Þjónustufulltrúar Hörpu ekkert heyrt frá Svanhildi Jakob Bjarnar skrifar 9. maí 2018 11:46 Svanhildur og Harpa en hressilega blæs um starfsemina þar nú um stundir. Þjónustufulltrúar Hörpu, sem sagt hafa upp störfum, hafa ekkert heyrt frá Svanhildi Konráðsdóttur forstjóra Hörpu, né stjórn hússins. Vísir ræddi við þjónustufulltrúa sem segir að einu skilaboðin, frá því þau sögðu upp í mótmælaskyni, væri yfirlýsingin frá því því gær þar sem þeim var óskað velfarnaðar og þökkuð góð störf. Samkvæmt heimildum Vísis hafa nánast allir þjónustufulltrúar hússins sagt upp störfum, en þeir eru 27 talsins. Viðmælendur Vísis telja ljóst að stjórnendur geri sér varla grein fyrir því hvað í starfi þjónustufulltrúa felst, með brotthvarfi þeirra þurrkist út áralöng reynsla og dýrt muni reynast að þjálfa nýtt fólk upp í að sinna fjölbreyttu starfinu.Þjónustufulltrúarnir telja sig greina talsverða stéttarskiptingu við lýði innan hússins.Stjórnarformaður svarar fullum hálsiSvanhildur boðaði í gær, á Facebooksíðu sinni, að hún hefði farið fram á afturvirka launalækkun við stjórn. Hún talaði um að friður um húsið væri ofar öðru. Stjórnarformaður Hörpu, Þórður Sverrisson, sagði í viðtölum í gær að mikilvægt væri að friður væri um húsið.Þórður Sverrisson formaður stjórnar segir mikilvægt að friður ríkir um Hörpu og svarar gagnrýnendum fullum hálsi.visir/gvaEn svaraði gagnrýnendum fullum hálsi; talaði um falsfréttir í tengslum við launahækkanir Svanhildar og beindi spjótum að VR, en stéttarfélagið ætlar að hætta viðskiptum við húsið, að það væri mótsagnakennt að þeir hjá VR gagnrýndu laun Svanhildar meðan framkvæmdastjórar félagsins væru á svipuðum launum. Þá vildi Þórður meina að stórmannlegt væri af Svanhildi að fara fram á að laun hennar verði lækkuð.Ragnar Þór telur málflutning stjórnarformanns skrítinnRagnar Þór Ingólfsson, formaður VR, telur þetta sérkennilegan málflutning. „Hvort er stórmannlegra að lækka launin sín eða leiðrétta kjör þeirra sem málið snýst um?“ spyr Ragnar Þór á Facebooksíðu sinni. „Til að friður náist um starfsemi Hörpu er aðeins ein lausn. Að koma fram við starfsfólkið af virðingu og auðmýkt, biðjast afsökunar, og leiðrétta þá kjaraskerðingu sem þau urðu fyrir. Þá næst friður um starfsemi Hörpu og við í VR munum endurskoða ákvörðun okkar um að hætta þar viðskiptum.“Ragnar Þór segir of seint um rassinn gripið.Fjölmargir gagnrýnt HörpuÝmsir hafa gagnrýnt það hvernig að málum hefur verið staðið í Hörpu; Líf Magneudóttir, forseti borgarstjórnar Reykjavíkur telur þetta ekki forsvaranlegt, Ellen Kristjánsdóttir tónlistarmaður hefur boðað að hún muni ekki stíga fæti þar á svið fyrr en mál við þjónustufulltrúana hafa verið færð í skaplegt horf og menningarvinurinn Illugi Jökulsson, rithöfundur með meiru, segist ekki ætla í Hörpu aftur við óbreytta stöðu. Kjaramál Tengdar fréttir Svanhildur vill að laun hennar verði lækkuð Segir frið um Hörpu ofar öllu. 8. maí 2018 16:05 VR hættir viðskiptum við Hörpu Stéttarfélagið VR hefur ákveðið að hætta að nota Hörpu tónlistarhús undir viðburði félagsins. Ákvörðunin er tekin í ljósi yfirýsingar forstjóra Hörpu sem send var út í dag. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá VR. 8. maí 2018 15:06 Harpa kveður þjónustufulltrúa sína og óskar þeim góðs gengis Svanhildur Konráðsdóttir segir ekki rétt að laun sín hafi hækkað um 20 prósent. 8. maí 2018 11:55 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Fleiri fréttir „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Sjá meira
Þjónustufulltrúar Hörpu, sem sagt hafa upp störfum, hafa ekkert heyrt frá Svanhildi Konráðsdóttur forstjóra Hörpu, né stjórn hússins. Vísir ræddi við þjónustufulltrúa sem segir að einu skilaboðin, frá því þau sögðu upp í mótmælaskyni, væri yfirlýsingin frá því því gær þar sem þeim var óskað velfarnaðar og þökkuð góð störf. Samkvæmt heimildum Vísis hafa nánast allir þjónustufulltrúar hússins sagt upp störfum, en þeir eru 27 talsins. Viðmælendur Vísis telja ljóst að stjórnendur geri sér varla grein fyrir því hvað í starfi þjónustufulltrúa felst, með brotthvarfi þeirra þurrkist út áralöng reynsla og dýrt muni reynast að þjálfa nýtt fólk upp í að sinna fjölbreyttu starfinu.Þjónustufulltrúarnir telja sig greina talsverða stéttarskiptingu við lýði innan hússins.Stjórnarformaður svarar fullum hálsiSvanhildur boðaði í gær, á Facebooksíðu sinni, að hún hefði farið fram á afturvirka launalækkun við stjórn. Hún talaði um að friður um húsið væri ofar öðru. Stjórnarformaður Hörpu, Þórður Sverrisson, sagði í viðtölum í gær að mikilvægt væri að friður væri um húsið.Þórður Sverrisson formaður stjórnar segir mikilvægt að friður ríkir um Hörpu og svarar gagnrýnendum fullum hálsi.visir/gvaEn svaraði gagnrýnendum fullum hálsi; talaði um falsfréttir í tengslum við launahækkanir Svanhildar og beindi spjótum að VR, en stéttarfélagið ætlar að hætta viðskiptum við húsið, að það væri mótsagnakennt að þeir hjá VR gagnrýndu laun Svanhildar meðan framkvæmdastjórar félagsins væru á svipuðum launum. Þá vildi Þórður meina að stórmannlegt væri af Svanhildi að fara fram á að laun hennar verði lækkuð.Ragnar Þór telur málflutning stjórnarformanns skrítinnRagnar Þór Ingólfsson, formaður VR, telur þetta sérkennilegan málflutning. „Hvort er stórmannlegra að lækka launin sín eða leiðrétta kjör þeirra sem málið snýst um?“ spyr Ragnar Þór á Facebooksíðu sinni. „Til að friður náist um starfsemi Hörpu er aðeins ein lausn. Að koma fram við starfsfólkið af virðingu og auðmýkt, biðjast afsökunar, og leiðrétta þá kjaraskerðingu sem þau urðu fyrir. Þá næst friður um starfsemi Hörpu og við í VR munum endurskoða ákvörðun okkar um að hætta þar viðskiptum.“Ragnar Þór segir of seint um rassinn gripið.Fjölmargir gagnrýnt HörpuÝmsir hafa gagnrýnt það hvernig að málum hefur verið staðið í Hörpu; Líf Magneudóttir, forseti borgarstjórnar Reykjavíkur telur þetta ekki forsvaranlegt, Ellen Kristjánsdóttir tónlistarmaður hefur boðað að hún muni ekki stíga fæti þar á svið fyrr en mál við þjónustufulltrúana hafa verið færð í skaplegt horf og menningarvinurinn Illugi Jökulsson, rithöfundur með meiru, segist ekki ætla í Hörpu aftur við óbreytta stöðu.
Kjaramál Tengdar fréttir Svanhildur vill að laun hennar verði lækkuð Segir frið um Hörpu ofar öllu. 8. maí 2018 16:05 VR hættir viðskiptum við Hörpu Stéttarfélagið VR hefur ákveðið að hætta að nota Hörpu tónlistarhús undir viðburði félagsins. Ákvörðunin er tekin í ljósi yfirýsingar forstjóra Hörpu sem send var út í dag. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá VR. 8. maí 2018 15:06 Harpa kveður þjónustufulltrúa sína og óskar þeim góðs gengis Svanhildur Konráðsdóttir segir ekki rétt að laun sín hafi hækkað um 20 prósent. 8. maí 2018 11:55 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Fleiri fréttir „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Sjá meira
VR hættir viðskiptum við Hörpu Stéttarfélagið VR hefur ákveðið að hætta að nota Hörpu tónlistarhús undir viðburði félagsins. Ákvörðunin er tekin í ljósi yfirýsingar forstjóra Hörpu sem send var út í dag. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá VR. 8. maí 2018 15:06
Harpa kveður þjónustufulltrúa sína og óskar þeim góðs gengis Svanhildur Konráðsdóttir segir ekki rétt að laun sín hafi hækkað um 20 prósent. 8. maí 2018 11:55