Útlit Smjörva breytist ýmsum til hrellingar Jakob Bjarnar skrifar 9. maí 2018 13:35 Umbúðir Smjörva taka stakkaskiptum mörgum vanaföstum manninum til mikillar hrellingar. „Líður eins og þegar blái ópalinn hætti og hundrað kallinn var tekinn úr umferð; best að geyma nokkur eintök svo börn mín fái að kynnast lífinu eftir siðrofið,“ segir Gylfi Ólafsson heilsuhagfræðingur á Twitter. Gylfa er illa brugðið vegna þess að MS hyggst breyta um útlit á Smjörva, viðbiti sínu. Siðrof? Gylfi setur þetta vissulega fram í gamansömum tóni en engu að síður, hér er um nokkrar útlitsbreytingar að ræða sem varða flest heimili í landinu. Þannig að þeir hinir íhaldssömu ættu að setja sig í stellingar. Hvað er að gerast?Líður eins og þegar blái ópalinn hætti og hundraðkallinn var tekinn úr umferð; best að geyma nokkur eintök svo börnin mín fái að kynnast lífinu fyrir siðrofið. pic.twitter.com/nTXEEDmXNm— Gylfi Ólafsson (@GylfiOlafsson) May 8, 2018 Sunna Gunnars Marteinsdóttir, verkefnastjóri í upplýsinga- og fræðslumálum hjá MS, hefur fullan skilning á þessu uppnámi, í sjálfu sér. Hún segir Mjólkursamsöluna eigi margar ástsælar vörur í huga þjóðarinnar, sem hafa verið í framleiðslu í áratugi. Sunna bendir á að fyrirtækið eigi rætur að rekja til ársins 1927 en hafi starfað í núverandi mynd frá 2007.Sunna Gunnars Marteinsdóttir hjá MS er sérfróð um Smjörva og útlitsbreytingar á viðbitinu því.„Smjörvi var kynntur á blaðamannafundi árið 1981 í Osta- og smjörsölunni og var þá framleiddur af KEA á Akureyri og Osta- og smjörsölunni í Reykjavík. Var unnið að vinnslu og sölu hans í samvinnu við Svía. Kaupmenn á þeim tíma tóku þessari nýjung fagnandi og seldist strax vel af Smjörva. Í dag selst hann en vel en nú er hann framleiddur í mjólkurbúi Kaupfélagi Skagfirðinga og hjá MS Selfoss. Umbúðirnar hafa þó breyst aðeins á þessum 37 árum,“ segir Sunna sem er með allt á hreinu um Smjörva og umbúðirnar.Enska tungumálið bætist við Hún segir að vöruþróunarteymi Mjólkursamsölunnar hniki oft lítillega til í hönnun umbúðanna án þess að neytendur veiti því sérstaka athygli. „En, í þetta skiptið var ákveðið að fara í meiri breytingar sem þó vísa í umbúðirnar sem allir þekkja. Ferlið tók um tvo mánuði en til dæmis var áhersla var lögð á að halda sömu leturgerð og sama lit. Ennemm auglýsingastofa sá um hönnunina fyrir Mjólkursamsöluna.“Nokkur þróun hefur orðið útliti umbúða Smjörva, en þó aldrei eins miklar og nú.MS-fólk segir að verið sé að reyna að gera Smjörvann meira hluta af nútímanum þar sem skilaboð um umhverfismál eru meira áberandi og enska tungumálið bætist við.Nú er komin ensk merking á lokið sem hjálpar erlendum neytendum og skýrari hvatning til endurvinnslu á umbúðunum þar sem auðvelt er að taka pappann af plastinu og setja í endurvinnslu. „Uppskriftin hefur þó ekkert breyst með nýjum umbúðum. Með þessum umbúðabreytingum fylgir þó nýr bróður fyrir Smjörva, Létt Smjörvi, sem er fituminni en sá hefðbundni og kemur hann að mörgu leyti í stað Létt og laggotts sem hvarf af markaði fyrir nokkrum vikum,“ segir Sunna. Neytendur Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Sjá meira
„Líður eins og þegar blái ópalinn hætti og hundrað kallinn var tekinn úr umferð; best að geyma nokkur eintök svo börn mín fái að kynnast lífinu eftir siðrofið,“ segir Gylfi Ólafsson heilsuhagfræðingur á Twitter. Gylfa er illa brugðið vegna þess að MS hyggst breyta um útlit á Smjörva, viðbiti sínu. Siðrof? Gylfi setur þetta vissulega fram í gamansömum tóni en engu að síður, hér er um nokkrar útlitsbreytingar að ræða sem varða flest heimili í landinu. Þannig að þeir hinir íhaldssömu ættu að setja sig í stellingar. Hvað er að gerast?Líður eins og þegar blái ópalinn hætti og hundraðkallinn var tekinn úr umferð; best að geyma nokkur eintök svo börnin mín fái að kynnast lífinu fyrir siðrofið. pic.twitter.com/nTXEEDmXNm— Gylfi Ólafsson (@GylfiOlafsson) May 8, 2018 Sunna Gunnars Marteinsdóttir, verkefnastjóri í upplýsinga- og fræðslumálum hjá MS, hefur fullan skilning á þessu uppnámi, í sjálfu sér. Hún segir Mjólkursamsöluna eigi margar ástsælar vörur í huga þjóðarinnar, sem hafa verið í framleiðslu í áratugi. Sunna bendir á að fyrirtækið eigi rætur að rekja til ársins 1927 en hafi starfað í núverandi mynd frá 2007.Sunna Gunnars Marteinsdóttir hjá MS er sérfróð um Smjörva og útlitsbreytingar á viðbitinu því.„Smjörvi var kynntur á blaðamannafundi árið 1981 í Osta- og smjörsölunni og var þá framleiddur af KEA á Akureyri og Osta- og smjörsölunni í Reykjavík. Var unnið að vinnslu og sölu hans í samvinnu við Svía. Kaupmenn á þeim tíma tóku þessari nýjung fagnandi og seldist strax vel af Smjörva. Í dag selst hann en vel en nú er hann framleiddur í mjólkurbúi Kaupfélagi Skagfirðinga og hjá MS Selfoss. Umbúðirnar hafa þó breyst aðeins á þessum 37 árum,“ segir Sunna sem er með allt á hreinu um Smjörva og umbúðirnar.Enska tungumálið bætist við Hún segir að vöruþróunarteymi Mjólkursamsölunnar hniki oft lítillega til í hönnun umbúðanna án þess að neytendur veiti því sérstaka athygli. „En, í þetta skiptið var ákveðið að fara í meiri breytingar sem þó vísa í umbúðirnar sem allir þekkja. Ferlið tók um tvo mánuði en til dæmis var áhersla var lögð á að halda sömu leturgerð og sama lit. Ennemm auglýsingastofa sá um hönnunina fyrir Mjólkursamsöluna.“Nokkur þróun hefur orðið útliti umbúða Smjörva, en þó aldrei eins miklar og nú.MS-fólk segir að verið sé að reyna að gera Smjörvann meira hluta af nútímanum þar sem skilaboð um umhverfismál eru meira áberandi og enska tungumálið bætist við.Nú er komin ensk merking á lokið sem hjálpar erlendum neytendum og skýrari hvatning til endurvinnslu á umbúðunum þar sem auðvelt er að taka pappann af plastinu og setja í endurvinnslu. „Uppskriftin hefur þó ekkert breyst með nýjum umbúðum. Með þessum umbúðabreytingum fylgir þó nýr bróður fyrir Smjörva, Létt Smjörvi, sem er fituminni en sá hefðbundni og kemur hann að mörgu leyti í stað Létt og laggotts sem hvarf af markaði fyrir nokkrum vikum,“ segir Sunna.
Neytendur Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Sjá meira