Þróaði app úr ævistarfinu Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 8. maí 2018 10:00 Herdís hefur helgað líf sitt því að fræða foreldra um hvernig megi gera heimili sem öruggust fyrir börn. „Ég hef unnið við slysavarnir barna frá árinu 1991 og vann í mörg ár í verkefni sem heyrði undir ríkið,“ segir Herdís Storgaard, verkefnastjóri Miðstöðvar slysavarna barna. „Fyrir um fjórum árum ákváðu stjórnvöld að hætta að setja fé í verkefni um slysavarnir barna. Þrátt fyrir að mikill árangur hefði náðst í málaflokknum. Mér fannst það ekki vera hægt að gefast upp,“ segir Herdís sem hafði áhyggjur af því að foreldrar gætu hvergi leitað að upplýsingum um öryggi barna. „Ég stofnaði frjáls félagasamtök og hélt áfram starfi mínu í sjálfboðavinnu. Ég var með ákveðnar hugmyndir, vildi geta sýnt foreldrum hvernig öruggt heimili lítur út og hafði samband við Þórarin Ævarsson, framkvæmdastjóra IKEA. Hann tók vel í hugmyndir mínar og gaf mér húsgögn. Ég útbjó sýniaðstöðu fyrir foreldra og býð þeim upp á ókeypis námskeið,“ segir Herdís frá. „Einasta ástæðan fyrir því að ég get haldið úti rekstri er stuðningur tveggja fyrirtækja við mig, Sjóvár og IKEA á Íslandi,“ útskýrir hún. Starfsfólk höfuðstöðva IKEA í Svíþjóð heyrði af uppátækinu á Íslandi. „Þeir komu til Íslands og vildu kynnast starfi mínu betur, urðu hrifin af hugmyndunum og aðferðafræðinni sem ég nota í kennslunni. Þeir buðu mér starf og nú hef ég unnið fyrir IKEA í rúm tvö ár. Það kom upp sú hugmynd að gera app fyrir foreldra sem byggir á námskeiðunum mínum. Nú er það tilbúið. Það kallast: Öruggara heimili. Í því má kanna mismunandi herbergi heimilisins og fá ráð um hvar er hægt að auka öryggið,“ segir Herdís frá. „Við munum prófa þetta fyrst á Íslandi en síðan verður appinu dreift út um allan heim ef vel gengur,“ segir Herdís frá og er ánægð með afraksturinn. „Ekki síst vegna þess hversu erfið staðan var þegar ríkið skar þjónustuna niður. Ég hefði ekki staðið í þessu nema fyrir þá staðreynd hversu glaðir og þakklátir foreldrar eru. Svo hefur þetta undið upp á sig. Höfuðstöðvarnar eru í Suður-Svíþjóð. Ég bý hins vegar enn á Íslandi og get unnið heima. Ég fer svo reglulega út. Þetta hefur verið algjört ævintýri sem hefur falið í sér samstarf við sérfræðinga um allan heim,“ segir Herdís frá. IKEA Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Fleiri fréttir Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Sjá meira
„Ég hef unnið við slysavarnir barna frá árinu 1991 og vann í mörg ár í verkefni sem heyrði undir ríkið,“ segir Herdís Storgaard, verkefnastjóri Miðstöðvar slysavarna barna. „Fyrir um fjórum árum ákváðu stjórnvöld að hætta að setja fé í verkefni um slysavarnir barna. Þrátt fyrir að mikill árangur hefði náðst í málaflokknum. Mér fannst það ekki vera hægt að gefast upp,“ segir Herdís sem hafði áhyggjur af því að foreldrar gætu hvergi leitað að upplýsingum um öryggi barna. „Ég stofnaði frjáls félagasamtök og hélt áfram starfi mínu í sjálfboðavinnu. Ég var með ákveðnar hugmyndir, vildi geta sýnt foreldrum hvernig öruggt heimili lítur út og hafði samband við Þórarin Ævarsson, framkvæmdastjóra IKEA. Hann tók vel í hugmyndir mínar og gaf mér húsgögn. Ég útbjó sýniaðstöðu fyrir foreldra og býð þeim upp á ókeypis námskeið,“ segir Herdís frá. „Einasta ástæðan fyrir því að ég get haldið úti rekstri er stuðningur tveggja fyrirtækja við mig, Sjóvár og IKEA á Íslandi,“ útskýrir hún. Starfsfólk höfuðstöðva IKEA í Svíþjóð heyrði af uppátækinu á Íslandi. „Þeir komu til Íslands og vildu kynnast starfi mínu betur, urðu hrifin af hugmyndunum og aðferðafræðinni sem ég nota í kennslunni. Þeir buðu mér starf og nú hef ég unnið fyrir IKEA í rúm tvö ár. Það kom upp sú hugmynd að gera app fyrir foreldra sem byggir á námskeiðunum mínum. Nú er það tilbúið. Það kallast: Öruggara heimili. Í því má kanna mismunandi herbergi heimilisins og fá ráð um hvar er hægt að auka öryggið,“ segir Herdís frá. „Við munum prófa þetta fyrst á Íslandi en síðan verður appinu dreift út um allan heim ef vel gengur,“ segir Herdís frá og er ánægð með afraksturinn. „Ekki síst vegna þess hversu erfið staðan var þegar ríkið skar þjónustuna niður. Ég hefði ekki staðið í þessu nema fyrir þá staðreynd hversu glaðir og þakklátir foreldrar eru. Svo hefur þetta undið upp á sig. Höfuðstöðvarnar eru í Suður-Svíþjóð. Ég bý hins vegar enn á Íslandi og get unnið heima. Ég fer svo reglulega út. Þetta hefur verið algjört ævintýri sem hefur falið í sér samstarf við sérfræðinga um allan heim,“ segir Herdís frá.
IKEA Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Fleiri fréttir Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Sjá meira