Sveitarstjórnarmenn hætta í hrönnum eftir kjörtímabilið Kristján Már Unnarsson skrifar 8. maí 2018 20:45 Eva Marín Hlynsdóttir, lektor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Búast má við að upp undir sextíu prósent þeirra sem kjörnir verða í sveitarstjórnir landsins í kosningunum eftir átján daga verði nýliðar. Verulega hefur dregið úr áhuga sveitarstjórnarmanna á að sækjast eftir endurkjöri. Þetta kom fram í viðtali við Evu Marín Hlynsdóttur, lektor í opinberri stjórnsýslu, í fréttum Stöðvar 2. Kannski er Reykhólahreppur lýsandi fyrir stöðuna víða um land. Þar skorast þrír af fimm sveitarstjórnarmönnum undan endurkjöri. Þar verður persónukjör þar sem enginn listi barst. Stjórnmálafræðingurinn Eva Marín Hlynsdóttir við Háskóla Íslands segir hlutfall nýliða í sveitarstjórnum hafa aukist. Upp úr 1990 hafi heildarendurnýjun sveitarstjórnarmanna verið 40 prósent. Núna sé hún á milli 55 og 60 prósent. Í könnun sem Eva Marín gerði í fyrravor sögðust 43 prósent sveitarstjórnarmanna ekki ætla að bjóða sig fram aftur en auk þess ná margir þeirra ekki endurkjöri.Frá fundi í bæjarstjórn Hafnarfjarðar.Mynd/Stöð 2.Stærð sveitarfélaga virðist skipta máli því. Því stærra sem sveitarfélagið er, því meiri áhugi er hjá sveitarstjórnarmönnum á endurkjöri. Þá sækjast konur síður eftir því að halda áfram. „Við erum að sjá endurnýjun milli 50 og 60 prósent, og alveg upp undir 65 prósent hjá konum. Þegar þetta er orðið svona mikið endurnýjunarhlutfall í hverjum sveitarstjórnarkosningum þá þýðir þetta einfaldlega það að það er mikil þekking sem er að fara út úr sveitarstjórnunum og hún er kannski að fara aðeins of hratt. Það er eðlilegt að það sé endurnýjun. Við viljum hafa endurnýjun. Við viljum ekkert alltaf hafa sama fólkið í sveitarstjórninni. En við viljum kannski ekki heldur að fólk fari út í hrönnum eftir eitt kjörtímabil,“ segir Eva Marín. Frá fundi hreppsnefndar Reykhólahrepps.Stöð 2/Sindri Reyr Einarsson.Þau á Reykhólum samþykktu á fundinum sem birtist í fréttinni veg um Teigsskóg en það sýnir að í sveitarstjórnum geta menn haft mikil áhrif á mótun samfélagsins. En starfinu fylgir jafnframt flókin stjórnsýsla og vinnuálag, sem Eva telur geta skýrt minnkandi áhuga á endurkjöri. „Þetta er mikil vinna. Þetta er ekki mikið borgað. Við erum náttúrlega með áhugamannakerfi hér sem þýðir að þú ert ekki í fullu starfi, nema þá í Reykjavík. Þetta er álag, þetta er mjög tímafrekt, - flókin verkefni. Það eru stöðugt að verða flóknari verkefni sem eru á sveitarstjórnarstiginu. Fólk er einfaldlega farið að ákveða það kannski; ja.. mínum tíma er kannski betur varið í eitthvað annað,“ segir Eva Marín. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Kosningar 2018 Tengdar fréttir Öll sveitarstjórn Reykhólahrepps hættir Enginn framboðslisti barst vegna sveitarstjórnarkosninga í Reykhólahreppi 31.maí. 12. maí 2014 10:39 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Fleiri fréttir Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Sjá meira
Búast má við að upp undir sextíu prósent þeirra sem kjörnir verða í sveitarstjórnir landsins í kosningunum eftir átján daga verði nýliðar. Verulega hefur dregið úr áhuga sveitarstjórnarmanna á að sækjast eftir endurkjöri. Þetta kom fram í viðtali við Evu Marín Hlynsdóttur, lektor í opinberri stjórnsýslu, í fréttum Stöðvar 2. Kannski er Reykhólahreppur lýsandi fyrir stöðuna víða um land. Þar skorast þrír af fimm sveitarstjórnarmönnum undan endurkjöri. Þar verður persónukjör þar sem enginn listi barst. Stjórnmálafræðingurinn Eva Marín Hlynsdóttir við Háskóla Íslands segir hlutfall nýliða í sveitarstjórnum hafa aukist. Upp úr 1990 hafi heildarendurnýjun sveitarstjórnarmanna verið 40 prósent. Núna sé hún á milli 55 og 60 prósent. Í könnun sem Eva Marín gerði í fyrravor sögðust 43 prósent sveitarstjórnarmanna ekki ætla að bjóða sig fram aftur en auk þess ná margir þeirra ekki endurkjöri.Frá fundi í bæjarstjórn Hafnarfjarðar.Mynd/Stöð 2.Stærð sveitarfélaga virðist skipta máli því. Því stærra sem sveitarfélagið er, því meiri áhugi er hjá sveitarstjórnarmönnum á endurkjöri. Þá sækjast konur síður eftir því að halda áfram. „Við erum að sjá endurnýjun milli 50 og 60 prósent, og alveg upp undir 65 prósent hjá konum. Þegar þetta er orðið svona mikið endurnýjunarhlutfall í hverjum sveitarstjórnarkosningum þá þýðir þetta einfaldlega það að það er mikil þekking sem er að fara út úr sveitarstjórnunum og hún er kannski að fara aðeins of hratt. Það er eðlilegt að það sé endurnýjun. Við viljum hafa endurnýjun. Við viljum ekkert alltaf hafa sama fólkið í sveitarstjórninni. En við viljum kannski ekki heldur að fólk fari út í hrönnum eftir eitt kjörtímabil,“ segir Eva Marín. Frá fundi hreppsnefndar Reykhólahrepps.Stöð 2/Sindri Reyr Einarsson.Þau á Reykhólum samþykktu á fundinum sem birtist í fréttinni veg um Teigsskóg en það sýnir að í sveitarstjórnum geta menn haft mikil áhrif á mótun samfélagsins. En starfinu fylgir jafnframt flókin stjórnsýsla og vinnuálag, sem Eva telur geta skýrt minnkandi áhuga á endurkjöri. „Þetta er mikil vinna. Þetta er ekki mikið borgað. Við erum náttúrlega með áhugamannakerfi hér sem þýðir að þú ert ekki í fullu starfi, nema þá í Reykjavík. Þetta er álag, þetta er mjög tímafrekt, - flókin verkefni. Það eru stöðugt að verða flóknari verkefni sem eru á sveitarstjórnarstiginu. Fólk er einfaldlega farið að ákveða það kannski; ja.. mínum tíma er kannski betur varið í eitthvað annað,“ segir Eva Marín. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Kosningar 2018 Tengdar fréttir Öll sveitarstjórn Reykhólahrepps hættir Enginn framboðslisti barst vegna sveitarstjórnarkosninga í Reykhólahreppi 31.maí. 12. maí 2014 10:39 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Fleiri fréttir Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Sjá meira
Öll sveitarstjórn Reykhólahrepps hættir Enginn framboðslisti barst vegna sveitarstjórnarkosninga í Reykhólahreppi 31.maí. 12. maí 2014 10:39