Þjónustufulltrúar Hörpu ekkert heyrt frá Svanhildi Jakob Bjarnar skrifar 9. maí 2018 11:46 Svanhildur og Harpa en hressilega blæs um starfsemina þar nú um stundir. Þjónustufulltrúar Hörpu, sem sagt hafa upp störfum, hafa ekkert heyrt frá Svanhildi Konráðsdóttur forstjóra Hörpu, né stjórn hússins. Vísir ræddi við þjónustufulltrúa sem segir að einu skilaboðin, frá því þau sögðu upp í mótmælaskyni, væri yfirlýsingin frá því því gær þar sem þeim var óskað velfarnaðar og þökkuð góð störf. Samkvæmt heimildum Vísis hafa nánast allir þjónustufulltrúar hússins sagt upp störfum, en þeir eru 27 talsins. Viðmælendur Vísis telja ljóst að stjórnendur geri sér varla grein fyrir því hvað í starfi þjónustufulltrúa felst, með brotthvarfi þeirra þurrkist út áralöng reynsla og dýrt muni reynast að þjálfa nýtt fólk upp í að sinna fjölbreyttu starfinu.Þjónustufulltrúarnir telja sig greina talsverða stéttarskiptingu við lýði innan hússins.Stjórnarformaður svarar fullum hálsiSvanhildur boðaði í gær, á Facebooksíðu sinni, að hún hefði farið fram á afturvirka launalækkun við stjórn. Hún talaði um að friður um húsið væri ofar öðru. Stjórnarformaður Hörpu, Þórður Sverrisson, sagði í viðtölum í gær að mikilvægt væri að friður væri um húsið.Þórður Sverrisson formaður stjórnar segir mikilvægt að friður ríkir um Hörpu og svarar gagnrýnendum fullum hálsi.visir/gvaEn svaraði gagnrýnendum fullum hálsi; talaði um falsfréttir í tengslum við launahækkanir Svanhildar og beindi spjótum að VR, en stéttarfélagið ætlar að hætta viðskiptum við húsið, að það væri mótsagnakennt að þeir hjá VR gagnrýndu laun Svanhildar meðan framkvæmdastjórar félagsins væru á svipuðum launum. Þá vildi Þórður meina að stórmannlegt væri af Svanhildi að fara fram á að laun hennar verði lækkuð.Ragnar Þór telur málflutning stjórnarformanns skrítinnRagnar Þór Ingólfsson, formaður VR, telur þetta sérkennilegan málflutning. „Hvort er stórmannlegra að lækka launin sín eða leiðrétta kjör þeirra sem málið snýst um?“ spyr Ragnar Þór á Facebooksíðu sinni. „Til að friður náist um starfsemi Hörpu er aðeins ein lausn. Að koma fram við starfsfólkið af virðingu og auðmýkt, biðjast afsökunar, og leiðrétta þá kjaraskerðingu sem þau urðu fyrir. Þá næst friður um starfsemi Hörpu og við í VR munum endurskoða ákvörðun okkar um að hætta þar viðskiptum.“Ragnar Þór segir of seint um rassinn gripið.Fjölmargir gagnrýnt HörpuÝmsir hafa gagnrýnt það hvernig að málum hefur verið staðið í Hörpu; Líf Magneudóttir, forseti borgarstjórnar Reykjavíkur telur þetta ekki forsvaranlegt, Ellen Kristjánsdóttir tónlistarmaður hefur boðað að hún muni ekki stíga fæti þar á svið fyrr en mál við þjónustufulltrúana hafa verið færð í skaplegt horf og menningarvinurinn Illugi Jökulsson, rithöfundur með meiru, segist ekki ætla í Hörpu aftur við óbreytta stöðu. Kjaramál Tengdar fréttir Svanhildur vill að laun hennar verði lækkuð Segir frið um Hörpu ofar öllu. 8. maí 2018 16:05 VR hættir viðskiptum við Hörpu Stéttarfélagið VR hefur ákveðið að hætta að nota Hörpu tónlistarhús undir viðburði félagsins. Ákvörðunin er tekin í ljósi yfirýsingar forstjóra Hörpu sem send var út í dag. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá VR. 8. maí 2018 15:06 Harpa kveður þjónustufulltrúa sína og óskar þeim góðs gengis Svanhildur Konráðsdóttir segir ekki rétt að laun sín hafi hækkað um 20 prósent. 8. maí 2018 11:55 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Þjónustufulltrúar Hörpu, sem sagt hafa upp störfum, hafa ekkert heyrt frá Svanhildi Konráðsdóttur forstjóra Hörpu, né stjórn hússins. Vísir ræddi við þjónustufulltrúa sem segir að einu skilaboðin, frá því þau sögðu upp í mótmælaskyni, væri yfirlýsingin frá því því gær þar sem þeim var óskað velfarnaðar og þökkuð góð störf. Samkvæmt heimildum Vísis hafa nánast allir þjónustufulltrúar hússins sagt upp störfum, en þeir eru 27 talsins. Viðmælendur Vísis telja ljóst að stjórnendur geri sér varla grein fyrir því hvað í starfi þjónustufulltrúa felst, með brotthvarfi þeirra þurrkist út áralöng reynsla og dýrt muni reynast að þjálfa nýtt fólk upp í að sinna fjölbreyttu starfinu.Þjónustufulltrúarnir telja sig greina talsverða stéttarskiptingu við lýði innan hússins.Stjórnarformaður svarar fullum hálsiSvanhildur boðaði í gær, á Facebooksíðu sinni, að hún hefði farið fram á afturvirka launalækkun við stjórn. Hún talaði um að friður um húsið væri ofar öðru. Stjórnarformaður Hörpu, Þórður Sverrisson, sagði í viðtölum í gær að mikilvægt væri að friður væri um húsið.Þórður Sverrisson formaður stjórnar segir mikilvægt að friður ríkir um Hörpu og svarar gagnrýnendum fullum hálsi.visir/gvaEn svaraði gagnrýnendum fullum hálsi; talaði um falsfréttir í tengslum við launahækkanir Svanhildar og beindi spjótum að VR, en stéttarfélagið ætlar að hætta viðskiptum við húsið, að það væri mótsagnakennt að þeir hjá VR gagnrýndu laun Svanhildar meðan framkvæmdastjórar félagsins væru á svipuðum launum. Þá vildi Þórður meina að stórmannlegt væri af Svanhildi að fara fram á að laun hennar verði lækkuð.Ragnar Þór telur málflutning stjórnarformanns skrítinnRagnar Þór Ingólfsson, formaður VR, telur þetta sérkennilegan málflutning. „Hvort er stórmannlegra að lækka launin sín eða leiðrétta kjör þeirra sem málið snýst um?“ spyr Ragnar Þór á Facebooksíðu sinni. „Til að friður náist um starfsemi Hörpu er aðeins ein lausn. Að koma fram við starfsfólkið af virðingu og auðmýkt, biðjast afsökunar, og leiðrétta þá kjaraskerðingu sem þau urðu fyrir. Þá næst friður um starfsemi Hörpu og við í VR munum endurskoða ákvörðun okkar um að hætta þar viðskiptum.“Ragnar Þór segir of seint um rassinn gripið.Fjölmargir gagnrýnt HörpuÝmsir hafa gagnrýnt það hvernig að málum hefur verið staðið í Hörpu; Líf Magneudóttir, forseti borgarstjórnar Reykjavíkur telur þetta ekki forsvaranlegt, Ellen Kristjánsdóttir tónlistarmaður hefur boðað að hún muni ekki stíga fæti þar á svið fyrr en mál við þjónustufulltrúana hafa verið færð í skaplegt horf og menningarvinurinn Illugi Jökulsson, rithöfundur með meiru, segist ekki ætla í Hörpu aftur við óbreytta stöðu.
Kjaramál Tengdar fréttir Svanhildur vill að laun hennar verði lækkuð Segir frið um Hörpu ofar öllu. 8. maí 2018 16:05 VR hættir viðskiptum við Hörpu Stéttarfélagið VR hefur ákveðið að hætta að nota Hörpu tónlistarhús undir viðburði félagsins. Ákvörðunin er tekin í ljósi yfirýsingar forstjóra Hörpu sem send var út í dag. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá VR. 8. maí 2018 15:06 Harpa kveður þjónustufulltrúa sína og óskar þeim góðs gengis Svanhildur Konráðsdóttir segir ekki rétt að laun sín hafi hækkað um 20 prósent. 8. maí 2018 11:55 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
VR hættir viðskiptum við Hörpu Stéttarfélagið VR hefur ákveðið að hætta að nota Hörpu tónlistarhús undir viðburði félagsins. Ákvörðunin er tekin í ljósi yfirýsingar forstjóra Hörpu sem send var út í dag. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá VR. 8. maí 2018 15:06
Harpa kveður þjónustufulltrúa sína og óskar þeim góðs gengis Svanhildur Konráðsdóttir segir ekki rétt að laun sín hafi hækkað um 20 prósent. 8. maí 2018 11:55