FH missir fjórða lykilmanninn í sumar: Ágúst Elí samdi í Svíþjóð Tómas Þór Þórðarson skrifar 8. maí 2018 10:00 Ágúst Elí hefur verið mjög öflugur í marki FH í vetur. vísir/stefán Ágúst Elí Björgvinsson, markvörður FH í Olís-deild karla í handbolta, er á leið til sænska úrvalsdeildarliðsins IK Sävehof eftir tímabilið hér heima, samkvæmt heimildum Vísis. Ágúst er búinn að semja við sænska stórliðið sem kaupir markvörðinn frá Hafnafjarðarfélaginu en hann á eftir að gangast undir læknisskoðun áður en gengið verður endanlega frá málum, samkvæmt heimildum Vísis. Sävehof hefur fimm sinnum orðið Svíþjóðarmeistari, síðast árið 2012 en liðið vann deildina þrjú ár í röð frá 2010-2012. Atli Ævar Ingólfsson, línumaður Selfoss, spilaði síðast með Sävehof á síðustu leiktíð áður en að hann sneri aftur heim.Gísli Þorgeir fer til Kiel í sumar.vísir/eyþórFór á EM Ágúst Elí hefur verið mjög öflugur á tímabilinu í Olís-deildinni en frammistaða hans fyrir áramót skilaði honum sæti í EM-hópi Geirs Sveinssonar í Króatíu í byrjun árs. Hann varði 35 prósent skotanna sem að hann fékk á sig í deildarkeppninni þar sem að hann datt aðeins niður eftir EM-ævintýrið. Ágúst hefur verið frábær í undanúrslitaeinvígi FH á móti Selfossi en úrslitin í því ráðast í oddaleik á miðvikudagskvöldið. Glugginn á Íslandsmeistaratitil hjá þessu frábæra FH-liði virðist svo sannarlega vera að lokast því Ágúst Elí er fjórði leikmaðurinn sem FH mun missa eftir tímabilið.Óðinn Þór Ríkharðsson fer til GOG.Vísir/AntonÞrír að fara Fyrst var það Óðinn Þór Ríkharðsson, hornamaður, sem að samdi við danska úrvalsdeildarliðið GOG á Fjóni í desember á síðasta ári og degi síðar samdi undrabarnið Gísli Þorgeir Kristjánsson við þýska stórliðið Kiel. Morgunblaðið greindi svo frá því í síðustu viku að varnartröllið og stórskyttan Ísak Rafnsson væri í viðræðum við austurríska liðið Schwaz Handball Tirol og að góðar líkur væru á því að Ísak myndi yfirgefa FH eftir tímabilið. Leikurinn annað kvöld í Vallaskóla á Selfossi gæti því orðið kveðjuleikur fjögurra leikmanna FH en sigur kemur því í úrslitarimmuna á móti ÍBV. Leikurinn hefst klukkan 20.00 en upphitun hefst með Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport HD klukkan 19.30. Olís-deild karla Mest lesið „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Körfubolti Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Íslenski boltinn Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Golf Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn Gæti þurft úrslitaleik á Ítalíu eftir VAR-drama Fótbolti Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Körfubolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Fleiri fréttir Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Sjá meira
Ágúst Elí Björgvinsson, markvörður FH í Olís-deild karla í handbolta, er á leið til sænska úrvalsdeildarliðsins IK Sävehof eftir tímabilið hér heima, samkvæmt heimildum Vísis. Ágúst er búinn að semja við sænska stórliðið sem kaupir markvörðinn frá Hafnafjarðarfélaginu en hann á eftir að gangast undir læknisskoðun áður en gengið verður endanlega frá málum, samkvæmt heimildum Vísis. Sävehof hefur fimm sinnum orðið Svíþjóðarmeistari, síðast árið 2012 en liðið vann deildina þrjú ár í röð frá 2010-2012. Atli Ævar Ingólfsson, línumaður Selfoss, spilaði síðast með Sävehof á síðustu leiktíð áður en að hann sneri aftur heim.Gísli Þorgeir fer til Kiel í sumar.vísir/eyþórFór á EM Ágúst Elí hefur verið mjög öflugur á tímabilinu í Olís-deildinni en frammistaða hans fyrir áramót skilaði honum sæti í EM-hópi Geirs Sveinssonar í Króatíu í byrjun árs. Hann varði 35 prósent skotanna sem að hann fékk á sig í deildarkeppninni þar sem að hann datt aðeins niður eftir EM-ævintýrið. Ágúst hefur verið frábær í undanúrslitaeinvígi FH á móti Selfossi en úrslitin í því ráðast í oddaleik á miðvikudagskvöldið. Glugginn á Íslandsmeistaratitil hjá þessu frábæra FH-liði virðist svo sannarlega vera að lokast því Ágúst Elí er fjórði leikmaðurinn sem FH mun missa eftir tímabilið.Óðinn Þór Ríkharðsson fer til GOG.Vísir/AntonÞrír að fara Fyrst var það Óðinn Þór Ríkharðsson, hornamaður, sem að samdi við danska úrvalsdeildarliðið GOG á Fjóni í desember á síðasta ári og degi síðar samdi undrabarnið Gísli Þorgeir Kristjánsson við þýska stórliðið Kiel. Morgunblaðið greindi svo frá því í síðustu viku að varnartröllið og stórskyttan Ísak Rafnsson væri í viðræðum við austurríska liðið Schwaz Handball Tirol og að góðar líkur væru á því að Ísak myndi yfirgefa FH eftir tímabilið. Leikurinn annað kvöld í Vallaskóla á Selfossi gæti því orðið kveðjuleikur fjögurra leikmanna FH en sigur kemur því í úrslitarimmuna á móti ÍBV. Leikurinn hefst klukkan 20.00 en upphitun hefst með Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport HD klukkan 19.30.
Olís-deild karla Mest lesið „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Körfubolti Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Íslenski boltinn Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Golf Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn Gæti þurft úrslitaleik á Ítalíu eftir VAR-drama Fótbolti Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Körfubolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Fleiri fréttir Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Sjá meira
Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn
Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn