ólöf Skaftadóttir skrifar 8. maí 2018 06:00 Arnór Gauti Helgason ætlar að hjóla um 1300 kílómetra. Arnór Gauti Helgason, matreiðslumaður á sjúkrahúsinu Vogi, ætlar að hjóla í kringum landið á sjö dögum til þess að vekja athygli á álfasölu SÁÁ. Ferðalagið hófst í Tíðaskarði í Hvalfirði á laugardaginn, en þegar blaðamaður náði tali af Arnóri Gauta í gær var hann staddur á Laugum í Aðaldal að gæða sér á norðlenskri pitsu og hafði þá hjólað rúmlega 400 kílómetra. „Við erum aðeins að hlaða batteríin fyrir átökin sem fram undan eru.“ Leiðin sem hann hjólar er samtals um 1.300 kílómetrar. Aðspurður segir Arnór Gauti aðdragandann að þessu framtaki sínu stuttan – hafa einkennst af hvatvísi frekar en mikilli yfirlegu. „Ég ræddi þessa hugmynd við Valgerði Rúnarsdóttur, sem er yfirlæknir á Vogi, og svo stuttu síðar var ég einhvern veginn bara kominn af stað! Þegar þetta var ákveðið sá ég fram á að hjóla þetta á stuttbuxunum og ná almennilegum lit í leiðinni. En þetta er þriðji dagurinn á hjólinu og jafnframt sá fyrsti sem er snjólaus,“ útskýrir Arnór Gauti og hlær. „Það var til dæmis ófært á Öxnadalsheiði og ég þurfti því að stökkva upp í bíl undan veðrinu. Svo var veghefill fyrir framan okkur á Holtavörðuheiðinni til þess að greiða leiðina.“ Arnór Gauti er hins vegar hvergi banginn og ætlar sér ótrauður að klára hringinn. Bráðum lýkur fimm ára starfsferli hans á sjúkrahúsinu og hann segist vilja þakka fyrir frábæran tíma með því að vekja athygli á álfasölunni, sem Arnór Gauti segir eina mikilvægustu fjáröflun samtakanna. „Nú kveð ég minn frábæra vinnustað innan skamms. Þetta hefur verið ótrúlega lærdómsríkur tími. Ég hef séð í gegnum starf mitt það mikilvæga starf sem SÁÁ vinnur, hvað prógrammið er að hjálpa mörgum og ég vil bara endilega að allir muni eftir okkur – og kaupi álfinn!“En hvað tekur við hjá Arnóri Gauta? „Það er nú kannski ákveðin mótsögn í því, en ég er að taka við mötuneytinu í ÁTVR,“ segir hann og hlær. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira
Arnór Gauti Helgason, matreiðslumaður á sjúkrahúsinu Vogi, ætlar að hjóla í kringum landið á sjö dögum til þess að vekja athygli á álfasölu SÁÁ. Ferðalagið hófst í Tíðaskarði í Hvalfirði á laugardaginn, en þegar blaðamaður náði tali af Arnóri Gauta í gær var hann staddur á Laugum í Aðaldal að gæða sér á norðlenskri pitsu og hafði þá hjólað rúmlega 400 kílómetra. „Við erum aðeins að hlaða batteríin fyrir átökin sem fram undan eru.“ Leiðin sem hann hjólar er samtals um 1.300 kílómetrar. Aðspurður segir Arnór Gauti aðdragandann að þessu framtaki sínu stuttan – hafa einkennst af hvatvísi frekar en mikilli yfirlegu. „Ég ræddi þessa hugmynd við Valgerði Rúnarsdóttur, sem er yfirlæknir á Vogi, og svo stuttu síðar var ég einhvern veginn bara kominn af stað! Þegar þetta var ákveðið sá ég fram á að hjóla þetta á stuttbuxunum og ná almennilegum lit í leiðinni. En þetta er þriðji dagurinn á hjólinu og jafnframt sá fyrsti sem er snjólaus,“ útskýrir Arnór Gauti og hlær. „Það var til dæmis ófært á Öxnadalsheiði og ég þurfti því að stökkva upp í bíl undan veðrinu. Svo var veghefill fyrir framan okkur á Holtavörðuheiðinni til þess að greiða leiðina.“ Arnór Gauti er hins vegar hvergi banginn og ætlar sér ótrauður að klára hringinn. Bráðum lýkur fimm ára starfsferli hans á sjúkrahúsinu og hann segist vilja þakka fyrir frábæran tíma með því að vekja athygli á álfasölunni, sem Arnór Gauti segir eina mikilvægustu fjáröflun samtakanna. „Nú kveð ég minn frábæra vinnustað innan skamms. Þetta hefur verið ótrúlega lærdómsríkur tími. Ég hef séð í gegnum starf mitt það mikilvæga starf sem SÁÁ vinnur, hvað prógrammið er að hjálpa mörgum og ég vil bara endilega að allir muni eftir okkur – og kaupi álfinn!“En hvað tekur við hjá Arnóri Gauta? „Það er nú kannski ákveðin mótsögn í því, en ég er að taka við mötuneytinu í ÁTVR,“ segir hann og hlær.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira