Skaðabótamáli konu vegna afleiðinga nauðgunar vísað frá dómi Jóhann Óli Eiðsson skrifar 30. apríl 2018 06:00 Meint nauðgun er sögð hafa orðið á Ísafirði. Vísir/pjetur Skaðabótamáli, sem höfðað var til greiðslu skaðabóta vegna nauðgunar, var á dögunum vísað frá í Héraðsdómi Reykjavíkur. Ástæðan var að stefna málsins hafði ekki verið löglega birt. Málið varðar nauðgun sem kærð var í desember 2014. Atvikið sjálft á að hafa orðið á Ísafirði í september 2014 og leitaði konan á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða vegna þess. Að rannsókn lögreglu lokinni var málið sent saksóknara sem krafðist frekari rannsóknar en þá kom í ljós að sýnum, sem tekin höfðu verið á heilbrigðisstofnuninni, hafði verið eytt. Var málið því fellt niður þar sem það þótti ekki líklegt til sakfellingar. Konan ákvað að því loknu að höfða mál til viðurkenningar á bótarétti sínum vegna afleiðinga atburðarins. Hún bar að tveir útlendir menn, sem flust hefðu sérstaklega til Ísafjarðar til að spila knattspyrnu, hefðu nauðgað sér og að þeir hefðu tvíeflst við mótspyrnu hennar. Annar mannanna býr enn hér á landi en hinn leikur nú í Bretlandi.Sjá einnig: Eyddu sönnunargagni í nauðgunarmáli Lögmaður konunnar reyndi að hafa uppi á hinum síðarnefnda gegnum Facebook og LinkedIn en án árangurs. Þá svaraði núverandi lið hans ekki spurningum um aðsetur hans og ekki var upplýsingar um aðsetur hans að finna hjá breskum stjórnvöldum. Var stefnan því birt í Lögbirtingablaðinu. Dómurinn taldi ekki reynt til þrautar að birta manninum stefnuna samkvæmt breskum lögum. Hægt væri að leita til bresks birtingarvotts og birta stefnuna þar sem maðurinn hittist fyrir. Skilyrði fyrir birtingu í Lögbirtingablaðinu voru því ekki uppfyllt og málinu vísað frá dómi. Ekki hefur tekist að ná í lögmann konunnar í gær þrátt fyrir tilraunir Fréttablaðsins frá því í síðustu viku. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Tengdar fréttir Eyddu sönnunargagni í nauðgunarmáli Afleysingalæknir á Ísafirði neitaði að upplýsa lögreglu um aðila í nauðgunarmáli þegar málið var tilkynnt sjúkrahúsinu, nokkrum klukkustundum eftir að brotið var framið. Sjúkrahúsið virðist hafa týnt sönnunargagni í málinu og f 25. maí 2017 07:00 Reiddist þegar málið fór að dragast á langinn Kona sem stefnir tveimur mönnum fyrir nauðgun segir stuðning skorta við þolendur. Hún segir biðina eftir að hún kærði verknaðinn hafa verið mjög erfiða. Mikilvægt sé að þolendur séu staðráðnir í að láta ofbeldisbrot ekki viðgang 27. maí 2017 07:00 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Sjá meira
Skaðabótamáli, sem höfðað var til greiðslu skaðabóta vegna nauðgunar, var á dögunum vísað frá í Héraðsdómi Reykjavíkur. Ástæðan var að stefna málsins hafði ekki verið löglega birt. Málið varðar nauðgun sem kærð var í desember 2014. Atvikið sjálft á að hafa orðið á Ísafirði í september 2014 og leitaði konan á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða vegna þess. Að rannsókn lögreglu lokinni var málið sent saksóknara sem krafðist frekari rannsóknar en þá kom í ljós að sýnum, sem tekin höfðu verið á heilbrigðisstofnuninni, hafði verið eytt. Var málið því fellt niður þar sem það þótti ekki líklegt til sakfellingar. Konan ákvað að því loknu að höfða mál til viðurkenningar á bótarétti sínum vegna afleiðinga atburðarins. Hún bar að tveir útlendir menn, sem flust hefðu sérstaklega til Ísafjarðar til að spila knattspyrnu, hefðu nauðgað sér og að þeir hefðu tvíeflst við mótspyrnu hennar. Annar mannanna býr enn hér á landi en hinn leikur nú í Bretlandi.Sjá einnig: Eyddu sönnunargagni í nauðgunarmáli Lögmaður konunnar reyndi að hafa uppi á hinum síðarnefnda gegnum Facebook og LinkedIn en án árangurs. Þá svaraði núverandi lið hans ekki spurningum um aðsetur hans og ekki var upplýsingar um aðsetur hans að finna hjá breskum stjórnvöldum. Var stefnan því birt í Lögbirtingablaðinu. Dómurinn taldi ekki reynt til þrautar að birta manninum stefnuna samkvæmt breskum lögum. Hægt væri að leita til bresks birtingarvotts og birta stefnuna þar sem maðurinn hittist fyrir. Skilyrði fyrir birtingu í Lögbirtingablaðinu voru því ekki uppfyllt og málinu vísað frá dómi. Ekki hefur tekist að ná í lögmann konunnar í gær þrátt fyrir tilraunir Fréttablaðsins frá því í síðustu viku.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Tengdar fréttir Eyddu sönnunargagni í nauðgunarmáli Afleysingalæknir á Ísafirði neitaði að upplýsa lögreglu um aðila í nauðgunarmáli þegar málið var tilkynnt sjúkrahúsinu, nokkrum klukkustundum eftir að brotið var framið. Sjúkrahúsið virðist hafa týnt sönnunargagni í málinu og f 25. maí 2017 07:00 Reiddist þegar málið fór að dragast á langinn Kona sem stefnir tveimur mönnum fyrir nauðgun segir stuðning skorta við þolendur. Hún segir biðina eftir að hún kærði verknaðinn hafa verið mjög erfiða. Mikilvægt sé að þolendur séu staðráðnir í að láta ofbeldisbrot ekki viðgang 27. maí 2017 07:00 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Sjá meira
Eyddu sönnunargagni í nauðgunarmáli Afleysingalæknir á Ísafirði neitaði að upplýsa lögreglu um aðila í nauðgunarmáli þegar málið var tilkynnt sjúkrahúsinu, nokkrum klukkustundum eftir að brotið var framið. Sjúkrahúsið virðist hafa týnt sönnunargagni í málinu og f 25. maí 2017 07:00
Reiddist þegar málið fór að dragast á langinn Kona sem stefnir tveimur mönnum fyrir nauðgun segir stuðning skorta við þolendur. Hún segir biðina eftir að hún kærði verknaðinn hafa verið mjög erfiða. Mikilvægt sé að þolendur séu staðráðnir í að láta ofbeldisbrot ekki viðgang 27. maí 2017 07:00