Fótbolti

Blatter: HM á að vera í einu landi

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Blatter hefur sterkar skoðanir á hlutunum eftir að hafa staðið lengi við stýrið.
Blatter hefur sterkar skoðanir á hlutunum eftir að hafa staðið lengi við stýrið. vísir/getty
Þó svo Sepp Blatter sé horfinn á braut frá FIFA þá er hann enn duglegur við að koma sínum hugmyndum á framfæri við knattspyrnuheiminn.

Nú er verið að skoða að halda HM í þremur löndum árið 2026 en Bandaríkin, Kanada og Mexíkó hafa sótt um að halda mótið saman. Það hugnast Blatter ekki.

„Allar þessar þjóðir gætu haldið mótið upp á eigin spýtur. Af hverju ættu þessar þjóðir þá að halda saman? Það á að halda HM í einu landi,“ sagði Blatter sem vill halda í hefðirnar.

Árið 2002 var mótið haldið í Japan og Suður-Kóreu og Blatter segir að reynslan af því móti hafi verið slæm. Sérstaklega varðandi skipulagningu. Í kjölfarið hafi FIFA hafnað öllum umsóknum frá þjóðum sem vildu halda HM saman.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×